Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2025 15:59 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Stefán Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fjármálaráðherra haldinn reginmisskilningi og segir íslenska ríkið hafa framselt Heinemann einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Líkt og fram hefur komið mun þýska fyrirtækið Heinemmann taka á næstu vikum við rekstri fríhafnarinnar. Það var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar í fyrra. Félag atvinnurekenda hefur lýst miklum áhyggjum sínum af því að nýr rekstraraðili hafi krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Hefur engar áhyggjur af íslenskum birgjum Í kvöldfréttum Stöðvar tvö á fimmtudag sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda að Heinemann hefði sett sig í samband við íslenska birgja og krafið þá um að lækka verð verulega vilji þeir halda áfram að selja vörur sínar á flugvellinum. Hann sagði þetta ekki gert í því skyni að lækka verð til neytenda heldur vilji Heinemann auka eigin framlegð. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum með vörur til sölu í fríhöfninni. Mikil samkeppni ríki um aðgengi að hillum fríhafnarinnar og ekkert óeðlilegt sé við það. „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Einokun án hamla Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, brást við þessum ummælum fjármálaráðherra í færslu á samfélagsmiðlum í dag. „Fjármálaráðherrann virðist haldinn einhverjum reginmisskilningi í þessu máli. Hann talar um að ríkið eigi ekki að skekkja samkeppni og í „markaðshagkerfi“ verði menn „bara að synda“. Íslenzka ríkið hefur framselt einkafyrirtæki einokunar- og yfirburðastöðu á Keflavíkurflugvelli án þess að hafa, að því er virðist, sett nokkrar hömlur á það hvernig hún er notuð,“ segir hann. Hann segist eiga bágt með að trúa því að eðlileg markaðslögmál og heilbrigð samkeppni séu þarna að verki. „En við í litla atvinnurekendafélaginu erum búin að biðja um fund með honum og getum þá kannski útskýrt þetta betur,“ segir Ólafur. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Samkeppnismál Tengdar fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06 Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Líkt og fram hefur komið mun þýska fyrirtækið Heinemmann taka á næstu vikum við rekstri fríhafnarinnar. Það var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar í fyrra. Félag atvinnurekenda hefur lýst miklum áhyggjum sínum af því að nýr rekstraraðili hafi krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Hefur engar áhyggjur af íslenskum birgjum Í kvöldfréttum Stöðvar tvö á fimmtudag sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda að Heinemann hefði sett sig í samband við íslenska birgja og krafið þá um að lækka verð verulega vilji þeir halda áfram að selja vörur sínar á flugvellinum. Hann sagði þetta ekki gert í því skyni að lækka verð til neytenda heldur vilji Heinemann auka eigin framlegð. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum með vörur til sölu í fríhöfninni. Mikil samkeppni ríki um aðgengi að hillum fríhafnarinnar og ekkert óeðlilegt sé við það. „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Einokun án hamla Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, brást við þessum ummælum fjármálaráðherra í færslu á samfélagsmiðlum í dag. „Fjármálaráðherrann virðist haldinn einhverjum reginmisskilningi í þessu máli. Hann talar um að ríkið eigi ekki að skekkja samkeppni og í „markaðshagkerfi“ verði menn „bara að synda“. Íslenzka ríkið hefur framselt einkafyrirtæki einokunar- og yfirburðastöðu á Keflavíkurflugvelli án þess að hafa, að því er virðist, sett nokkrar hömlur á það hvernig hún er notuð,“ segir hann. Hann segist eiga bágt með að trúa því að eðlileg markaðslögmál og heilbrigð samkeppni séu þarna að verki. „En við í litla atvinnurekendafélaginu erum búin að biðja um fund með honum og getum þá kannski útskýrt þetta betur,“ segir Ólafur.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Samkeppnismál Tengdar fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06 Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
„Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. 1. maí 2025 19:06
Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00
Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. 20. mars 2025 20:30
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf