Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2025 17:22 Fyrirtækið rekur fjórar verksmiðjur. Samsett Sjötíu manns var sagt upp hjá Kömbum í gær og starfsfólki þess tilkynnt að fyrirtækið væri á leið í gjaldþrot. Laun voru ekki greidd út um síðustu mánaðamót. RÚV greinir frá þessu. Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur á Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga Svalahandrið hafa verið rekin undir hatti félagsins eftir að fyrirtækin runnu saman árið 2022. Allar verksmiðjurnar eiga sér langa sögu og hafa verið starfandi í á bilinu 43 til 64 ár. Karl Wernersson er stofnandi Kamba og er félagið skráð í eigu sonar hans Jóns Hilmars Karlssonar. Jón staðfestir í samtali við fréttastofu að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Hann segir það á ábyrgð þrotabússtjóra að ákveða hvort starfsfólk haldi störfum sínum. Jón vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og beindi fyrirspurnum til Karls sem hafi farið með framkvæmdastjórn félagsins. Karl gaf ekki kost á viðtali þegar eftir því var leitað. Kambar byggingavörur ehf. veltu tæplega 1,5 milljarði króna árið 2023 og 2,2 milljörðum árið 2022, samkvæmt birtum ársreikningi. Á sama tíma tapaði félagið 57 milljónum króna árið 2023 og 39,8 milljónum króna árið áður. Bjartsýnn á að einhver haldi rekstrinum áfram Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra þar sem Samverk rekur glerverksmiðju sína segir þetta leiðinlegar fregnir en hann hafi trú á því að annar aðili muni taka yfir reksturinn og halda honum áfram. Samverk hafi verið með rekstur á Hellu í áratugi og um sé að ræða einstaka verksmiðju á landsvísu. Þá sé um að ræða mikilvægan vinnustað í sveitarfélaginu. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, er bjartsýnn á framhaldið.Vísir/Magnús Hlynur Haft var eftir Kristjáni Geir Gunnarssyni, þáverandi framkvæmdastjóra félagsins, árið 2022 að með sameiningu fyrirtækjanna fjögurra myndaðist slagkraftur til að keppa við innflutning á byggingavörum sem félögin framleiddu hérlendis. Samanlögð velta fyrirtækjanna var metin á 2,5 milljarða króna við sameininguna. Fréttin hefur verið uppfærð. Byggingariðnaður Vinnumarkaður Rangárþing ytra Árborg Akureyri Tengdar fréttir Fjögur iðnfyrirtæki sameinast undir nafni Kamba Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga hafa nú sameinast undir einu nafninu Kambar. 24. mars 2022 09:54 Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
RÚV greinir frá þessu. Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur á Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga Svalahandrið hafa verið rekin undir hatti félagsins eftir að fyrirtækin runnu saman árið 2022. Allar verksmiðjurnar eiga sér langa sögu og hafa verið starfandi í á bilinu 43 til 64 ár. Karl Wernersson er stofnandi Kamba og er félagið skráð í eigu sonar hans Jóns Hilmars Karlssonar. Jón staðfestir í samtali við fréttastofu að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Hann segir það á ábyrgð þrotabússtjóra að ákveða hvort starfsfólk haldi störfum sínum. Jón vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og beindi fyrirspurnum til Karls sem hafi farið með framkvæmdastjórn félagsins. Karl gaf ekki kost á viðtali þegar eftir því var leitað. Kambar byggingavörur ehf. veltu tæplega 1,5 milljarði króna árið 2023 og 2,2 milljörðum árið 2022, samkvæmt birtum ársreikningi. Á sama tíma tapaði félagið 57 milljónum króna árið 2023 og 39,8 milljónum króna árið áður. Bjartsýnn á að einhver haldi rekstrinum áfram Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra þar sem Samverk rekur glerverksmiðju sína segir þetta leiðinlegar fregnir en hann hafi trú á því að annar aðili muni taka yfir reksturinn og halda honum áfram. Samverk hafi verið með rekstur á Hellu í áratugi og um sé að ræða einstaka verksmiðju á landsvísu. Þá sé um að ræða mikilvægan vinnustað í sveitarfélaginu. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, er bjartsýnn á framhaldið.Vísir/Magnús Hlynur Haft var eftir Kristjáni Geir Gunnarssyni, þáverandi framkvæmdastjóra félagsins, árið 2022 að með sameiningu fyrirtækjanna fjögurra myndaðist slagkraftur til að keppa við innflutning á byggingavörum sem félögin framleiddu hérlendis. Samanlögð velta fyrirtækjanna var metin á 2,5 milljarða króna við sameininguna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Byggingariðnaður Vinnumarkaður Rangárþing ytra Árborg Akureyri Tengdar fréttir Fjögur iðnfyrirtæki sameinast undir nafni Kamba Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga hafa nú sameinast undir einu nafninu Kambar. 24. mars 2022 09:54 Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Fjögur iðnfyrirtæki sameinast undir nafni Kamba Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga hafa nú sameinast undir einu nafninu Kambar. 24. mars 2022 09:54