Þar segir að framleiðendur leiksins þurfi meiri tíma til að tryggja að gæði hans verði í samræmi við þær væntingar sem spilarar hafa og eiga skilið.
Þá segir einnig að von sé á frekari upplýsingum um leikinn á næstunni.
Grand Theft Auto VI is now set to release on May 26, 2026. https://t.co/YgaIn1cYc8 pic.twitter.com/cyeK7GM6Ob
— Rockstar Games (@RockstarGames) May 2, 2025
GTA VI hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu um árabil en fimmti leikurinn kom út árið 2013, þá á PlayStation 3. Sá leikur varð fyrir þó nokkrum árum arðvænasta skemmtanaafurð sögunnar. Hann hefur nokkrum sinnum verið uppfærður.
Það var í desember 2023 sem fyrsta stikla leiksins var birt. Nýi leikurinn gerist í Vice City, sem er GTA-útgáfa af Miami. Sú borg var síðast heimsótt í leiknum GTA: Vice City, sem kom út árið 2002.
Eins og í GTA 5 á að vera hægt að spila sem fleiri en ein persóna.