„Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Hinrik Wöhler skrifar 26. mars 2025 22:00 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, leyfir sér að fagna í kvöld áður en undirbúningur fyrir úrslitakeppnina hefst. Vísir/Anton Brink Sigursteinn Arndal var sigurreifur í leikslok eftir sigur FH á ÍR, 33-29, í Kaplakrika í kvöld. Sigurinn tryggði Hafnfirðingum deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla annað árið í röð. „Við höfum séð þetta gerast áður á mörgum stöðum. Fyrst og síðast er ég ofboðslega ánægður með sigurinn og fyrri hálfleikinn. Þetta var mjög sannfærandi frammistaða og gerðum okkur auðvelt fyrir að spila þannig í fyrri hálfleik,“ sagði þjálfarinn um leikinn sem var frekar sveiflukenndur. „Við gáfum óþarflega mikið eftir og hefðum gjarnan viljað klára þetta meira sannfærandi en akkúrat núna skiptir það engu máli. Við unnum og eru meistarar, við erum ánægðir með það,“ bætti Sigursteinn við. Þrátt fyrir tíu marka forystu FH-inga þegar tíu mínútur voru eftir misstu þeir taktinn undir lokin og glutruðu forskotinu niður í fjögur mörk. Sigursteinn var ekki dvelja við það of lengi eftir leik. „Verkefnið var að vinna og helst að gera það á sannfærandi hátt. Þetta var ekki í stórkostlegri hættu þó þeir hefðu komist aðeins nær aðeins þessu.“ Gekk á ýmsu í herbúðum FH á tímabilinu Deildarmeistaratitillinn er í höfn hjá Hafnfirðingum og það í annað árið í röð. Sigursteinn segir að það hafi gengið á ýmsu í þeirra herbúðum og titillinn því einstaklega sætur. „Mjög skemmtilegt, mér þykir virkilega vænt um þennan titil. Það er búið að ganga á ýmsu og við erum búnir að missa leikmenn og nýir leikmenn búnir að taka ný hlutverk, stærri hlutverk. Við erum búnir að fá leikmenn á miðju tímabili til að hjálpa okkur. Þetta er búið að vera mjög skemmtileg og góð dýnamík í þessu.“ Eftir harða baráttu á toppi deildarinnar við Val, Aftureldingu og Fram endar FH þremur stigum á undan Valsmönnum sem misstigu sig í kvöld á móti Haukum. Sigursteinn er stoltur af leikmönnum sínum og jafnframt starfsfólki liðsins. „Að vera með góðan kúltur og skýrt „concept“ þá er auðveldara að gera hlutina. Fullt hrós til FH-liðsins, þeir eru búnir að halda mjög vel utan um hlutina og gera þá af krafti í allan vetur,“ sagði Sigursteinn. Úrslitakeppnin næst á dagskrá Það er skammt stórra högga á milli þar sem úrslitakeppnin er á næsta leyti. Sigursteinn ætlar að gleðjast með leikmönnum sínum í kvöld en það líður ekki að löngu þangað til að undirbúningur fyrir úrslitakeppnina fer í gang. „Nú ætlum að gleðjast í kvöld og svo förum við í það að undirbúa okkur undir úrslitakeppnina. Við erum fullir tilhlökkunar fyrir það. Það var geðveik stemning hérna í kvöld og stórkostleg umgjörð, það er þetta sem við erum að fara bjóða FH-ingum upp á næstu vikurnar og vil bara hvetja alla FH-inga að taka þetta ferðalag með okkur,“ sagði þjálfarinn að lokum og kom skýrum skilaboðum til stuðningsmanna. FH mætir HK í fyrsta leik 8-liða úrslita úrslitakeppnarinnar föstudaginn 4. Apríl. FH Olís-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
„Við höfum séð þetta gerast áður á mörgum stöðum. Fyrst og síðast er ég ofboðslega ánægður með sigurinn og fyrri hálfleikinn. Þetta var mjög sannfærandi frammistaða og gerðum okkur auðvelt fyrir að spila þannig í fyrri hálfleik,“ sagði þjálfarinn um leikinn sem var frekar sveiflukenndur. „Við gáfum óþarflega mikið eftir og hefðum gjarnan viljað klára þetta meira sannfærandi en akkúrat núna skiptir það engu máli. Við unnum og eru meistarar, við erum ánægðir með það,“ bætti Sigursteinn við. Þrátt fyrir tíu marka forystu FH-inga þegar tíu mínútur voru eftir misstu þeir taktinn undir lokin og glutruðu forskotinu niður í fjögur mörk. Sigursteinn var ekki dvelja við það of lengi eftir leik. „Verkefnið var að vinna og helst að gera það á sannfærandi hátt. Þetta var ekki í stórkostlegri hættu þó þeir hefðu komist aðeins nær aðeins þessu.“ Gekk á ýmsu í herbúðum FH á tímabilinu Deildarmeistaratitillinn er í höfn hjá Hafnfirðingum og það í annað árið í röð. Sigursteinn segir að það hafi gengið á ýmsu í þeirra herbúðum og titillinn því einstaklega sætur. „Mjög skemmtilegt, mér þykir virkilega vænt um þennan titil. Það er búið að ganga á ýmsu og við erum búnir að missa leikmenn og nýir leikmenn búnir að taka ný hlutverk, stærri hlutverk. Við erum búnir að fá leikmenn á miðju tímabili til að hjálpa okkur. Þetta er búið að vera mjög skemmtileg og góð dýnamík í þessu.“ Eftir harða baráttu á toppi deildarinnar við Val, Aftureldingu og Fram endar FH þremur stigum á undan Valsmönnum sem misstigu sig í kvöld á móti Haukum. Sigursteinn er stoltur af leikmönnum sínum og jafnframt starfsfólki liðsins. „Að vera með góðan kúltur og skýrt „concept“ þá er auðveldara að gera hlutina. Fullt hrós til FH-liðsins, þeir eru búnir að halda mjög vel utan um hlutina og gera þá af krafti í allan vetur,“ sagði Sigursteinn. Úrslitakeppnin næst á dagskrá Það er skammt stórra högga á milli þar sem úrslitakeppnin er á næsta leyti. Sigursteinn ætlar að gleðjast með leikmönnum sínum í kvöld en það líður ekki að löngu þangað til að undirbúningur fyrir úrslitakeppnina fer í gang. „Nú ætlum að gleðjast í kvöld og svo förum við í það að undirbúa okkur undir úrslitakeppnina. Við erum fullir tilhlökkunar fyrir það. Það var geðveik stemning hérna í kvöld og stórkostleg umgjörð, það er þetta sem við erum að fara bjóða FH-ingum upp á næstu vikurnar og vil bara hvetja alla FH-inga að taka þetta ferðalag með okkur,“ sagði þjálfarinn að lokum og kom skýrum skilaboðum til stuðningsmanna. FH mætir HK í fyrsta leik 8-liða úrslita úrslitakeppnarinnar föstudaginn 4. Apríl.
FH Olís-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira