Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar 2. apríl 2025 19:00 Út frá starfsauglýsingum og auglýsingum um námsbrautir sem tengjast sjálfbærni, mætti halda að einungis verkfræðingar og aðrar STEM-greinar ættu erindi í fagið. En er það? Snýst sjálfbærni bara um upplýsingagjöf og útreikninga? Undanfarið hefur verið mikill vöxtur í starfsauglýsingum sem tengjast sjálfbærni. Framsetning þeirra getur þó virkað heldur letjandi á þau sem ekki eru með bakgrunn í STEMgreinum. „STEM“ er alþjóðleg skammstöfun og vísar í fræðigreinar á sviði verkfræði, stærðfræði, raunvísinda og náttúruvísinda – hefðbundnar raungreinar auk tæknigreina. Áður en við tökum afstöðu til þess hvort þessar greinar séu best til þess fallnar að stuðla að sjálfbærni skulum við skoða hvað felst í sjálfbærri þróun. Brundtlandskýrslan frá 1987 skilgreinir sjálfbæra þróun sem „þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum“. Það er ekkert í þessari skilgreiningu sem bendir til að sjálfbærni sé bara fyrir raunvísinda- og tæknigeirann. Í raun geta öll störf verið sjálfbærnistörf. Það snýst bara um að hafa rétt hugarfar og að nýta styrkleika og krafta hvers og eins. Hvað getur þú gert í starfinu þínu til að stuðla að sjálfbærri framtíð? Þróun grænna tæknilausna, t.d. þeirra sem snerta endurnýjanlega orku, krefst vissulega verkfræði- og raunvísindaþekkingar. En til að byggja upp slíkar lausnir og hvetja atvinnulífið áfram í orkuskiptum þurfa svo miklu fleiri að koma að borðinu Allt þorpið þarf til Sjálfbærni snertir flestöll starfssvið. Það þarf lögfræðinga m.a. til að rýna sjálfbærnitengt regluverk og til að meta skyldur hvers fyrirtækis þegar kemur að upplýsingagjöf um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Markaðs- og samskiptasérfræðingar geta lagt sitt af mörkum þegar kemur að því að byggja upp hvetjandi orðræðu. Vanda þarf málfar og uppsetningu til að laða fólk að og halda okkur við efnið. Það skiptir máli að fá fólk í lið með sér og miðla upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt og eins gagnrýna framsetningu til að forðast grænþvott. Listgreinar eru nauðsynlegar til að skapa umræðu, hvetja fólk til umhugsunar og stuðla að vitundarvakningu sem kallar almenning til aðgerða í sjálfbærnimálum. Listafólk hefur í gegnum aldirnar miðlað pólitískum og siðferðilegum skilaboðum í gegnum list sína. Sjálfbærni er engin undantekning og má þar t.d. benda á „Verkefni um veðrið“ eftir Ólaf Elíasson. Þannig má lengi telja: Kennarar gegna lykilhlutverki við að undirbúa framtíðarkynslóðir til að bæði takast á við áskoranir loftslagsbreytinga og grípa tækifærin til að gera betur. Læknavísindin þurfa í síauknum mæli að huga að áhrifum loftslagsbreytinga á vellíðan og heilsu almennings. Iðngreinar þurfa að vanda val á efnum og hugleiða hvernig hægt er að hámarka nýtingu og lágmarka sóun. Ekki má heldur gleyma fjármálageiranum, en fjármál snerta allar hliðar reksturs fyrirtækja og heimila. Þar getur skipt sköpum að velta fyrir sér sparnaðarmöguleikum sem styðja einnig við sjálfbærnimarkmið fólks og fyrirtækis. Síðast en ekki síst má nefna að sjálfbærni ætti að vera samofin allri stefnumótun. Hvar liggur samkeppnisforskot fyrirtækis? Hvernig má byggja upp rekstrarmódel með sjálfbærni að leiðarljósi? Hverju eru neytendur að kalla eftir? Hvar eru tækifærin til að draga úr kostnaði jafnt sem samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda? Hvernig getum við stuðlað að skynsamlegri nýtingu auðlinda? Nýtum styrkleika hvers og eins Dæmin sem við höfum tekið úr atvinnulífinu hér að ofan sýna að öll störf geta verið sjálfbærnistörf. Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum með því að nýta styrkleika, þekkingu og ímyndunarafl okkar til að glíma við loftslagsvána. Það er enda mikil eftirspurn eftir hæfu fólki til að starfa að sjálfbærnimálum – menntun og reynsla á því sviði gerir þig samkeppnishæfari á vinnumarkaði. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Út frá starfsauglýsingum og auglýsingum um námsbrautir sem tengjast sjálfbærni, mætti halda að einungis verkfræðingar og aðrar STEM-greinar ættu erindi í fagið. En er það? Snýst sjálfbærni bara um upplýsingagjöf og útreikninga? Undanfarið hefur verið mikill vöxtur í starfsauglýsingum sem tengjast sjálfbærni. Framsetning þeirra getur þó virkað heldur letjandi á þau sem ekki eru með bakgrunn í STEMgreinum. „STEM“ er alþjóðleg skammstöfun og vísar í fræðigreinar á sviði verkfræði, stærðfræði, raunvísinda og náttúruvísinda – hefðbundnar raungreinar auk tæknigreina. Áður en við tökum afstöðu til þess hvort þessar greinar séu best til þess fallnar að stuðla að sjálfbærni skulum við skoða hvað felst í sjálfbærri þróun. Brundtlandskýrslan frá 1987 skilgreinir sjálfbæra þróun sem „þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum“. Það er ekkert í þessari skilgreiningu sem bendir til að sjálfbærni sé bara fyrir raunvísinda- og tæknigeirann. Í raun geta öll störf verið sjálfbærnistörf. Það snýst bara um að hafa rétt hugarfar og að nýta styrkleika og krafta hvers og eins. Hvað getur þú gert í starfinu þínu til að stuðla að sjálfbærri framtíð? Þróun grænna tæknilausna, t.d. þeirra sem snerta endurnýjanlega orku, krefst vissulega verkfræði- og raunvísindaþekkingar. En til að byggja upp slíkar lausnir og hvetja atvinnulífið áfram í orkuskiptum þurfa svo miklu fleiri að koma að borðinu Allt þorpið þarf til Sjálfbærni snertir flestöll starfssvið. Það þarf lögfræðinga m.a. til að rýna sjálfbærnitengt regluverk og til að meta skyldur hvers fyrirtækis þegar kemur að upplýsingagjöf um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Markaðs- og samskiptasérfræðingar geta lagt sitt af mörkum þegar kemur að því að byggja upp hvetjandi orðræðu. Vanda þarf málfar og uppsetningu til að laða fólk að og halda okkur við efnið. Það skiptir máli að fá fólk í lið með sér og miðla upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt og eins gagnrýna framsetningu til að forðast grænþvott. Listgreinar eru nauðsynlegar til að skapa umræðu, hvetja fólk til umhugsunar og stuðla að vitundarvakningu sem kallar almenning til aðgerða í sjálfbærnimálum. Listafólk hefur í gegnum aldirnar miðlað pólitískum og siðferðilegum skilaboðum í gegnum list sína. Sjálfbærni er engin undantekning og má þar t.d. benda á „Verkefni um veðrið“ eftir Ólaf Elíasson. Þannig má lengi telja: Kennarar gegna lykilhlutverki við að undirbúa framtíðarkynslóðir til að bæði takast á við áskoranir loftslagsbreytinga og grípa tækifærin til að gera betur. Læknavísindin þurfa í síauknum mæli að huga að áhrifum loftslagsbreytinga á vellíðan og heilsu almennings. Iðngreinar þurfa að vanda val á efnum og hugleiða hvernig hægt er að hámarka nýtingu og lágmarka sóun. Ekki má heldur gleyma fjármálageiranum, en fjármál snerta allar hliðar reksturs fyrirtækja og heimila. Þar getur skipt sköpum að velta fyrir sér sparnaðarmöguleikum sem styðja einnig við sjálfbærnimarkmið fólks og fyrirtækis. Síðast en ekki síst má nefna að sjálfbærni ætti að vera samofin allri stefnumótun. Hvar liggur samkeppnisforskot fyrirtækis? Hvernig má byggja upp rekstrarmódel með sjálfbærni að leiðarljósi? Hverju eru neytendur að kalla eftir? Hvar eru tækifærin til að draga úr kostnaði jafnt sem samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda? Hvernig getum við stuðlað að skynsamlegri nýtingu auðlinda? Nýtum styrkleika hvers og eins Dæmin sem við höfum tekið úr atvinnulífinu hér að ofan sýna að öll störf geta verið sjálfbærnistörf. Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum með því að nýta styrkleika, þekkingu og ímyndunarafl okkar til að glíma við loftslagsvána. Það er enda mikil eftirspurn eftir hæfu fólki til að starfa að sjálfbærnimálum – menntun og reynsla á því sviði gerir þig samkeppnishæfari á vinnumarkaði. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun