Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar 14. maí 2025 08:00 Í fjárfestingum á markaði gæti verið freistandi tilhugsun að reyna að kaupa þegar manni virðist verð vera lágt og selja frekar þegar það er hátt. Einnig að fara inn á markaðinn þegar maður telur að verhækkanir séu í nánd og halda sig til hlés þegar maður á von á verðlækkunum. Það er að reyna að tímasetja markaðinn. Rannsóknir fyrirtækjanna Dalbar og Morningstar í gegnum árin hafa sýnt að meðalfjárfestar í hlutabréfasjóðum ná ekki sama árangri og S&P 500 vísitalan vegna þess að þeir reyna að tímasetja markaðinn. Mat Dalbar var að á árinu 2024 hafi meðalfjárfestir í hlutabréfasjóðum ávaxtað safn sitt um 16,5% þegar S&P 500 vísitalan skilaði um 25% ávöxtun. Fram til ársloka 2023 og síðustu 30 ár á undan hækkaði vísitalan árlega að meðaltali um 10% en meðalfjárfestir árlega um 8%. Miðað við $100.000 fjárfestingu hefði vístalan endað í um 1,8 milljón dollurum en meðalfjárfestir í um 1 milljón dollurum. Viðskipti sem byggð eru á væntingum um skammtíma verðsveiflur er spákaupmennska að mati hagfræðingsins John Maynard Keynes og fjárfestisins Benjamin Graham, sem var lærifaðir Warren Buffett. Warren Buffett hefur sjálfur sagt að tímasetja markaðinn sé ekki góð strategía. Líklega eru skaðlegustu ákvarðanirnar teknar þegar allir eru að tala um markaðinn sem er þegar bjartsýni eða svartsýni er í hámarki. Eðlisfræðingurinn Isaac Newton keypti á sínum tíma lítillega í South Sea fyrirtækinu og seldi með talsverðum hagnaði skömmu síðar. Eftir að hann sá að verðið hækkaði enn meira, keypti hann aftur og enn meira áður en allt hrundi svo að lokum. Þetta hefur verið kallað South Sea bólan. Hann á að hafa sagt eftir þetta að hann gæti reiknað út hreyfingu himintunglanna en ekki brjálæði mannsins. Það er afar erfitt að tímasetja markaðinn og virðist oftast vera viðleitni fjárfesta að reyna að sjá fyrir hvort aðrir muni kaupa eða selja með tilheyrandi áhrifum á verð fremur en á raunverulegu mati á fjárfestingunni. Fyrirtækin sjálf eru ekkert sérstaklega góð að spá fyrir um hagnað næstu mánuði fram í tímann. Sífelld kaup og sala byggð á spám um hvað muni gerast næstu misserin er kostnaðarsöm. Það truflar áhrif vaxtavaxta til langs tíma og fórnar þar með helsta forskoti sem langtímafjárfestir hefur, sem er tími. Líklegra til árangurs er að beita svokallaðri „dollar-cost averaging“ aðferð fyrir hinn almenna fjárfesti en í því felst að kaupa reglulega yfir tíma, t.d. mánaðarlegur sparnaður, óháð því sem er að gerast á markaði. Með því er viðskiptakostnaði haldið í lágmarki og dregið úr áhættu sem tengist því að reyna að tímasetja markaðinn. Höfundur er fjármálaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Baldvin Ingi Sigurðsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í fjárfestingum á markaði gæti verið freistandi tilhugsun að reyna að kaupa þegar manni virðist verð vera lágt og selja frekar þegar það er hátt. Einnig að fara inn á markaðinn þegar maður telur að verhækkanir séu í nánd og halda sig til hlés þegar maður á von á verðlækkunum. Það er að reyna að tímasetja markaðinn. Rannsóknir fyrirtækjanna Dalbar og Morningstar í gegnum árin hafa sýnt að meðalfjárfestar í hlutabréfasjóðum ná ekki sama árangri og S&P 500 vísitalan vegna þess að þeir reyna að tímasetja markaðinn. Mat Dalbar var að á árinu 2024 hafi meðalfjárfestir í hlutabréfasjóðum ávaxtað safn sitt um 16,5% þegar S&P 500 vísitalan skilaði um 25% ávöxtun. Fram til ársloka 2023 og síðustu 30 ár á undan hækkaði vísitalan árlega að meðaltali um 10% en meðalfjárfestir árlega um 8%. Miðað við $100.000 fjárfestingu hefði vístalan endað í um 1,8 milljón dollurum en meðalfjárfestir í um 1 milljón dollurum. Viðskipti sem byggð eru á væntingum um skammtíma verðsveiflur er spákaupmennska að mati hagfræðingsins John Maynard Keynes og fjárfestisins Benjamin Graham, sem var lærifaðir Warren Buffett. Warren Buffett hefur sjálfur sagt að tímasetja markaðinn sé ekki góð strategía. Líklega eru skaðlegustu ákvarðanirnar teknar þegar allir eru að tala um markaðinn sem er þegar bjartsýni eða svartsýni er í hámarki. Eðlisfræðingurinn Isaac Newton keypti á sínum tíma lítillega í South Sea fyrirtækinu og seldi með talsverðum hagnaði skömmu síðar. Eftir að hann sá að verðið hækkaði enn meira, keypti hann aftur og enn meira áður en allt hrundi svo að lokum. Þetta hefur verið kallað South Sea bólan. Hann á að hafa sagt eftir þetta að hann gæti reiknað út hreyfingu himintunglanna en ekki brjálæði mannsins. Það er afar erfitt að tímasetja markaðinn og virðist oftast vera viðleitni fjárfesta að reyna að sjá fyrir hvort aðrir muni kaupa eða selja með tilheyrandi áhrifum á verð fremur en á raunverulegu mati á fjárfestingunni. Fyrirtækin sjálf eru ekkert sérstaklega góð að spá fyrir um hagnað næstu mánuði fram í tímann. Sífelld kaup og sala byggð á spám um hvað muni gerast næstu misserin er kostnaðarsöm. Það truflar áhrif vaxtavaxta til langs tíma og fórnar þar með helsta forskoti sem langtímafjárfestir hefur, sem er tími. Líklegra til árangurs er að beita svokallaðri „dollar-cost averaging“ aðferð fyrir hinn almenna fjárfesti en í því felst að kaupa reglulega yfir tíma, t.d. mánaðarlegur sparnaður, óháð því sem er að gerast á markaði. Með því er viðskiptakostnaði haldið í lágmarki og dregið úr áhættu sem tengist því að reyna að tímasetja markaðinn. Höfundur er fjármálaráðgjafi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun