Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Lovísa Arnardóttir skrifar 28. mars 2025 10:29 Feðgarnir stofnuðu félagið árið 2000 og eru nú aftur einu hluthafar félagsins. Samsett Á aðalfundi Eyri Invest hf. í gær samþykktu allir hluthafar félagsins tillögu stjórnar um lækkun hlutafjár með greiðslu til hluthafa. Endurgjald lækkunarinnar er í formi hlutabréfa í JBT Marel Corporation og Fræ Capital hf. Feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson, stofnendur félagsins, eru nú einu hluthafar félagsins með jafnan eignarhlut. „Við fögnum niðurstöðu aðalfundar sem við teljum afar farsæla lausn fyrir alla hluthafa. Þetta eru mikilvæg tímamót í sögu Eyris Invest. Fyrir hönd stjórnar vil ég þakka hluthöfum og samstarfsaðilum fyrir gott og farsælt samstarf á undanförnum misserum. Við hlökkum til að fylgjast með félaginu á komandi árum.“ segir Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður Eyris Invest en félagið fagnar 25 ára afmæli á þessu ári. Í tilkynningu frá Eyri Invest kemur fram að félagið muni afhenda hluthöfum 3.032.714 hluti í JBT Marel og muni að loknu uppgjöri eiga 284.948 hluti sem samsvari 0,55 prósent eignarhlut í JBT Marel. Samkvæmt tilkynningunni gerði Eyrir Invest upp allar skuldbindingar við lánveitendur í janúar og er skuldlaust. Þar kemur einnig fram að tillagan hafi verið í samræmi við niðurstöðu valfrjáls tilboðs til hluthafa um þátttöku í fyrirhugaðri hlutafjárlækkun og nam þátttaka hluthafa í hlutafjárlækkuninni um 91 prósent af útistandandi hlutafé. Allir hluthafar félagsins kusu að taka þátt í tilboðinu að hluta eða öllu leyti. Eyrir Invest var stofnað árið 2000 af Þórði Magnússyni og Árna Oddi Þórðarsyni. Síðar bættust við aðrir hluthafar, þar á meðal fjársterkir einkafjárfestar og stofnanafjárfestar. Eftir hlutafjárlækkunina verða stofnendur Eyris Invest einu hluthafar félagsins með jafnan eignarhlut, Þórður Magnússon í eigin nafni og Árni Oddur Þórðarson í gegnum eignarhaldsfélögin Sex álnir ehf. og 12 Fet ehf. sem eru að fullu í hans eigu. Eyrir Invest stofnaði félagið Fræ Capital í þeim tilgangi að taka yfir sprotastarfsemi félagsins og einfalda uppgjör við hluthafa þess. Fræ Capital fer nú með eignarhluti í óskráðum félögum og sjóðum sem áður voru í eigu Eyris. Fræ Capital er vel fjármagnað og í sterkri stöðu til framtíðar. Eyrir Invest var samkvæmt tilkynningunni kjölfestufjárfestir í Marel frá árinu 2005 og hafði áhrif á vöxt og þróun félagsins. Á þeim tíma jukust tekjur Marel úr 129 milljónum evra í yfir 1.700 milljónir evra og starfsmannafjöldi úr 800 í yfir 7.000 í yfir 30 löndum. Stjórn Eyris Invest var endurkjörin á aðalfundi en í kjölfar uppgjörs við fráfarandi hluthafa verður boðað til hluthafafundar þar sem ný stjórn tekur við. Stjórn Eyris Invest var endurkjörin á aðalfundi en í kjölfar uppgjörs við fráfarandi hluthafa verður boðað til hluthafafundar þar sem ný stjórn tekur við. Fjármálafyrirtæki JBT Marel Mest lesið Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
„Við fögnum niðurstöðu aðalfundar sem við teljum afar farsæla lausn fyrir alla hluthafa. Þetta eru mikilvæg tímamót í sögu Eyris Invest. Fyrir hönd stjórnar vil ég þakka hluthöfum og samstarfsaðilum fyrir gott og farsælt samstarf á undanförnum misserum. Við hlökkum til að fylgjast með félaginu á komandi árum.“ segir Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður Eyris Invest en félagið fagnar 25 ára afmæli á þessu ári. Í tilkynningu frá Eyri Invest kemur fram að félagið muni afhenda hluthöfum 3.032.714 hluti í JBT Marel og muni að loknu uppgjöri eiga 284.948 hluti sem samsvari 0,55 prósent eignarhlut í JBT Marel. Samkvæmt tilkynningunni gerði Eyrir Invest upp allar skuldbindingar við lánveitendur í janúar og er skuldlaust. Þar kemur einnig fram að tillagan hafi verið í samræmi við niðurstöðu valfrjáls tilboðs til hluthafa um þátttöku í fyrirhugaðri hlutafjárlækkun og nam þátttaka hluthafa í hlutafjárlækkuninni um 91 prósent af útistandandi hlutafé. Allir hluthafar félagsins kusu að taka þátt í tilboðinu að hluta eða öllu leyti. Eyrir Invest var stofnað árið 2000 af Þórði Magnússyni og Árna Oddi Þórðarsyni. Síðar bættust við aðrir hluthafar, þar á meðal fjársterkir einkafjárfestar og stofnanafjárfestar. Eftir hlutafjárlækkunina verða stofnendur Eyris Invest einu hluthafar félagsins með jafnan eignarhlut, Þórður Magnússon í eigin nafni og Árni Oddur Þórðarson í gegnum eignarhaldsfélögin Sex álnir ehf. og 12 Fet ehf. sem eru að fullu í hans eigu. Eyrir Invest stofnaði félagið Fræ Capital í þeim tilgangi að taka yfir sprotastarfsemi félagsins og einfalda uppgjör við hluthafa þess. Fræ Capital fer nú með eignarhluti í óskráðum félögum og sjóðum sem áður voru í eigu Eyris. Fræ Capital er vel fjármagnað og í sterkri stöðu til framtíðar. Eyrir Invest var samkvæmt tilkynningunni kjölfestufjárfestir í Marel frá árinu 2005 og hafði áhrif á vöxt og þróun félagsins. Á þeim tíma jukust tekjur Marel úr 129 milljónum evra í yfir 1.700 milljónir evra og starfsmannafjöldi úr 800 í yfir 7.000 í yfir 30 löndum. Stjórn Eyris Invest var endurkjörin á aðalfundi en í kjölfar uppgjörs við fráfarandi hluthafa verður boðað til hluthafafundar þar sem ný stjórn tekur við. Stjórn Eyris Invest var endurkjörin á aðalfundi en í kjölfar uppgjörs við fráfarandi hluthafa verður boðað til hluthafafundar þar sem ný stjórn tekur við.
Fjármálafyrirtæki JBT Marel Mest lesið Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira