„Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. apríl 2025 20:30 Kolbrún María Ármannsdóttir er komin á 80% fulla ferð á ný Vísir/Pawel Cieslikiewicz Kolbrún María Ármannsdóttir steig sín fyrstu skref á parketinu í kvöld eftir langa fjarveru en hún meiddist í leik Stjörnunnar og Aþenu þann 7. janúar, eða fyrir rétt tæpum þremur mánuðum. Kolbrún viðurkenndi að það fylgdu þessari innkomu blendnar tilfinningar í ljósi úrslitanna en Njarðvík vann 72-89 sigur í Umhyggjuhöllinni og er komið í 2-0 í einvíginu. „Það er auðvitað frábært að vera komin aftur inn á völlinn, bara „hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“. Á sama tíma þá erum við komnar með bakið upp við vegg, við verðum að vinna næsta leik. Það er bara ekkert annað í stöðunni.“ Njarðvíkingar eru með þrjá erlenda leikmenn í sínum röðum sem varnarmenn Stjörnunnar þurftu að hafa mikið fyrir að hægja á í kvöld og Kolbrún sagði það vera ærið verkefni. „Erlendu stelpurnar eru allar frábærar. Emilie ótrúlega klár í körfubolta. Brittany náttúrulega rugl góð. En við verðum bara að finna leiðir til að stoppa þær og við ætlum að gera það.“ Hvaða leiðir það eru vildi Kolbrún ekki gefa upp en planið fyrir miðvikudaginn er einfalt. „Við ætlum að fara til Njarðvíkur og bara gera okkar besta og vinna. Það er alveg klárt mál að við ætlum að vinna.“ Kolbrún spilaði rúmlega 21 mínútu í kvöld og skoraði 17 stig en sagðist enn eiga eitthvað í að ná sér 100 prósent góðri. „Ég myndi segja að ég væri svona 80 prósent. Ég er ennþá á smá mínútufjölda því ég er ennþá að jafna mig eftir ökklann. En þetta er allt að komast, loksins, þannig að ég er bara mjög ánægð með framhaldið.“ Hún viðurkenndi fúslega að ef þjálfarateymi Stjörnunnar væri ekki með hemil á mínútum hennar hefði hún örugglega spilað meira en sýndi stöðunni skilning „Auðvitað myndi ég gera það.“ - Sagði Kolbrún og hló. „Ég vil alltaf spila og gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu mínu. Auðvitað er erfitt að sitja á bekknum en ég skil þetta. Ég er bara að koma til baka og þetta tekur tíma.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Kolbrún viðurkenndi að það fylgdu þessari innkomu blendnar tilfinningar í ljósi úrslitanna en Njarðvík vann 72-89 sigur í Umhyggjuhöllinni og er komið í 2-0 í einvíginu. „Það er auðvitað frábært að vera komin aftur inn á völlinn, bara „hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“. Á sama tíma þá erum við komnar með bakið upp við vegg, við verðum að vinna næsta leik. Það er bara ekkert annað í stöðunni.“ Njarðvíkingar eru með þrjá erlenda leikmenn í sínum röðum sem varnarmenn Stjörnunnar þurftu að hafa mikið fyrir að hægja á í kvöld og Kolbrún sagði það vera ærið verkefni. „Erlendu stelpurnar eru allar frábærar. Emilie ótrúlega klár í körfubolta. Brittany náttúrulega rugl góð. En við verðum bara að finna leiðir til að stoppa þær og við ætlum að gera það.“ Hvaða leiðir það eru vildi Kolbrún ekki gefa upp en planið fyrir miðvikudaginn er einfalt. „Við ætlum að fara til Njarðvíkur og bara gera okkar besta og vinna. Það er alveg klárt mál að við ætlum að vinna.“ Kolbrún spilaði rúmlega 21 mínútu í kvöld og skoraði 17 stig en sagðist enn eiga eitthvað í að ná sér 100 prósent góðri. „Ég myndi segja að ég væri svona 80 prósent. Ég er ennþá á smá mínútufjölda því ég er ennþá að jafna mig eftir ökklann. En þetta er allt að komast, loksins, þannig að ég er bara mjög ánægð með framhaldið.“ Hún viðurkenndi fúslega að ef þjálfarateymi Stjörnunnar væri ekki með hemil á mínútum hennar hefði hún örugglega spilað meira en sýndi stöðunni skilning „Auðvitað myndi ég gera það.“ - Sagði Kolbrún og hló. „Ég vil alltaf spila og gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu mínu. Auðvitað er erfitt að sitja á bekknum en ég skil þetta. Ég er bara að koma til baka og þetta tekur tíma.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti