„Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. apríl 2025 22:29 Hörður Axel og félagar í Álftanesi eru komnir í undanúrslit í fyrsta sinn Vísir/Hulda Margrét Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Álftaness, var mættur í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni strax eftir sigurinn gegn Njarðvík í kvöld en Álftnesingar tryggðu sig í undanúrslit í fyrsta sinn með 104-89 sigri. Fyrsta spurningin var að sjálfsögðu um þýðingu þessa sigurs fyrir Álftanes og þá tilfinningu að vera að skrifa söguna með liðinu. „Bara mjög stórt! Mjög gaman og gaman að vera partur af þessari uppbyggingu sem er að eiga sér stað hérna. Alltaf fleira og fleira fólk sem er að mæta á leiki. Bara æðislegt og líka án David, þetta er mjög sterkur sigur.“ Njarðvíkingar unnu aðeins einn leik í seríunni sem var síðasti leikur en Hörður sagði að hann hefði ekki setið í Álftnesingum á nokkurn hátt. „Við vissum alveg að leikurinn í Njarðvík var ekki að endurspegla neitt. Þeir bara gripu augnablikið og spiluðu bara ótrúlega vel í þeim leik. Við kannski ekki jafn vel. Hver leikur hefur sitt líf og við „vissum alveg að við værum í góðum málum.“ Vörn heimamanna í fyrri hálfleik var frábær og þvingaði Njarðvíkinga til að tapa tíu boltum. „Það er það sem við viljum standa fyrir, varnarleikurinn okkar. Sóknarlega erum við með nóg af vopnum. Það er alltaf einhver sem stígur upp. Það er bara varnarlega sem við þurfum að standa okkar plikt.“ Hörður gat ekki klárað leikinn með félögum sínum eftir að hann fékk sína fimmtu villu undir lokin og viðurkenndi fúslega að það hafi verið erfitt að sitja á bekknum síðustu mínúturnar. „Það var mjög óþægilegt. En á sama tíma þá treysti ég öllum í þessu lið. Dúi kom inn, stýrði mjög vel, gerði rosalega vel og setti mikilvægar körfur og stýrði liðinu. Ég er mjög stoltur af honum ásamt restina af liðinu.“ Álftanes mætir Tindastóli í næstu umferð en þær fréttir komu Herði í opna sköldu. „Já, það er svoleiðis? Ég bara vissi það ekki. Nú ætlum við bara aðeins að fá að anda okkur í gegnum þessa seríu og byrjum strax að hugsa greinilega um Tindastól. Stjarnan vann ÍR sem sagt? Þá förum við að hugsa um Tindastól á morgun.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira
Fyrsta spurningin var að sjálfsögðu um þýðingu þessa sigurs fyrir Álftanes og þá tilfinningu að vera að skrifa söguna með liðinu. „Bara mjög stórt! Mjög gaman og gaman að vera partur af þessari uppbyggingu sem er að eiga sér stað hérna. Alltaf fleira og fleira fólk sem er að mæta á leiki. Bara æðislegt og líka án David, þetta er mjög sterkur sigur.“ Njarðvíkingar unnu aðeins einn leik í seríunni sem var síðasti leikur en Hörður sagði að hann hefði ekki setið í Álftnesingum á nokkurn hátt. „Við vissum alveg að leikurinn í Njarðvík var ekki að endurspegla neitt. Þeir bara gripu augnablikið og spiluðu bara ótrúlega vel í þeim leik. Við kannski ekki jafn vel. Hver leikur hefur sitt líf og við „vissum alveg að við værum í góðum málum.“ Vörn heimamanna í fyrri hálfleik var frábær og þvingaði Njarðvíkinga til að tapa tíu boltum. „Það er það sem við viljum standa fyrir, varnarleikurinn okkar. Sóknarlega erum við með nóg af vopnum. Það er alltaf einhver sem stígur upp. Það er bara varnarlega sem við þurfum að standa okkar plikt.“ Hörður gat ekki klárað leikinn með félögum sínum eftir að hann fékk sína fimmtu villu undir lokin og viðurkenndi fúslega að það hafi verið erfitt að sitja á bekknum síðustu mínúturnar. „Það var mjög óþægilegt. En á sama tíma þá treysti ég öllum í þessu lið. Dúi kom inn, stýrði mjög vel, gerði rosalega vel og setti mikilvægar körfur og stýrði liðinu. Ég er mjög stoltur af honum ásamt restina af liðinu.“ Álftanes mætir Tindastóli í næstu umferð en þær fréttir komu Herði í opna sköldu. „Já, það er svoleiðis? Ég bara vissi það ekki. Nú ætlum við bara aðeins að fá að anda okkur í gegnum þessa seríu og byrjum strax að hugsa greinilega um Tindastól. Stjarnan vann ÍR sem sagt? Þá förum við að hugsa um Tindastól á morgun.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira