„Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Hinrik Wöhler skrifar 26. mars 2025 22:00 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, leyfir sér að fagna í kvöld áður en undirbúningur fyrir úrslitakeppnina hefst. Vísir/Anton Brink Sigursteinn Arndal var sigurreifur í leikslok eftir sigur FH á ÍR, 33-29, í Kaplakrika í kvöld. Sigurinn tryggði Hafnfirðingum deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla annað árið í röð. „Við höfum séð þetta gerast áður á mörgum stöðum. Fyrst og síðast er ég ofboðslega ánægður með sigurinn og fyrri hálfleikinn. Þetta var mjög sannfærandi frammistaða og gerðum okkur auðvelt fyrir að spila þannig í fyrri hálfleik,“ sagði þjálfarinn um leikinn sem var frekar sveiflukenndur. „Við gáfum óþarflega mikið eftir og hefðum gjarnan viljað klára þetta meira sannfærandi en akkúrat núna skiptir það engu máli. Við unnum og eru meistarar, við erum ánægðir með það,“ bætti Sigursteinn við. Þrátt fyrir tíu marka forystu FH-inga þegar tíu mínútur voru eftir misstu þeir taktinn undir lokin og glutruðu forskotinu niður í fjögur mörk. Sigursteinn var ekki dvelja við það of lengi eftir leik. „Verkefnið var að vinna og helst að gera það á sannfærandi hátt. Þetta var ekki í stórkostlegri hættu þó þeir hefðu komist aðeins nær aðeins þessu.“ Gekk á ýmsu í herbúðum FH á tímabilinu Deildarmeistaratitillinn er í höfn hjá Hafnfirðingum og það í annað árið í röð. Sigursteinn segir að það hafi gengið á ýmsu í þeirra herbúðum og titillinn því einstaklega sætur. „Mjög skemmtilegt, mér þykir virkilega vænt um þennan titil. Það er búið að ganga á ýmsu og við erum búnir að missa leikmenn og nýir leikmenn búnir að taka ný hlutverk, stærri hlutverk. Við erum búnir að fá leikmenn á miðju tímabili til að hjálpa okkur. Þetta er búið að vera mjög skemmtileg og góð dýnamík í þessu.“ Eftir harða baráttu á toppi deildarinnar við Val, Aftureldingu og Fram endar FH þremur stigum á undan Valsmönnum sem misstigu sig í kvöld á móti Haukum. Sigursteinn er stoltur af leikmönnum sínum og jafnframt starfsfólki liðsins. „Að vera með góðan kúltur og skýrt „concept“ þá er auðveldara að gera hlutina. Fullt hrós til FH-liðsins, þeir eru búnir að halda mjög vel utan um hlutina og gera þá af krafti í allan vetur,“ sagði Sigursteinn. Úrslitakeppnin næst á dagskrá Það er skammt stórra högga á milli þar sem úrslitakeppnin er á næsta leyti. Sigursteinn ætlar að gleðjast með leikmönnum sínum í kvöld en það líður ekki að löngu þangað til að undirbúningur fyrir úrslitakeppnina fer í gang. „Nú ætlum að gleðjast í kvöld og svo förum við í það að undirbúa okkur undir úrslitakeppnina. Við erum fullir tilhlökkunar fyrir það. Það var geðveik stemning hérna í kvöld og stórkostleg umgjörð, það er þetta sem við erum að fara bjóða FH-ingum upp á næstu vikurnar og vil bara hvetja alla FH-inga að taka þetta ferðalag með okkur,“ sagði þjálfarinn að lokum og kom skýrum skilaboðum til stuðningsmanna. FH mætir HK í fyrsta leik 8-liða úrslita úrslitakeppnarinnar föstudaginn 4. Apríl. FH Olís-deild karla Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
„Við höfum séð þetta gerast áður á mörgum stöðum. Fyrst og síðast er ég ofboðslega ánægður með sigurinn og fyrri hálfleikinn. Þetta var mjög sannfærandi frammistaða og gerðum okkur auðvelt fyrir að spila þannig í fyrri hálfleik,“ sagði þjálfarinn um leikinn sem var frekar sveiflukenndur. „Við gáfum óþarflega mikið eftir og hefðum gjarnan viljað klára þetta meira sannfærandi en akkúrat núna skiptir það engu máli. Við unnum og eru meistarar, við erum ánægðir með það,“ bætti Sigursteinn við. Þrátt fyrir tíu marka forystu FH-inga þegar tíu mínútur voru eftir misstu þeir taktinn undir lokin og glutruðu forskotinu niður í fjögur mörk. Sigursteinn var ekki dvelja við það of lengi eftir leik. „Verkefnið var að vinna og helst að gera það á sannfærandi hátt. Þetta var ekki í stórkostlegri hættu þó þeir hefðu komist aðeins nær aðeins þessu.“ Gekk á ýmsu í herbúðum FH á tímabilinu Deildarmeistaratitillinn er í höfn hjá Hafnfirðingum og það í annað árið í röð. Sigursteinn segir að það hafi gengið á ýmsu í þeirra herbúðum og titillinn því einstaklega sætur. „Mjög skemmtilegt, mér þykir virkilega vænt um þennan titil. Það er búið að ganga á ýmsu og við erum búnir að missa leikmenn og nýir leikmenn búnir að taka ný hlutverk, stærri hlutverk. Við erum búnir að fá leikmenn á miðju tímabili til að hjálpa okkur. Þetta er búið að vera mjög skemmtileg og góð dýnamík í þessu.“ Eftir harða baráttu á toppi deildarinnar við Val, Aftureldingu og Fram endar FH þremur stigum á undan Valsmönnum sem misstigu sig í kvöld á móti Haukum. Sigursteinn er stoltur af leikmönnum sínum og jafnframt starfsfólki liðsins. „Að vera með góðan kúltur og skýrt „concept“ þá er auðveldara að gera hlutina. Fullt hrós til FH-liðsins, þeir eru búnir að halda mjög vel utan um hlutina og gera þá af krafti í allan vetur,“ sagði Sigursteinn. Úrslitakeppnin næst á dagskrá Það er skammt stórra högga á milli þar sem úrslitakeppnin er á næsta leyti. Sigursteinn ætlar að gleðjast með leikmönnum sínum í kvöld en það líður ekki að löngu þangað til að undirbúningur fyrir úrslitakeppnina fer í gang. „Nú ætlum að gleðjast í kvöld og svo förum við í það að undirbúa okkur undir úrslitakeppnina. Við erum fullir tilhlökkunar fyrir það. Það var geðveik stemning hérna í kvöld og stórkostleg umgjörð, það er þetta sem við erum að fara bjóða FH-ingum upp á næstu vikurnar og vil bara hvetja alla FH-inga að taka þetta ferðalag með okkur,“ sagði þjálfarinn að lokum og kom skýrum skilaboðum til stuðningsmanna. FH mætir HK í fyrsta leik 8-liða úrslita úrslitakeppnarinnar föstudaginn 4. Apríl.
FH Olís-deild karla Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira