Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2025 17:22 Fyrirtækið rekur fjórar verksmiðjur. Samsett Sjötíu manns var sagt upp hjá Kömbum í gær og starfsfólki þess tilkynnt að fyrirtækið væri á leið í gjaldþrot. Laun voru ekki greidd út um síðustu mánaðamót. RÚV greinir frá þessu. Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur á Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga Svalahandrið hafa verið rekin undir hatti félagsins eftir að fyrirtækin runnu saman árið 2022. Allar verksmiðjurnar eiga sér langa sögu og hafa verið starfandi í á bilinu 43 til 64 ár. Karl Wernersson er stofnandi Kamba og er félagið skráð í eigu sonar hans Jóns Hilmars Karlssonar. Jón staðfestir í samtali við fréttastofu að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Hann segir það á ábyrgð þrotabússtjóra að ákveða hvort starfsfólk haldi störfum sínum. Jón vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og beindi fyrirspurnum til Karls sem hafi farið með framkvæmdastjórn félagsins. Karl gaf ekki kost á viðtali þegar eftir því var leitað. Kambar byggingavörur ehf. veltu tæplega 1,5 milljarði króna árið 2023 og 2,2 milljörðum árið 2022, samkvæmt birtum ársreikningi. Á sama tíma tapaði félagið 57 milljónum króna árið 2023 og 39,8 milljónum króna árið áður. Bjartsýnn á að einhver haldi rekstrinum áfram Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra þar sem Samverk rekur glerverksmiðju sína segir þetta leiðinlegar fregnir en hann hafi trú á því að annar aðili muni taka yfir reksturinn og halda honum áfram. Samverk hafi verið með rekstur á Hellu í áratugi og um sé að ræða einstaka verksmiðju á landsvísu. Þá sé um að ræða mikilvægan vinnustað í sveitarfélaginu. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, er bjartsýnn á framhaldið.Vísir/Magnús Hlynur Haft var eftir Kristjáni Geir Gunnarssyni, þáverandi framkvæmdastjóra félagsins, árið 2022 að með sameiningu fyrirtækjanna fjögurra myndaðist slagkraftur til að keppa við innflutning á byggingavörum sem félögin framleiddu hérlendis. Samanlögð velta fyrirtækjanna var metin á 2,5 milljarða króna við sameininguna. Fréttin hefur verið uppfærð. Byggingariðnaður Vinnumarkaður Rangárþing ytra Árborg Akureyri Tengdar fréttir Fjögur iðnfyrirtæki sameinast undir nafni Kamba Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga hafa nú sameinast undir einu nafninu Kambar. 24. mars 2022 09:54 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
RÚV greinir frá þessu. Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur á Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga Svalahandrið hafa verið rekin undir hatti félagsins eftir að fyrirtækin runnu saman árið 2022. Allar verksmiðjurnar eiga sér langa sögu og hafa verið starfandi í á bilinu 43 til 64 ár. Karl Wernersson er stofnandi Kamba og er félagið skráð í eigu sonar hans Jóns Hilmars Karlssonar. Jón staðfestir í samtali við fréttastofu að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Hann segir það á ábyrgð þrotabússtjóra að ákveða hvort starfsfólk haldi störfum sínum. Jón vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og beindi fyrirspurnum til Karls sem hafi farið með framkvæmdastjórn félagsins. Karl gaf ekki kost á viðtali þegar eftir því var leitað. Kambar byggingavörur ehf. veltu tæplega 1,5 milljarði króna árið 2023 og 2,2 milljörðum árið 2022, samkvæmt birtum ársreikningi. Á sama tíma tapaði félagið 57 milljónum króna árið 2023 og 39,8 milljónum króna árið áður. Bjartsýnn á að einhver haldi rekstrinum áfram Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra þar sem Samverk rekur glerverksmiðju sína segir þetta leiðinlegar fregnir en hann hafi trú á því að annar aðili muni taka yfir reksturinn og halda honum áfram. Samverk hafi verið með rekstur á Hellu í áratugi og um sé að ræða einstaka verksmiðju á landsvísu. Þá sé um að ræða mikilvægan vinnustað í sveitarfélaginu. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, er bjartsýnn á framhaldið.Vísir/Magnús Hlynur Haft var eftir Kristjáni Geir Gunnarssyni, þáverandi framkvæmdastjóra félagsins, árið 2022 að með sameiningu fyrirtækjanna fjögurra myndaðist slagkraftur til að keppa við innflutning á byggingavörum sem félögin framleiddu hérlendis. Samanlögð velta fyrirtækjanna var metin á 2,5 milljarða króna við sameininguna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Byggingariðnaður Vinnumarkaður Rangárþing ytra Árborg Akureyri Tengdar fréttir Fjögur iðnfyrirtæki sameinast undir nafni Kamba Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga hafa nú sameinast undir einu nafninu Kambar. 24. mars 2022 09:54 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Fjögur iðnfyrirtæki sameinast undir nafni Kamba Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga hafa nú sameinast undir einu nafninu Kambar. 24. mars 2022 09:54