Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2025 17:22 Fyrirtækið rekur fjórar verksmiðjur. Samsett Sjötíu manns var sagt upp hjá Kömbum í gær og starfsfólki þess tilkynnt að fyrirtækið væri á leið í gjaldþrot. Laun voru ekki greidd út um síðustu mánaðamót. RÚV greinir frá þessu. Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur á Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga Svalahandrið hafa verið rekin undir hatti félagsins eftir að fyrirtækin runnu saman árið 2022. Allar verksmiðjurnar eiga sér langa sögu og hafa verið starfandi í á bilinu 43 til 64 ár. Karl Wernersson er stofnandi Kamba og er félagið skráð í eigu sonar hans Jóns Hilmars Karlssonar. Jón staðfestir í samtali við fréttastofu að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Hann segir það á ábyrgð þrotabússtjóra að ákveða hvort starfsfólk haldi störfum sínum. Jón vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og beindi fyrirspurnum til Karls sem hafi farið með framkvæmdastjórn félagsins. Karl gaf ekki kost á viðtali þegar eftir því var leitað. Kambar byggingavörur ehf. veltu tæplega 1,5 milljarði króna árið 2023 og 2,2 milljörðum árið 2022, samkvæmt birtum ársreikningi. Á sama tíma tapaði félagið 57 milljónum króna árið 2023 og 39,8 milljónum króna árið áður. Bjartsýnn á að einhver haldi rekstrinum áfram Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra þar sem Samverk rekur glerverksmiðju sína segir þetta leiðinlegar fregnir en hann hafi trú á því að annar aðili muni taka yfir reksturinn og halda honum áfram. Samverk hafi verið með rekstur á Hellu í áratugi og um sé að ræða einstaka verksmiðju á landsvísu. Þá sé um að ræða mikilvægan vinnustað í sveitarfélaginu. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, er bjartsýnn á framhaldið.Vísir/Magnús Hlynur Haft var eftir Kristjáni Geir Gunnarssyni, þáverandi framkvæmdastjóra félagsins, árið 2022 að með sameiningu fyrirtækjanna fjögurra myndaðist slagkraftur til að keppa við innflutning á byggingavörum sem félögin framleiddu hérlendis. Samanlögð velta fyrirtækjanna var metin á 2,5 milljarða króna við sameininguna. Fréttin hefur verið uppfærð. Byggingariðnaður Vinnumarkaður Rangárþing ytra Árborg Akureyri Tengdar fréttir Fjögur iðnfyrirtæki sameinast undir nafni Kamba Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga hafa nú sameinast undir einu nafninu Kambar. 24. mars 2022 09:54 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
RÚV greinir frá þessu. Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur á Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga Svalahandrið hafa verið rekin undir hatti félagsins eftir að fyrirtækin runnu saman árið 2022. Allar verksmiðjurnar eiga sér langa sögu og hafa verið starfandi í á bilinu 43 til 64 ár. Karl Wernersson er stofnandi Kamba og er félagið skráð í eigu sonar hans Jóns Hilmars Karlssonar. Jón staðfestir í samtali við fréttastofu að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Hann segir það á ábyrgð þrotabússtjóra að ákveða hvort starfsfólk haldi störfum sínum. Jón vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og beindi fyrirspurnum til Karls sem hafi farið með framkvæmdastjórn félagsins. Karl gaf ekki kost á viðtali þegar eftir því var leitað. Kambar byggingavörur ehf. veltu tæplega 1,5 milljarði króna árið 2023 og 2,2 milljörðum árið 2022, samkvæmt birtum ársreikningi. Á sama tíma tapaði félagið 57 milljónum króna árið 2023 og 39,8 milljónum króna árið áður. Bjartsýnn á að einhver haldi rekstrinum áfram Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra þar sem Samverk rekur glerverksmiðju sína segir þetta leiðinlegar fregnir en hann hafi trú á því að annar aðili muni taka yfir reksturinn og halda honum áfram. Samverk hafi verið með rekstur á Hellu í áratugi og um sé að ræða einstaka verksmiðju á landsvísu. Þá sé um að ræða mikilvægan vinnustað í sveitarfélaginu. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, er bjartsýnn á framhaldið.Vísir/Magnús Hlynur Haft var eftir Kristjáni Geir Gunnarssyni, þáverandi framkvæmdastjóra félagsins, árið 2022 að með sameiningu fyrirtækjanna fjögurra myndaðist slagkraftur til að keppa við innflutning á byggingavörum sem félögin framleiddu hérlendis. Samanlögð velta fyrirtækjanna var metin á 2,5 milljarða króna við sameininguna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Byggingariðnaður Vinnumarkaður Rangárþing ytra Árborg Akureyri Tengdar fréttir Fjögur iðnfyrirtæki sameinast undir nafni Kamba Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga hafa nú sameinast undir einu nafninu Kambar. 24. mars 2022 09:54 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Fjögur iðnfyrirtæki sameinast undir nafni Kamba Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga hafa nú sameinast undir einu nafninu Kambar. 24. mars 2022 09:54