Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. apríl 2025 20:30 Benedikt Gíslason bankastjóri Arionbanki Skattar, gjöld og tekjur ríkisins af íslenskum bönkum námu rúmum sautján hundruð milljörðum á síðustu fimmtán árum. Það samsvarar kostnaði við um átta nýja Landspítala. Formaður samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu telur tilefni til að létta á álögum ríkisins, sem að miklu leyti lendi á almenningi. Árið 2010 voru settir á sértækir bankaskattar sem meðal annars höfðu það að markmiði að endurheimta þann kostnað sem féll á ríkið í hruninu 2008. Samkvæmt nýlegri samantekt Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu sem kynnt var í vikunni hefur ríkinu þegar tekist að endurheimta þann kostnað og gott betur. „Í rauninni eru bara sértækir skattar, frá því að ríkið endurheimti allan þennan kostnað 2016 tæplega 200 milljarðar, 190 milljarðar. Fyrir utan auðvitað stórt skattspor þessa geira, hann er með nokkur þúsund starfsmenn í vinnu og er að borga tekjuskatta af sinni starfsemi,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka og formaður SFF. Þá nema heildartekjur ríkisins af hlut hins opinbera í bönkum, og sérstakir og almennir bankaskattar frá 2010, ríflega sautján hundruð milljörðum samkvæmt samantekt SFF sem byggir á ýmsum gögnum. Það er nemur rúmlega fjárlögum ríkisins allt þetta ár, eða sem jafngildir kostnaði við átta nýja Landspítala. „Við viljum benda á að það er kannski tækifæri til að fara að létta á þessum álögum því að einhver borgar þessa skatta. Annað hvort eru það hlutahafarnir eða viðskiptavinir og okkur sýnist að báðir aðilar séu að borga þessa skatta. Og þá má ekki gleyma því að hluthafarnir eru að þremur fjórðu hlutum til almenningur í landinu,“ segir Benedikt. Þá bendir Benedikt á að mikið fjármagn sé bundið í íslensku bönkunum í erlendum samanburði. „Bara þrír kerfislega mikilvægu bankarnir eru með 760 milljarða af eigið fé bundið í sína starfsemi. Sem er annað Íslandsálag, það er töluvert meira eigið fé bundið í þessari starfsemi á Íslandi heldur en í nágrannalöndunum.“ Fjármálafyrirtæki Skattar og tollar Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Árið 2010 voru settir á sértækir bankaskattar sem meðal annars höfðu það að markmiði að endurheimta þann kostnað sem féll á ríkið í hruninu 2008. Samkvæmt nýlegri samantekt Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu sem kynnt var í vikunni hefur ríkinu þegar tekist að endurheimta þann kostnað og gott betur. „Í rauninni eru bara sértækir skattar, frá því að ríkið endurheimti allan þennan kostnað 2016 tæplega 200 milljarðar, 190 milljarðar. Fyrir utan auðvitað stórt skattspor þessa geira, hann er með nokkur þúsund starfsmenn í vinnu og er að borga tekjuskatta af sinni starfsemi,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka og formaður SFF. Þá nema heildartekjur ríkisins af hlut hins opinbera í bönkum, og sérstakir og almennir bankaskattar frá 2010, ríflega sautján hundruð milljörðum samkvæmt samantekt SFF sem byggir á ýmsum gögnum. Það er nemur rúmlega fjárlögum ríkisins allt þetta ár, eða sem jafngildir kostnaði við átta nýja Landspítala. „Við viljum benda á að það er kannski tækifæri til að fara að létta á þessum álögum því að einhver borgar þessa skatta. Annað hvort eru það hlutahafarnir eða viðskiptavinir og okkur sýnist að báðir aðilar séu að borga þessa skatta. Og þá má ekki gleyma því að hluthafarnir eru að þremur fjórðu hlutum til almenningur í landinu,“ segir Benedikt. Þá bendir Benedikt á að mikið fjármagn sé bundið í íslensku bönkunum í erlendum samanburði. „Bara þrír kerfislega mikilvægu bankarnir eru með 760 milljarða af eigið fé bundið í sína starfsemi. Sem er annað Íslandsálag, það er töluvert meira eigið fé bundið í þessari starfsemi á Íslandi heldur en í nágrannalöndunum.“
Fjármálafyrirtæki Skattar og tollar Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent