Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2025 06:26 Almenningur leitar í meiri mæli til lífeyrissjóða til að fá lán. Vísir/Anton Brink Nýjar íbúðir seljast verr en gamlar íbúðir vegna þess að nýjar íbúðir eru á þrengra stærðarbili. Tvöfalda þyrfti magn smærri íbúða á fasteignamarkaði til að anna eftirspurn. Meiri verðhækkun og minni sveiflur á fasteignamarkaði en á markaði innlendra hlutabréfa er til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði á Íslandi samkvæmt HMS. Þetta, og meira, kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS. Þar segir að fasteignamarkaðurinn hafi verið virkur á síðustu vikum og mánuðum, þar sem íbúðum á sölu og kaupsamningum hafi fjölgað. Fleiri íbúðir hafi einnig verið teknar úr sölu. Það bendi til þess að umsvif muni haldast mikil á næstu vikum. Þar kemur einnig fram að nýjar íbúðir seljist bæði hægar og verr en aðrar íbúðir. Þær séu flestar á þröngu stærðarbili sem sé ekki í samræmi við eftirspurn síðustu ára. Líkt og myndin að neðan sýnir eru nýjar íbúðir á sölu á mun þrengra stærðarbili heldur en seldar íbúðir, þar sem flestar nýjar íbúðir eru 80 til 140 fermetrar að stærð. Á myndinni má sjá stærðardreifingu fjölbýlisíbúða á sölu á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við stærðardreifingu seldra íbúða í fjölbýli frá árinu 2020.HMS Samkvæmt greiningu HMS eru aðeins fimmtán prósent nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir 80 fermetrum að stærð, þrátt fyrir að 32 prósent fjölbýlisíbúða sem hafa verið seldar á höfuðborgarsvæðinu séu á því stærðarbili. Hlutdeild smærri íbúða af nýjum íbúðum á sölu þyrfti því að rúmlega tvöfaldast til þess að vera í samræmi við eftirspurn síðustu ára. Íbúðir betri fjárfestingarkostur en hlutabréf Í skýrslunni kemur einnig fram að íbúðir hafi verið betri fjárfestingarkostur en innlend hlutabréf, þar sem þær hafa hækkað meira í verði og sveiflast minna en úrvalsvísitala Kauphallarinnar. Verðsveiflurnar má mæla , samkvæmt skýrslunni, með staðalfráviki í 12 mánaða ávöxtun á milli mánaða, en það var 20 prósent fyrir úrvalsvísitöluna og einungis 7 prósent fyrir íbúðaverð. Verðsveiflurnar voru því tæplega þrefalt meiri á hlutabréfamarkaðnum heldur en á íbúðamarkaðnum á tímabilinu. HMS telur þetta vera til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði hérlendis. Myndin er úr skýrslu HMS og sýnir vísitölu íbúðaverðs og hlutabréfaverðs. HMS Í skýrslunni kemur fram að frá árinu 1982 hafi raunverð íbúða að meðaltali hækkað um 3,3 prósent á ári. Þrír stærstu viðskiptabankarnir spá 1,3 til 3,3 prósenta árlegri raunverðshækkun íbúða á tímabilinu 2025-2027. Kaupendahópur ekki eins háður lántöku Í skýrslunni er einnig fjallað um stöðuna á leigumarkaði, lánamarkaði og byggingamarkaði. Á leigumarkaði hefur nýskráðum leigusamningum fjölgað á fyrsta ársfjórðungi, ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Leigusalar í flestum nýskráðum leigusamningum eru einstaklingar og hagnaðardrifin leigufélög, en vægi félagslegra og óhagnaðardrifinna leiguíbúða er lítið í Reykjanesbæ, Garðabæ og Kópavogi samkvæm skýrslunni. Þá kemur fram að á lánamarkaði hafi umfang nýrra íbúðalána ekki aukist í takt við fjölgun kaupsamninga. Það þykir benda til þess að kaupendahópurinn sé ekki eins háður lántöku við fjármögnun á fasteignakaupum og áður. Hrein ný lántaka var því töluverð hjá lífeyrissjóðunum samkvæmt skýrslunni, vegna ásóknar í verðtryggð lán. Hún var aftur á móti mjög lítil hjá bönkunum, þar sem álíka mikið var greitt upp af óverðtryggðum lánum og tekið var að láni í nýjum hreinum verðtryggðum lánum. Bestu vaxtakjörin á verðtryggðum lánum þessa stundina, samkvæmt skýrslunni, er að finna hjá lífeyrissjóðunum. Breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum hjá stærstu þremur bönkunum eru á bilinu 4 til 7 prósent á meðan slíkir vextir hjá lífeyrissjóðum eru á bilinu 3 til 6 prósent. Lægstu breytilegu óverðtryggðir vextir á íbúðalánum eru hins vegar í kringum 8 prósent hjá bæði lífeyrissjóðum og bönkum. Mikið af lausum störfum á byggingamarkaði Á sama tíma hefur hægt á vexti byggingargeirans. Álíka margir starfa í geiranum og á sama tíma í fyrra, auk þess sem hlutdeild hans á vinnumarkaði helst óbreytt á milli ára. Þó eru enn fleiri nýskráningar en gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, auk þess sem mikið er af lausum störfum í geiranum. Að lokum kemur fram að íbúðum á fyrri framvindustigum íbúðauppbyggingar hafi fækkað talsvert á höfuðborgarsvæðinu. Það séu þó vísbendingar um að uppbyggingartími íbúða hafi styst á síðustu misserum og er því meiri óvissa bundin spám HMS um fullbúnar íbúðir til ársins 2027. Fréttin hefur verið leiðrétt. Í inngangi var talað um meiri verðsveiflur en það átti að vera meiri verðhækkun og minni sveiflur. Leiðrétt klukkan 10:19 þann 23.4.2025. Húsnæðismál Byggingariðnaður Leigumarkaður Fasteignamarkaður Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Þetta, og meira, kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS. Þar segir að fasteignamarkaðurinn hafi verið virkur á síðustu vikum og mánuðum, þar sem íbúðum á sölu og kaupsamningum hafi fjölgað. Fleiri íbúðir hafi einnig verið teknar úr sölu. Það bendi til þess að umsvif muni haldast mikil á næstu vikum. Þar kemur einnig fram að nýjar íbúðir seljist bæði hægar og verr en aðrar íbúðir. Þær séu flestar á þröngu stærðarbili sem sé ekki í samræmi við eftirspurn síðustu ára. Líkt og myndin að neðan sýnir eru nýjar íbúðir á sölu á mun þrengra stærðarbili heldur en seldar íbúðir, þar sem flestar nýjar íbúðir eru 80 til 140 fermetrar að stærð. Á myndinni má sjá stærðardreifingu fjölbýlisíbúða á sölu á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við stærðardreifingu seldra íbúða í fjölbýli frá árinu 2020.HMS Samkvæmt greiningu HMS eru aðeins fimmtán prósent nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir 80 fermetrum að stærð, þrátt fyrir að 32 prósent fjölbýlisíbúða sem hafa verið seldar á höfuðborgarsvæðinu séu á því stærðarbili. Hlutdeild smærri íbúða af nýjum íbúðum á sölu þyrfti því að rúmlega tvöfaldast til þess að vera í samræmi við eftirspurn síðustu ára. Íbúðir betri fjárfestingarkostur en hlutabréf Í skýrslunni kemur einnig fram að íbúðir hafi verið betri fjárfestingarkostur en innlend hlutabréf, þar sem þær hafa hækkað meira í verði og sveiflast minna en úrvalsvísitala Kauphallarinnar. Verðsveiflurnar má mæla , samkvæmt skýrslunni, með staðalfráviki í 12 mánaða ávöxtun á milli mánaða, en það var 20 prósent fyrir úrvalsvísitöluna og einungis 7 prósent fyrir íbúðaverð. Verðsveiflurnar voru því tæplega þrefalt meiri á hlutabréfamarkaðnum heldur en á íbúðamarkaðnum á tímabilinu. HMS telur þetta vera til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði hérlendis. Myndin er úr skýrslu HMS og sýnir vísitölu íbúðaverðs og hlutabréfaverðs. HMS Í skýrslunni kemur fram að frá árinu 1982 hafi raunverð íbúða að meðaltali hækkað um 3,3 prósent á ári. Þrír stærstu viðskiptabankarnir spá 1,3 til 3,3 prósenta árlegri raunverðshækkun íbúða á tímabilinu 2025-2027. Kaupendahópur ekki eins háður lántöku Í skýrslunni er einnig fjallað um stöðuna á leigumarkaði, lánamarkaði og byggingamarkaði. Á leigumarkaði hefur nýskráðum leigusamningum fjölgað á fyrsta ársfjórðungi, ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Leigusalar í flestum nýskráðum leigusamningum eru einstaklingar og hagnaðardrifin leigufélög, en vægi félagslegra og óhagnaðardrifinna leiguíbúða er lítið í Reykjanesbæ, Garðabæ og Kópavogi samkvæm skýrslunni. Þá kemur fram að á lánamarkaði hafi umfang nýrra íbúðalána ekki aukist í takt við fjölgun kaupsamninga. Það þykir benda til þess að kaupendahópurinn sé ekki eins háður lántöku við fjármögnun á fasteignakaupum og áður. Hrein ný lántaka var því töluverð hjá lífeyrissjóðunum samkvæmt skýrslunni, vegna ásóknar í verðtryggð lán. Hún var aftur á móti mjög lítil hjá bönkunum, þar sem álíka mikið var greitt upp af óverðtryggðum lánum og tekið var að láni í nýjum hreinum verðtryggðum lánum. Bestu vaxtakjörin á verðtryggðum lánum þessa stundina, samkvæmt skýrslunni, er að finna hjá lífeyrissjóðunum. Breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum hjá stærstu þremur bönkunum eru á bilinu 4 til 7 prósent á meðan slíkir vextir hjá lífeyrissjóðum eru á bilinu 3 til 6 prósent. Lægstu breytilegu óverðtryggðir vextir á íbúðalánum eru hins vegar í kringum 8 prósent hjá bæði lífeyrissjóðum og bönkum. Mikið af lausum störfum á byggingamarkaði Á sama tíma hefur hægt á vexti byggingargeirans. Álíka margir starfa í geiranum og á sama tíma í fyrra, auk þess sem hlutdeild hans á vinnumarkaði helst óbreytt á milli ára. Þó eru enn fleiri nýskráningar en gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, auk þess sem mikið er af lausum störfum í geiranum. Að lokum kemur fram að íbúðum á fyrri framvindustigum íbúðauppbyggingar hafi fækkað talsvert á höfuðborgarsvæðinu. Það séu þó vísbendingar um að uppbyggingartími íbúða hafi styst á síðustu misserum og er því meiri óvissa bundin spám HMS um fullbúnar íbúðir til ársins 2027. Fréttin hefur verið leiðrétt. Í inngangi var talað um meiri verðsveiflur en það átti að vera meiri verðhækkun og minni sveiflur. Leiðrétt klukkan 10:19 þann 23.4.2025.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Leigumarkaður Fasteignamarkaður Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira