Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. apríl 2025 11:26 Katrín Jakobsdóttir gegndi embætti forsætisráðherra í sjö ár. Vísir/Vilhelm „Þetta var ekki ár vonbrigða heldur ár endurfæðinga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, í viðtali í Sprengisandi. Hún baðst lausnar sem forsætisráðherra ríkisstjórnar sinnar í apríl á síðasta ári og bauð sig síðan fram til forseta Íslands. Katrín hlaut ekki kjör og tók að sér í staðinn alls kyns störf, til að mynda setu í Hringborði norðurslóða. „Mikilvægt er að vinna úr því en það er mikilvægt að leggja það að baki. En það eru forréttindi að fá að fara í gegnum það á þessum aldri,“ segir Katrín sem tók þátt í stjórnmálastarfi í um tuttugu ár. „Ég neita því ekki að ég upplifði mikla sorg eftir úrslit kosninganna og ég upplifði hægri sveiflu.“ Flokkur Katrínar, Vinstri græn, hlaut ekki kjör í Alþingiskosningunum í lok árs 2024. Katrín sat í svokölluðu heiðurssæti á framboðslista. „Síðan er það þannig að ríkisstjórnarflokkarnir allir riðu ekki feitum hestum í þessum kosningum,“ segir hún. Flokkarnir í ríkisstjórn Katrínar, Vinstri græn, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Allir flokkarnir misstu fylgi í kosningunum. Framsóknarflokkurinn fékk fimm kjörna fulltrúa og misstu því átta þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut fjórtán kjörna fulltrúa, tveimur færri en þeir hlutu í kosningunum 2021. Líkt og áður kom fram misstu Vinstri grænir alla þingmenn sína sem voru áður átta. Ríkisstjórn sem upplifði fordæmalausa tíma „Þessi ríkisstjórn sat í hartnær sjö ár og hún fékk stærri verkefni en flestir aðrir,“ segir Katrín. Í þau sjö ár sem ríkisstjórnin starfaði kom upp til að mynda heimsfaraldur, tíð eldgos á Reykjanesskaganum og stríð í Evrópu. Katrín lýsir öllum þeim vendingum sem áttu sér stað á tíma ríkisstjórnarinnar sem erfiðum áskorunum. „Þegar maður fer yfir þetta, þetta eru eiginlega fordæmalausir tímar,“ segir Katrín. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír voru náðu þvert yfir pólitíska litrófið og segir Katrín það hafa reynt á samstarfið. „Þetta voru ólíkir flokkar, það var líka vandmeðfarið frá upphafi að halda því saman. Tali ég nú ekki um þegar maður fær svona holskeflur yfir sig en í raun var verið að skila miklum árangri alveg frá síðasta dag,“ segir hún. „Það var vissulega oft togstreita í ríkisstjórnarsamstarfinu en ég meina það held ég hafi engum dulist. Það breytir því ekki að það var verið að skila árangri alveg fram á lokatímann.“ Ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttur hóf samstarfið sitt eftir Alþingiskosningarnar árið 2017 og hlaut aftur kjör árið 2021. „Að einhverju leiti héldu þær okkur saman þessar kosningar 2021 og ég átti ekki endilega von á því að ríkisstjórnin myndi halda sinni stöðu í þeim kosningum. Satt að segja átti ég ekki von á því og vafalaust er það vegna heimsfaraldurs,“ segir hún. Tilburðir stórra ríkja áhyggjuefni fyrir Ísland Katrín starfar meðal annars sem sérlegur sendifulltrúi Hringborðs norðurslóða en hópurinn var stofnaður meðal annars af Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrum forseta Íslands. „Aldrei hafi verið mikilvægara að eiga samtal um málefni norðurslóða. Þar sem við erum að sjá áhrif loftslagsáhrifa birtast með enn meiri hraða og enn dýpri afleiðingum en víða annars staðar í heiminum þar sem ísinn er að bráðna á ógnarhraða,“ segir hún. Katrín segir nýjustu vendingar á alþjóðavettvangi vera áhyggjuefni fyrir Íslendinga. Hún tekur sem dæmi innrás Rússa í Úkraínu og hótanir Bandaríkjanna um að taka yfir Grænland, sem er í eigu Dana. „Bara í okkar næsta nágrenni erum við að sjá þessar sviptingar og þessar straumar. Fyrir Ísland, við byggjum tilveru okkar á því að reglur alþjóðalaga séu virtar,“ segir hún. „Þegar við horfum upp á þessa tilburði stóru ríkjanna ætti það að vera og er risa áhyggjuefni fyrir Ísland.“ Hún leggur mikla áherslu á að Ísland þurfi að eiga í virku samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir. „Ég lít ekki svo á að lausnin fyrir Ísland sé að vera hluti af Evrópusambandinu. Við erum hins vegar Evrópuþjóð og eigum að rækta það samstarf.“ Hér var einungis stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hringborð norðurslóða Sprengisandur Vinstri græn Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Hún baðst lausnar sem forsætisráðherra ríkisstjórnar sinnar í apríl á síðasta ári og bauð sig síðan fram til forseta Íslands. Katrín hlaut ekki kjör og tók að sér í staðinn alls kyns störf, til að mynda setu í Hringborði norðurslóða. „Mikilvægt er að vinna úr því en það er mikilvægt að leggja það að baki. En það eru forréttindi að fá að fara í gegnum það á þessum aldri,“ segir Katrín sem tók þátt í stjórnmálastarfi í um tuttugu ár. „Ég neita því ekki að ég upplifði mikla sorg eftir úrslit kosninganna og ég upplifði hægri sveiflu.“ Flokkur Katrínar, Vinstri græn, hlaut ekki kjör í Alþingiskosningunum í lok árs 2024. Katrín sat í svokölluðu heiðurssæti á framboðslista. „Síðan er það þannig að ríkisstjórnarflokkarnir allir riðu ekki feitum hestum í þessum kosningum,“ segir hún. Flokkarnir í ríkisstjórn Katrínar, Vinstri græn, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Allir flokkarnir misstu fylgi í kosningunum. Framsóknarflokkurinn fékk fimm kjörna fulltrúa og misstu því átta þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut fjórtán kjörna fulltrúa, tveimur færri en þeir hlutu í kosningunum 2021. Líkt og áður kom fram misstu Vinstri grænir alla þingmenn sína sem voru áður átta. Ríkisstjórn sem upplifði fordæmalausa tíma „Þessi ríkisstjórn sat í hartnær sjö ár og hún fékk stærri verkefni en flestir aðrir,“ segir Katrín. Í þau sjö ár sem ríkisstjórnin starfaði kom upp til að mynda heimsfaraldur, tíð eldgos á Reykjanesskaganum og stríð í Evrópu. Katrín lýsir öllum þeim vendingum sem áttu sér stað á tíma ríkisstjórnarinnar sem erfiðum áskorunum. „Þegar maður fer yfir þetta, þetta eru eiginlega fordæmalausir tímar,“ segir Katrín. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír voru náðu þvert yfir pólitíska litrófið og segir Katrín það hafa reynt á samstarfið. „Þetta voru ólíkir flokkar, það var líka vandmeðfarið frá upphafi að halda því saman. Tali ég nú ekki um þegar maður fær svona holskeflur yfir sig en í raun var verið að skila miklum árangri alveg frá síðasta dag,“ segir hún. „Það var vissulega oft togstreita í ríkisstjórnarsamstarfinu en ég meina það held ég hafi engum dulist. Það breytir því ekki að það var verið að skila árangri alveg fram á lokatímann.“ Ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttur hóf samstarfið sitt eftir Alþingiskosningarnar árið 2017 og hlaut aftur kjör árið 2021. „Að einhverju leiti héldu þær okkur saman þessar kosningar 2021 og ég átti ekki endilega von á því að ríkisstjórnin myndi halda sinni stöðu í þeim kosningum. Satt að segja átti ég ekki von á því og vafalaust er það vegna heimsfaraldurs,“ segir hún. Tilburðir stórra ríkja áhyggjuefni fyrir Ísland Katrín starfar meðal annars sem sérlegur sendifulltrúi Hringborðs norðurslóða en hópurinn var stofnaður meðal annars af Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrum forseta Íslands. „Aldrei hafi verið mikilvægara að eiga samtal um málefni norðurslóða. Þar sem við erum að sjá áhrif loftslagsáhrifa birtast með enn meiri hraða og enn dýpri afleiðingum en víða annars staðar í heiminum þar sem ísinn er að bráðna á ógnarhraða,“ segir hún. Katrín segir nýjustu vendingar á alþjóðavettvangi vera áhyggjuefni fyrir Íslendinga. Hún tekur sem dæmi innrás Rússa í Úkraínu og hótanir Bandaríkjanna um að taka yfir Grænland, sem er í eigu Dana. „Bara í okkar næsta nágrenni erum við að sjá þessar sviptingar og þessar straumar. Fyrir Ísland, við byggjum tilveru okkar á því að reglur alþjóðalaga séu virtar,“ segir hún. „Þegar við horfum upp á þessa tilburði stóru ríkjanna ætti það að vera og er risa áhyggjuefni fyrir Ísland.“ Hún leggur mikla áherslu á að Ísland þurfi að eiga í virku samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir. „Ég lít ekki svo á að lausnin fyrir Ísland sé að vera hluti af Evrópusambandinu. Við erum hins vegar Evrópuþjóð og eigum að rækta það samstarf.“ Hér var einungis stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hringborð norðurslóða Sprengisandur Vinstri græn Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent