Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2025 15:50 Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum var rekin með hálfs milljarðs króna tapi í fyrra. Félagið hefur aðeins einu sinni áður verið rekið með tapi síðasta aldarfjórðung. Félagið hefur slegið nauðsynlegum fjárfestingum í skipakosti þess á frest vegna áforma stjórnvalda um veiðigjöld. Þetta segir í fréttatilkynningu Vinnslustöðvarinnar vegna aðalfundar félagsins, sem haldinn var í húsakynnum þess í gær. Þar segir að helstu tölur félagsins árið 2024 séu eftirfarandi. Velta samstæðunnar var 177 milljónir evra, eða jafnvirði liðlega 26 milljarða króna. Tap félagsins var 3,5 milljónir evra eða jafnvirði 500 milljóna króna. Bókfærðar heildareignir félagsins námu 422 milljónum evra, eða jafngildi 61 milljarðs króna. Þar af voru heildarskuldir og skuldbindingar félagsins tæpir 44 milljarðar króna. Þetta sé í annað skipti á síðustu 25 árum sem félagið er rekið með tapi. Loðnubresti að kenna Stærsti áhrifaþáttur taprekstrar í fyrra hafi verið loðnubrestur. Því miður hafi raunin orðið sú aftur í ár. Það sé mikið áhyggjuefni fyrir félagið, og um leið allt samfélagið, hversu lítið er vitað um loðnu, hegðun hennar og samspil vistkerfis hafsins. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum, aðallega í nýbyggingu botnfiskvinnslu, hafi aukist verulega eða um 19,4 milljónir evra, jafnvirði 2,9 milljarða króna. Samþykkt hafi verið að ekki yrði greiddur arður til hluthafa í ár. Stjórn félagsins hafi verið endurkjörin. Hana skipi eftirfarandi: Einar Þór Sverrisson, Guðmundur Örn Gunnarsson, Rut Haraldsdóttir, Sigurhanna Friðþórsdóttir og Sigurjón Rúnar Rafnsson. Varamenn séu Eyjólfur Guðjónsson, Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir og Herdís Ásu Sæmundardóttir. Kominn tími á flotann en fjárfestingum frestað Fram hafi komið í ræðu Guðmundar Arnar Gunnarssonar, stjórnarformanns, að verði boðaðar hækkanir á veiðigjöldum að veruleika muni Vinnslustöðin ekki geta fjárfest eins og gert hafi verið á undanförnum árum. „Tími er kominn til að endurnýja verulega skipakost félagsins og liggja fyrir teikningar af nýjum þriggja og fjögurra mílna bátum. Smíði þriggja mílna togbáta hafði verið boðin út og verðtilboð höfðu borist. Skipin voru hönnuð með sama hætti og Breki, með stórri og hæggengri skrúfu sem myndi minnka kolefnisspor útgerðar okkar til muna. Stefnt var að því að semja um smíði skipanna á haustdögum, eða í kjölfar þess að við sæjum fram á loðnukvóta á næsta ári. Þessum áformum hefur nú verið slegið á frest vegna stefnu stjórnvalda um að liðlega tvöfalda veiðigjöld,“ er haft eftir honum. Rétt er að taka fram að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í gær að fallið hefði verið frá áformum um tvöföldun veiðigjalda. Enn standi þó til að hækka veiðigjöld. Loks segir að í lok fundar hafi Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, farið yfir áhrif veiðigjalda á fyrirtækið. Nánar verði fjallað um þá yfirferð á næstu dögum á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu Vinnslustöðvarinnar vegna aðalfundar félagsins, sem haldinn var í húsakynnum þess í gær. Þar segir að helstu tölur félagsins árið 2024 séu eftirfarandi. Velta samstæðunnar var 177 milljónir evra, eða jafnvirði liðlega 26 milljarða króna. Tap félagsins var 3,5 milljónir evra eða jafnvirði 500 milljóna króna. Bókfærðar heildareignir félagsins námu 422 milljónum evra, eða jafngildi 61 milljarðs króna. Þar af voru heildarskuldir og skuldbindingar félagsins tæpir 44 milljarðar króna. Þetta sé í annað skipti á síðustu 25 árum sem félagið er rekið með tapi. Loðnubresti að kenna Stærsti áhrifaþáttur taprekstrar í fyrra hafi verið loðnubrestur. Því miður hafi raunin orðið sú aftur í ár. Það sé mikið áhyggjuefni fyrir félagið, og um leið allt samfélagið, hversu lítið er vitað um loðnu, hegðun hennar og samspil vistkerfis hafsins. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum, aðallega í nýbyggingu botnfiskvinnslu, hafi aukist verulega eða um 19,4 milljónir evra, jafnvirði 2,9 milljarða króna. Samþykkt hafi verið að ekki yrði greiddur arður til hluthafa í ár. Stjórn félagsins hafi verið endurkjörin. Hana skipi eftirfarandi: Einar Þór Sverrisson, Guðmundur Örn Gunnarsson, Rut Haraldsdóttir, Sigurhanna Friðþórsdóttir og Sigurjón Rúnar Rafnsson. Varamenn séu Eyjólfur Guðjónsson, Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir og Herdís Ásu Sæmundardóttir. Kominn tími á flotann en fjárfestingum frestað Fram hafi komið í ræðu Guðmundar Arnar Gunnarssonar, stjórnarformanns, að verði boðaðar hækkanir á veiðigjöldum að veruleika muni Vinnslustöðin ekki geta fjárfest eins og gert hafi verið á undanförnum árum. „Tími er kominn til að endurnýja verulega skipakost félagsins og liggja fyrir teikningar af nýjum þriggja og fjögurra mílna bátum. Smíði þriggja mílna togbáta hafði verið boðin út og verðtilboð höfðu borist. Skipin voru hönnuð með sama hætti og Breki, með stórri og hæggengri skrúfu sem myndi minnka kolefnisspor útgerðar okkar til muna. Stefnt var að því að semja um smíði skipanna á haustdögum, eða í kjölfar þess að við sæjum fram á loðnukvóta á næsta ári. Þessum áformum hefur nú verið slegið á frest vegna stefnu stjórnvalda um að liðlega tvöfalda veiðigjöld,“ er haft eftir honum. Rétt er að taka fram að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í gær að fallið hefði verið frá áformum um tvöföldun veiðigjalda. Enn standi þó til að hækka veiðigjöld. Loks segir að í lok fundar hafi Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, farið yfir áhrif veiðigjalda á fyrirtækið. Nánar verði fjallað um þá yfirferð á næstu dögum á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira