Handbolti

Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfa Brá Hagalín var markahæst í liði Fram.
Alfa Brá Hagalín var markahæst í liði Fram. Vísir/Diego

Fram hélt undanúrslitaeinvígi sínu gegn Haukum í Olís deild kvenna í handbolta á lífi með sigri þegar liðin mættust í Úlfarsárdal í kvöld, lokatölur 23-17 og staðan í einvíginu nú 2-1 Haukum í vil.

Haukar unnu fyrstu tvo leikina og gátu því sópað Fram í sumarfrí í kvöld. Það kom þó aldrei til greina þar sem Fram var betri aðilinn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.

Staðan í hálfleik var 13-7 og Fram búið að leggja línurnar. Lokatölur svo 23-17 eins og áður sagði.

Alfa Brá Hagalín skoraði sex mörk og var markahæst í liði Fram. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði fimm mörk, Steinunn Björnsdóttir fjögur á meðan Þórey Rósa Stefánsdóttir og Harpa María Friðgeirsdóttir þrjú hvor. Þá varði Darija Zecevic 16 skot í markinu og var með 53 prósent markvörslu.

Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst með sex mörk í liði Hauka og Rut Jónsdóttir skoraði fimm mörk. Sara Sif Helgadóttir varði 15 skot í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×