Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2025 11:12 Empire State byggingin er vinsæll viðkomustaður ferðamanna í New York. Getty/Drew Angerer Evrópskum ferðamönnum hefur snarfækkað í Bandaríkjunum frá því Donald Trump tók við embætti forseta. Fækkunin er hvað mest þegar kemur að ferðamönnum frá Íslandi en ástæðan er að miklum hluta rakin til umdeildra aðgerða og ummæla Trumps, sem sagðar eru ógna arðbærum flugleiðum. Ferðaþjónustuiðnaður Bandaríkjanna samsvarar um 2,5 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hagsmunasamtök hafa varað við því að eftirspurn eftir gistingu og flugferðum yfir Atlantshafið hafi minnkað mjög. Í mars fækkaði evrópskum ferðamönnum sem gistu að minnsta kosti eina nótt í Bandaríkjunum um sautján prósent, borið saman við mars í fyrra. Ferðamönnum frá mörgum ríkjum fækkaði um meira en tuttugu prósent en samkvæmt gögnum sem blaðamenn Financial Times skrifuðu um var fækkunin mest þegar kemur að ferðamönnum frá Íslandi og Danmörku. Þó er tekið fram í greininni að páskar voru í mars í fyrra og það gæti útskýrt að hluta til hve mikil fækkunin er. Einn þeirra blaðamanna sem skrifaði grein FT talaði um það á X að mistök hefðu verið gerð varðandi línurit Íslands. Samdrátturinn hefði verið svo mikill að hann hefði ekki passað í upprunalega línuritið sem fylgdi fréttinni. Just realised the Iceland data got cut off in the original image because the decline was too steep to fit 🤦♂️ pic.twitter.com/eetVRy8EoF— John Burn-Murdoch (@jburnmurdoch) April 11, 2025 Sérfræðingur sem FT ræddi við segir þó ljóst á öllum gögnum að ferðamönnum hafi fækkað verulega, hvort sem þeir komi með flugvélum frá Evrópu eða yfir landamæri Bandaríkjanna og Kanada. „Það er augljóst að eitthvað er að gerast og það eru viðbrögð við Trump,“ sagði forsvarsmaður hagsmunasamtaka ferðaþjónustuaðila við blaðamenn FT. Sjá einnig: Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Einn viðmælandi FT frá Bretlandi sagði að á einungis tveimur mánuðum hefði Trump valdið Bandaríkjunum gífurlegum ímyndarskaða. Mögulega gæti það tekið margar kynslóðir að bæta þennan skaða. Fregnir af slæmri meðferð ferðalanga við komuna til Bandaríkjanna hafa einnig dregið úr vilja fólks til að ferðast þangað. Sjá einnig: Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Wall Street Journal sagði frá því á dögunum að forsvarsmenn flugfélaga í Kanada væru að leita annarra áfangastaða eftir mikinn samdrátt í eftirspurn eftir flugferðum til Bandaríkjanna. Í staðinn sé byrjað að bjóða upp á fleiri ferðir til Evrópu. Bandaríkin Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ferðaþjónustuiðnaður Bandaríkjanna samsvarar um 2,5 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hagsmunasamtök hafa varað við því að eftirspurn eftir gistingu og flugferðum yfir Atlantshafið hafi minnkað mjög. Í mars fækkaði evrópskum ferðamönnum sem gistu að minnsta kosti eina nótt í Bandaríkjunum um sautján prósent, borið saman við mars í fyrra. Ferðamönnum frá mörgum ríkjum fækkaði um meira en tuttugu prósent en samkvæmt gögnum sem blaðamenn Financial Times skrifuðu um var fækkunin mest þegar kemur að ferðamönnum frá Íslandi og Danmörku. Þó er tekið fram í greininni að páskar voru í mars í fyrra og það gæti útskýrt að hluta til hve mikil fækkunin er. Einn þeirra blaðamanna sem skrifaði grein FT talaði um það á X að mistök hefðu verið gerð varðandi línurit Íslands. Samdrátturinn hefði verið svo mikill að hann hefði ekki passað í upprunalega línuritið sem fylgdi fréttinni. Just realised the Iceland data got cut off in the original image because the decline was too steep to fit 🤦♂️ pic.twitter.com/eetVRy8EoF— John Burn-Murdoch (@jburnmurdoch) April 11, 2025 Sérfræðingur sem FT ræddi við segir þó ljóst á öllum gögnum að ferðamönnum hafi fækkað verulega, hvort sem þeir komi með flugvélum frá Evrópu eða yfir landamæri Bandaríkjanna og Kanada. „Það er augljóst að eitthvað er að gerast og það eru viðbrögð við Trump,“ sagði forsvarsmaður hagsmunasamtaka ferðaþjónustuaðila við blaðamenn FT. Sjá einnig: Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Einn viðmælandi FT frá Bretlandi sagði að á einungis tveimur mánuðum hefði Trump valdið Bandaríkjunum gífurlegum ímyndarskaða. Mögulega gæti það tekið margar kynslóðir að bæta þennan skaða. Fregnir af slæmri meðferð ferðalanga við komuna til Bandaríkjanna hafa einnig dregið úr vilja fólks til að ferðast þangað. Sjá einnig: Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Wall Street Journal sagði frá því á dögunum að forsvarsmenn flugfélaga í Kanada væru að leita annarra áfangastaða eftir mikinn samdrátt í eftirspurn eftir flugferðum til Bandaríkjanna. Í staðinn sé byrjað að bjóða upp á fleiri ferðir til Evrópu.
Bandaríkin Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent