Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2025 17:36 Trump tilkynnti fyrst um tollahækkanir í síðustu viku. Þeir hafa tekið miklum breytingum síðan þá. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aftur hækkað tolla á Kína, nú í 145 prósent úr þeim 125 prósentum sem þeir voru hækkaðir í í gær. Tuttugu prósentin lagði hann á í dag sem sérstakan toll vegna innflutnings fentanyls og annarra tengdra vara til Bandaríkjanna. Í frétt BBC kemur fram að Trump sé nú að stýra opnum ríkisstjórnarfundi og hafi sagt við upphaf fundarins að það hefðu verið einhverjir byrjunarörðugleikar en að gærdagurinn hafi verið stór á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum þar sem markaðurinn jafnaði sig lítillega á tapi í kjölfar tilkynningar hans um tollahækkanir í síðustu viku. Sjá einnig: Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Þá sagði hann að fjárfestar væru ánægðir með það hvernig landinu sé stýrt og að það sé verið að reyna að „fá allan heiminn til að koma fram við Bandaríkin á sanngjarnan hátt“. Tekið er þó fram í frétt Guardian að markaðir hafi aftur tekið dýfu í dag og séu enn fyrir neðan það sem þeir voru áður en tollarnir voru tilkynntir. Stjórnvöld í Kína hafa svarað tollum Trump með sínum eigin tollum. Mikið hefur verið fjallað síðustu daga um tollahækkanir Trump en hann hækkaði tolla á innfluttar vörur frá mörgum ríkjum, þar með Íslandi, um tíu prósent síðustu helgi. Hærri tollahækkanir tóku síðan gildi í gær en um kvöldið tilkynnti Trump að hann hefði samþykkt 90 daga hlé á tollaðgerðum fyrir 75 lönd sem svöruðu tollum hans ekki með mótvægisaðgerðum. Evrópusambandið tilkynnti svo í dag að mótvægisaðgerðum þeirra, tuttugu prósenta tolli á ýmsar innfluttar vörur frá Bandaríkjunum, yrði frestað. Aðgerðirnar áttu að taka gildi 15. apríl en er frestað um 90 daga. Bandaríkin Kína Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Í frétt BBC kemur fram að Trump sé nú að stýra opnum ríkisstjórnarfundi og hafi sagt við upphaf fundarins að það hefðu verið einhverjir byrjunarörðugleikar en að gærdagurinn hafi verið stór á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum þar sem markaðurinn jafnaði sig lítillega á tapi í kjölfar tilkynningar hans um tollahækkanir í síðustu viku. Sjá einnig: Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Þá sagði hann að fjárfestar væru ánægðir með það hvernig landinu sé stýrt og að það sé verið að reyna að „fá allan heiminn til að koma fram við Bandaríkin á sanngjarnan hátt“. Tekið er þó fram í frétt Guardian að markaðir hafi aftur tekið dýfu í dag og séu enn fyrir neðan það sem þeir voru áður en tollarnir voru tilkynntir. Stjórnvöld í Kína hafa svarað tollum Trump með sínum eigin tollum. Mikið hefur verið fjallað síðustu daga um tollahækkanir Trump en hann hækkaði tolla á innfluttar vörur frá mörgum ríkjum, þar með Íslandi, um tíu prósent síðustu helgi. Hærri tollahækkanir tóku síðan gildi í gær en um kvöldið tilkynnti Trump að hann hefði samþykkt 90 daga hlé á tollaðgerðum fyrir 75 lönd sem svöruðu tollum hans ekki með mótvægisaðgerðum. Evrópusambandið tilkynnti svo í dag að mótvægisaðgerðum þeirra, tuttugu prósenta tolli á ýmsar innfluttar vörur frá Bandaríkjunum, yrði frestað. Aðgerðirnar áttu að taka gildi 15. apríl en er frestað um 90 daga.
Bandaríkin Kína Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira