ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Lovísa Arnardóttir skrifar 3. apríl 2025 19:50 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms. Vísir/Hanna Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í níu dómsmálum í Landsrétti. Öll málin höfðuðu einstaklingar gegn sjóðnum og vildu meina að uppgreiðsluþóknun sjóðsins væri ólögmæt. Héraðsdómur sýknaði sjóðinn af tólf slíkum málum í febrúar í fyrra þar sem kröfur fólksins hljóðuðu í heildina upp á um 24 milljónir króna. Lægsta krafan var upp á um 800 þúsund krónur en sú hæsta upp á um þrjár milljónir króna. Alls voru þrettán mál þingfest fyrir héraðsdómi í júní 2023. Fólkið sem höfðaði málin tóku öll lán fyrir efnahagshrunið 2008. Lánin voru á lágum vöxtum að því gefnu að myndi fólkið greiða það upp fyrr en stefnt var að myndi það þurfa að greiða hátt uppgreiðslugjald. Árið 2012 voru svo sett lög um neytendalán sem snerust, meðal annars, um að uppgreiðslugjaldið þyrfti að vera lægra, og afmarkaðist við eitt prósent. Eftir að lögin voru sett á fót tók einhver annar yfir lánið og snerist ágreiningur málanna um hvort farið væri eftir fyrirkomulagi lánanna, eða nýju lögunum. Fólkið vildi meina að hið síðara ætti við, nýtt skuldasamband hefði orðið til við yfirtöku lánanna sem hefði áhrif á uppgreiðslugjaldið. Héraðsdómur féllst ekki á það. Í dómnum segir að þrátt fyrir að uppgreiðslugjaldið væri hærra en það sem nýju lögin hefðu sagt til um settu þau ekki hömlur á skuldaraskipti eldri lánssamninga. Landsréttur tók svo undir það en í dómi þeirra í dag segir að lögin hafi ekki átt að virka afturvirkt nema í tilviki opinna lánasamninga. Þó svo að nýtt skuldarasamband hefði stofnast hefði lánið verið á sama grunni og réttarsamband fyrri skuldara. Því hefði ekki verið um að ræða nýtt lán og því ákvæði samningsins áfram í gildi. Landsréttar staðfesti því sýknu héraðsdóms. Dómsmál Neytendur ÍL-sjóður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Héraðsdómur sýknaði sjóðinn af tólf slíkum málum í febrúar í fyrra þar sem kröfur fólksins hljóðuðu í heildina upp á um 24 milljónir króna. Lægsta krafan var upp á um 800 þúsund krónur en sú hæsta upp á um þrjár milljónir króna. Alls voru þrettán mál þingfest fyrir héraðsdómi í júní 2023. Fólkið sem höfðaði málin tóku öll lán fyrir efnahagshrunið 2008. Lánin voru á lágum vöxtum að því gefnu að myndi fólkið greiða það upp fyrr en stefnt var að myndi það þurfa að greiða hátt uppgreiðslugjald. Árið 2012 voru svo sett lög um neytendalán sem snerust, meðal annars, um að uppgreiðslugjaldið þyrfti að vera lægra, og afmarkaðist við eitt prósent. Eftir að lögin voru sett á fót tók einhver annar yfir lánið og snerist ágreiningur málanna um hvort farið væri eftir fyrirkomulagi lánanna, eða nýju lögunum. Fólkið vildi meina að hið síðara ætti við, nýtt skuldasamband hefði orðið til við yfirtöku lánanna sem hefði áhrif á uppgreiðslugjaldið. Héraðsdómur féllst ekki á það. Í dómnum segir að þrátt fyrir að uppgreiðslugjaldið væri hærra en það sem nýju lögin hefðu sagt til um settu þau ekki hömlur á skuldaraskipti eldri lánssamninga. Landsréttur tók svo undir það en í dómi þeirra í dag segir að lögin hafi ekki átt að virka afturvirkt nema í tilviki opinna lánasamninga. Þó svo að nýtt skuldarasamband hefði stofnast hefði lánið verið á sama grunni og réttarsamband fyrri skuldara. Því hefði ekki verið um að ræða nýtt lán og því ákvæði samningsins áfram í gildi. Landsréttar staðfesti því sýknu héraðsdóms.
Dómsmál Neytendur ÍL-sjóður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
„Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08