Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar 9. maí 2025 20:02 Ég hef lengi glímt við þunga byrði: aukakílóin. Þau fylgja mér eins og gamall kunnuglegur skuggi, sama hvað ég geri. Ég hef allt reynt, ég hef hlaupið með von í brjósti og borðað hvítkál með lotningu, en vogin svarar ávallt með kulda og fyrirlitningu. Þetta hef ég alltaf talið einstaklega ósanngjarnt. Þess vegna hef ég nú ákveðið að leiðrétta þetta óréttlæti. Þar sem sumir geta verið 58 kg án þess að reyna, og ég er 98 kg þrátt fyrir öll mín átök, þá er réttast að ég vísi í tölur þess sem léttari er. Hví er það sanngjarnt? Jú, því mér finnst það sanngjarnt. Ég hef einnig tekið það framfaraskref að vísa í bankainnistæður þeirra einstaklinga sem ríkari og eignameiri eru og gera fjárhagsvirði þeirra að mínu. Enda á ég minna, en hef barist meira en margir, þó minna en flestir. Þessa tilfinningu hef ég borið lengi í brjósti mér, en nú verður það leiðrétt í samræmi við þessa tilfinningu, enda sanngjarnt og réttlátt. Þessar leiðréttingar eru ekki bara sanngjarnar gagnvart mér, heldur almenningi öllum, enda er ég hluti almennings. Við ættum þó ekki öll að stíga þetta skref, enda er réttlæti mitt ekki réttlæti allra, réttlætið allra gæti vegið að mínu réttlæti. Því skulum við leiðrétta það sem ég tel ósanngjarnt fyrir hönd almennings, og bið ykkur að taka þátt í þeirri leiðréttingu og kasta út staðreyndum og rökum og færum raunheiminn nær okkar (mínum) tilfinningum. Því er ég nú opinberlega bæði léttari og skattakóngur Íslands næsta árs. Ef einhver spyr: “En hvað með raunveruleikann?” þá svara ég á móti: “Hvað er verið að leiðrétta, ef ekki hann?” Sanngirni fyrst. Staðreyndir svo. Ef þær henta. Höfundur er réttlátur og sanngjarn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi glímt við þunga byrði: aukakílóin. Þau fylgja mér eins og gamall kunnuglegur skuggi, sama hvað ég geri. Ég hef allt reynt, ég hef hlaupið með von í brjósti og borðað hvítkál með lotningu, en vogin svarar ávallt með kulda og fyrirlitningu. Þetta hef ég alltaf talið einstaklega ósanngjarnt. Þess vegna hef ég nú ákveðið að leiðrétta þetta óréttlæti. Þar sem sumir geta verið 58 kg án þess að reyna, og ég er 98 kg þrátt fyrir öll mín átök, þá er réttast að ég vísi í tölur þess sem léttari er. Hví er það sanngjarnt? Jú, því mér finnst það sanngjarnt. Ég hef einnig tekið það framfaraskref að vísa í bankainnistæður þeirra einstaklinga sem ríkari og eignameiri eru og gera fjárhagsvirði þeirra að mínu. Enda á ég minna, en hef barist meira en margir, þó minna en flestir. Þessa tilfinningu hef ég borið lengi í brjósti mér, en nú verður það leiðrétt í samræmi við þessa tilfinningu, enda sanngjarnt og réttlátt. Þessar leiðréttingar eru ekki bara sanngjarnar gagnvart mér, heldur almenningi öllum, enda er ég hluti almennings. Við ættum þó ekki öll að stíga þetta skref, enda er réttlæti mitt ekki réttlæti allra, réttlætið allra gæti vegið að mínu réttlæti. Því skulum við leiðrétta það sem ég tel ósanngjarnt fyrir hönd almennings, og bið ykkur að taka þátt í þeirri leiðréttingu og kasta út staðreyndum og rökum og færum raunheiminn nær okkar (mínum) tilfinningum. Því er ég nú opinberlega bæði léttari og skattakóngur Íslands næsta árs. Ef einhver spyr: “En hvað með raunveruleikann?” þá svara ég á móti: “Hvað er verið að leiðrétta, ef ekki hann?” Sanngirni fyrst. Staðreyndir svo. Ef þær henta. Höfundur er réttlátur og sanngjarn.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar