Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2025 12:19 Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur HMS segir að enn og aftur sé búist við að íbúðaverð hækki umfram almenna verðlagsþróun. Ekki sé verið að byggja nóg. Vísir Íbúðir hér á landi hafa hækkað meira og verð þeirra sveiflast minna en úrvalsvísitala Kauphallarinnar síðustu tíu ár. HMS telur þetta vera til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði. Gert er ráð fyrir sömu þróun næstu misseri þar sem ekki er byggt nóg. Íbúðaverð hefur hækkað töluvert meira en innlend hlutabréf á síðustu tíu árum, auk þess sem minna flökt hefur verið á meðalverði íbúða heldur en meðalverði hlutabréfa. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kom út í dag. „Þetta þýðir að íbúðir hafa verið öruggari og arðbærari fjárfesting en hlutabréf síðustu tíu ár. Það teljum við mjög óeðlilega stöðu á eignamarkaði. Með meiri áhættu ætti maður að fá meiri ávöxtun því hlutabréf eru áhættusamari en íbúðir. Þetta sýnir hvað íbúðaverð hefur hækkað hratt og flökt minna en hlutabréf síðustu tíu ár,“ segir Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur HMS. Jónas spáir sömu þróun áfram. „Íbúðaverð hefur haldið áfram að stíga umfram verðlag þannig að við erum að sjá raunverðshækkanir. Það skýrist af því að eftirspurnin er töluverð á íbúðamarkaði. Hins vegar eru verðhækkanirnar ekki eins miklar og við sáum á síðasta ári þar sem það er mjög mikið af íbúðum á sölu og sölutíminn er nokkuð langur þessa stundina,“ segir hann. HMS telur að til að uppfylla íbúðaþörf þurfi að byggja 4000 íbúðir árlega næstu áratugi. Samkvæmt talningu séu þær hins vegar aðeins þrjú þúsund í ár. Jónas segir því útlit fyrir að íbúðir haldi áfram að vera vænleg fjárfesting. „Það má gera ráð fyrir að íbúðir verði álitlegur fjárfestingarkostur svo lengi sem íbúðaverð hækkar svona hratt umfram almenna verðþróun,“ segir Jónas Atli Gunnarsson. Fasteignamarkaður Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Íbúðaverð hefur hækkað töluvert meira en innlend hlutabréf á síðustu tíu árum, auk þess sem minna flökt hefur verið á meðalverði íbúða heldur en meðalverði hlutabréfa. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kom út í dag. „Þetta þýðir að íbúðir hafa verið öruggari og arðbærari fjárfesting en hlutabréf síðustu tíu ár. Það teljum við mjög óeðlilega stöðu á eignamarkaði. Með meiri áhættu ætti maður að fá meiri ávöxtun því hlutabréf eru áhættusamari en íbúðir. Þetta sýnir hvað íbúðaverð hefur hækkað hratt og flökt minna en hlutabréf síðustu tíu ár,“ segir Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur HMS. Jónas spáir sömu þróun áfram. „Íbúðaverð hefur haldið áfram að stíga umfram verðlag þannig að við erum að sjá raunverðshækkanir. Það skýrist af því að eftirspurnin er töluverð á íbúðamarkaði. Hins vegar eru verðhækkanirnar ekki eins miklar og við sáum á síðasta ári þar sem það er mjög mikið af íbúðum á sölu og sölutíminn er nokkuð langur þessa stundina,“ segir hann. HMS telur að til að uppfylla íbúðaþörf þurfi að byggja 4000 íbúðir árlega næstu áratugi. Samkvæmt talningu séu þær hins vegar aðeins þrjú þúsund í ár. Jónas segir því útlit fyrir að íbúðir haldi áfram að vera vænleg fjárfesting. „Það má gera ráð fyrir að íbúðir verði álitlegur fjárfestingarkostur svo lengi sem íbúðaverð hækkar svona hratt umfram almenna verðþróun,“ segir Jónas Atli Gunnarsson.
Fasteignamarkaður Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira