Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2025 11:19 Bergsveinn og Elísabet eru nýir markaðsstjórar Ölgerðarinnar. Ölgerðin Elísabet Austmann og Bergsveinn Guðmundsson hafa tekið við nýjum stöðum markaðsstjóra hjá Ölgerðinni. Elísabet hefur tekið við stöðu markaðsstjóra óáfengra drykkja og Bergsveinn markaðsstjóra áfengra drykkja. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Elísabet komi til Ölgerðarinnar frá Högum, þar sem hún hafi starfað sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála. Hún hafi áratugareynslu af bæði markaðsmálum og vörumerkjastjórnun á innlendum og erlendum mörkuðum. Hún hafi meðal annars starfað sem sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Bioeffect, þar sem hún hafi leitt markaðsstarf og vörumerkjauppbyggingu húðvörumerkisins á hérlendis og erlendis. Elísabet hafi áður starfað hjá Marel á Íslandi og í Danmörku, Glitni og þar áður hjá Ölgerðinni. Hún sé menntaður alþjóðamarkaðsfræðingur með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. „Það er frábært að vera aftur komin til Ölgerðarinnar, þar sem ég tók mín fyrstu skref í markaðsmálum. Að vera hluti af kraftmiklu teymi með ástríðu og metnað fyrir bæði eigin og innfluttum vörumerkjum á íslenskum markaði er gríðarlega spennandi og það er einstaklega gaman að vera komin aftur,“ er haft eftir Elísabetu. Þekkir vel til áfengu drykkjanna Bergsveinn hafi starfað síðastliðin sex ár sem vörumerkjastjóri áfengra drykkja en hann hafi komið til Ölgerðarinnar frá Íslandsbanka, þar sem hann hafi gengt stöðu sérfræðings í markaðsmálum. Hann sé með meistaragráðu í alþjóðlegum markaðsmálum og stjórnun frá Copenhagen Business School. Að auki sé hann Hafnfirðingur og eldheitur golfáhugamaður. „Ég er mjög spenntur fyrir þessari áskorun og hlakka til að leggja mitt af mörkum í þeirri vegferð sem Ölgerðin er á. Það er virkilega gefandi að starfa með öllu þessu faglega og skapandi markaðsfólki sem brennur fyrir árangri á hörðum samkeppnismarkaði,“ er haft eftir Bergsveini. Skerpa sóknina „Það er mikill fengur í að fá þetta afreksfólk í markaðsstýringu í þessi störf. Bergsveinn hefur verð lykilmaður í gjöfulli vegferð margra okkar sterkustu vörumerkja síðustu ár, þá sérstaklega bjórvörumerkja á borð við Gull Lite og Bola, sem skarað hafa framúr í árangri. Þá erum við ákaflega glöð að Elísabet hafi loksins snúið „heim“ til Ölgerðarinnar. Með þessum ráðningum skerpum við sókn okkar enn frekar og leggjum grunn að frekari vexti til framtíðar. Ölgerðin hefur í gegnum tíðina lagt mikinn metnað í markaðsmál og þau Elísabet og Bergsveinn styrkja enn frekar þá fagmennsku sem einkennt hefur Ölgerðina,“ er haft eftir Óla Rúnari Jónssyni, framkvæmdastjóra markaðssviðs Ölgerðarinnar. Ölgerðin Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Elísabet komi til Ölgerðarinnar frá Högum, þar sem hún hafi starfað sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála. Hún hafi áratugareynslu af bæði markaðsmálum og vörumerkjastjórnun á innlendum og erlendum mörkuðum. Hún hafi meðal annars starfað sem sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Bioeffect, þar sem hún hafi leitt markaðsstarf og vörumerkjauppbyggingu húðvörumerkisins á hérlendis og erlendis. Elísabet hafi áður starfað hjá Marel á Íslandi og í Danmörku, Glitni og þar áður hjá Ölgerðinni. Hún sé menntaður alþjóðamarkaðsfræðingur með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. „Það er frábært að vera aftur komin til Ölgerðarinnar, þar sem ég tók mín fyrstu skref í markaðsmálum. Að vera hluti af kraftmiklu teymi með ástríðu og metnað fyrir bæði eigin og innfluttum vörumerkjum á íslenskum markaði er gríðarlega spennandi og það er einstaklega gaman að vera komin aftur,“ er haft eftir Elísabetu. Þekkir vel til áfengu drykkjanna Bergsveinn hafi starfað síðastliðin sex ár sem vörumerkjastjóri áfengra drykkja en hann hafi komið til Ölgerðarinnar frá Íslandsbanka, þar sem hann hafi gengt stöðu sérfræðings í markaðsmálum. Hann sé með meistaragráðu í alþjóðlegum markaðsmálum og stjórnun frá Copenhagen Business School. Að auki sé hann Hafnfirðingur og eldheitur golfáhugamaður. „Ég er mjög spenntur fyrir þessari áskorun og hlakka til að leggja mitt af mörkum í þeirri vegferð sem Ölgerðin er á. Það er virkilega gefandi að starfa með öllu þessu faglega og skapandi markaðsfólki sem brennur fyrir árangri á hörðum samkeppnismarkaði,“ er haft eftir Bergsveini. Skerpa sóknina „Það er mikill fengur í að fá þetta afreksfólk í markaðsstýringu í þessi störf. Bergsveinn hefur verð lykilmaður í gjöfulli vegferð margra okkar sterkustu vörumerkja síðustu ár, þá sérstaklega bjórvörumerkja á borð við Gull Lite og Bola, sem skarað hafa framúr í árangri. Þá erum við ákaflega glöð að Elísabet hafi loksins snúið „heim“ til Ölgerðarinnar. Með þessum ráðningum skerpum við sókn okkar enn frekar og leggjum grunn að frekari vexti til framtíðar. Ölgerðin hefur í gegnum tíðina lagt mikinn metnað í markaðsmál og þau Elísabet og Bergsveinn styrkja enn frekar þá fagmennsku sem einkennt hefur Ölgerðina,“ er haft eftir Óla Rúnari Jónssyni, framkvæmdastjóra markaðssviðs Ölgerðarinnar.
Ölgerðin Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira