Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2025 12:19 Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur HMS segir að enn og aftur sé búist við að íbúðaverð hækki umfram almenna verðlagsþróun. Ekki sé verið að byggja nóg. Vísir Íbúðir hér á landi hafa hækkað meira og verð þeirra sveiflast minna en úrvalsvísitala Kauphallarinnar síðustu tíu ár. HMS telur þetta vera til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði. Gert er ráð fyrir sömu þróun næstu misseri þar sem ekki er byggt nóg. Íbúðaverð hefur hækkað töluvert meira en innlend hlutabréf á síðustu tíu árum, auk þess sem minna flökt hefur verið á meðalverði íbúða heldur en meðalverði hlutabréfa. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kom út í dag. „Þetta þýðir að íbúðir hafa verið öruggari og arðbærari fjárfesting en hlutabréf síðustu tíu ár. Það teljum við mjög óeðlilega stöðu á eignamarkaði. Með meiri áhættu ætti maður að fá meiri ávöxtun því hlutabréf eru áhættusamari en íbúðir. Þetta sýnir hvað íbúðaverð hefur hækkað hratt og flökt minna en hlutabréf síðustu tíu ár,“ segir Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur HMS. Jónas spáir sömu þróun áfram. „Íbúðaverð hefur haldið áfram að stíga umfram verðlag þannig að við erum að sjá raunverðshækkanir. Það skýrist af því að eftirspurnin er töluverð á íbúðamarkaði. Hins vegar eru verðhækkanirnar ekki eins miklar og við sáum á síðasta ári þar sem það er mjög mikið af íbúðum á sölu og sölutíminn er nokkuð langur þessa stundina,“ segir hann. HMS telur að til að uppfylla íbúðaþörf þurfi að byggja 4000 íbúðir árlega næstu áratugi. Samkvæmt talningu séu þær hins vegar aðeins þrjú þúsund í ár. Jónas segir því útlit fyrir að íbúðir haldi áfram að vera vænleg fjárfesting. „Það má gera ráð fyrir að íbúðir verði álitlegur fjárfestingarkostur svo lengi sem íbúðaverð hækkar svona hratt umfram almenna verðþróun,“ segir Jónas Atli Gunnarsson. Fasteignamarkaður Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Íbúðaverð hefur hækkað töluvert meira en innlend hlutabréf á síðustu tíu árum, auk þess sem minna flökt hefur verið á meðalverði íbúða heldur en meðalverði hlutabréfa. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kom út í dag. „Þetta þýðir að íbúðir hafa verið öruggari og arðbærari fjárfesting en hlutabréf síðustu tíu ár. Það teljum við mjög óeðlilega stöðu á eignamarkaði. Með meiri áhættu ætti maður að fá meiri ávöxtun því hlutabréf eru áhættusamari en íbúðir. Þetta sýnir hvað íbúðaverð hefur hækkað hratt og flökt minna en hlutabréf síðustu tíu ár,“ segir Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur HMS. Jónas spáir sömu þróun áfram. „Íbúðaverð hefur haldið áfram að stíga umfram verðlag þannig að við erum að sjá raunverðshækkanir. Það skýrist af því að eftirspurnin er töluverð á íbúðamarkaði. Hins vegar eru verðhækkanirnar ekki eins miklar og við sáum á síðasta ári þar sem það er mjög mikið af íbúðum á sölu og sölutíminn er nokkuð langur þessa stundina,“ segir hann. HMS telur að til að uppfylla íbúðaþörf þurfi að byggja 4000 íbúðir árlega næstu áratugi. Samkvæmt talningu séu þær hins vegar aðeins þrjú þúsund í ár. Jónas segir því útlit fyrir að íbúðir haldi áfram að vera vænleg fjárfesting. „Það má gera ráð fyrir að íbúðir verði álitlegur fjárfestingarkostur svo lengi sem íbúðaverð hækkar svona hratt umfram almenna verðþróun,“ segir Jónas Atli Gunnarsson.
Fasteignamarkaður Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira