Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar 23. mars 2025 22:02 Galli er á einni af hverjum þrettán nýbyggingum á Íslandi samkvæmt rannsókn sem gerð var á umfangi byggingargalla á árunum 1998 til 2012. Kom í ljós að tilkynnt hafði verið um tjón sem byggingarstjóri eða löggiltur hönnuður bar ábyrgð í tæpum 8% tilvika. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem galli var ekki tilkynntur, m.a. vegna vanþekkingar kaupanda eða gallinn uppgötvast löngu síðar. Í nýlegri lúxusíbúð, sem kynnt var sem hágæða nýbygging, kom í ljós að brunaöryggi var ábótavant, brunahólfun ekki rétt unnin, halli á gólfum ekki réttur, frágangur á parketi og listum ábótavant og málningarvinna ekki í samræmi við almennar kröfur. Myndir þú kaupa lúxusíbúð sem auglýst væri með eftirtöldum göllum? Nei væntanlega ekki, það myndi ég ekki heldur gera. Tilgangur minn er ekki hræða lesendur heldur að upplýsa fólk um að í nýjum eignum jafnt og þeim eldri geta leynst gallar. Að sjálfsögðu hef ég hagsmuni af því að fleiri óski eftir ástandsskoðun en það hafa kaupendur líka. Það er alls ekki svo að frágangur nýbygginga sé allur slæmur og verktakar almennt fúskarar, síður en svo, en þegar galli er til staðar er betra að leiða hann í ljós strax. Seljandi fasteignar hefur hagsmuni af því að geta bætt úr gallanum strax og kaupandi spara sér miklar fjárhæðir í mögulegum lögfræðikostnaði, viðgerðum og tíma sem fer í leiðinlegt og oftar en ekki erfitt mál. Fasteign er hjá flestum dýrasta fjárfesting okkar á lífsleiðinni. Þess vegna er nauðsynlegt að vanda valið og vinna sína heimavinnu vel. Kostnaðurinn af úttekt er alltaf minni en kostnaður af deilumáli sem síðar getur komið upp eða á galla sem almennum leikmanni er leyndur en blasir við reyndum úttektaraðila. Því er mikilvægt að ástandsskoðun sé hluti af öllum fasteignaviðskiptum, ekki aðeins þegar um eldri eignir er að ræða. Hvað ættu kaupendur að gera? Til að forðast dýrkeypt mistök ættu kaupendur að: Krefjast ástandsskoðunar fyrir kaup – Gera tilboð með fyrirvara um ástandsskoðun. Athuga rakavandamál og loftræstingu – Mygla er dýr og erfið í úrbótum. Hafa fagaðila viðstaddan við afhendingu eignarinnar – Myndir og skjalfesting eru lykilatriði. Leita strax til byggingaraðila ef gallar finnast eftir kaupin. Hafa samband við lögfræðing ef byggingaraðili bregst ekki við eða gallar eru umfangsmeiri en í fyrstu var talið. Höfundur er byggingafræðingur, byggingarstjóri, húsasmíðameistari og eigandi A Fagmenn ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Galli er á einni af hverjum þrettán nýbyggingum á Íslandi samkvæmt rannsókn sem gerð var á umfangi byggingargalla á árunum 1998 til 2012. Kom í ljós að tilkynnt hafði verið um tjón sem byggingarstjóri eða löggiltur hönnuður bar ábyrgð í tæpum 8% tilvika. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem galli var ekki tilkynntur, m.a. vegna vanþekkingar kaupanda eða gallinn uppgötvast löngu síðar. Í nýlegri lúxusíbúð, sem kynnt var sem hágæða nýbygging, kom í ljós að brunaöryggi var ábótavant, brunahólfun ekki rétt unnin, halli á gólfum ekki réttur, frágangur á parketi og listum ábótavant og málningarvinna ekki í samræmi við almennar kröfur. Myndir þú kaupa lúxusíbúð sem auglýst væri með eftirtöldum göllum? Nei væntanlega ekki, það myndi ég ekki heldur gera. Tilgangur minn er ekki hræða lesendur heldur að upplýsa fólk um að í nýjum eignum jafnt og þeim eldri geta leynst gallar. Að sjálfsögðu hef ég hagsmuni af því að fleiri óski eftir ástandsskoðun en það hafa kaupendur líka. Það er alls ekki svo að frágangur nýbygginga sé allur slæmur og verktakar almennt fúskarar, síður en svo, en þegar galli er til staðar er betra að leiða hann í ljós strax. Seljandi fasteignar hefur hagsmuni af því að geta bætt úr gallanum strax og kaupandi spara sér miklar fjárhæðir í mögulegum lögfræðikostnaði, viðgerðum og tíma sem fer í leiðinlegt og oftar en ekki erfitt mál. Fasteign er hjá flestum dýrasta fjárfesting okkar á lífsleiðinni. Þess vegna er nauðsynlegt að vanda valið og vinna sína heimavinnu vel. Kostnaðurinn af úttekt er alltaf minni en kostnaður af deilumáli sem síðar getur komið upp eða á galla sem almennum leikmanni er leyndur en blasir við reyndum úttektaraðila. Því er mikilvægt að ástandsskoðun sé hluti af öllum fasteignaviðskiptum, ekki aðeins þegar um eldri eignir er að ræða. Hvað ættu kaupendur að gera? Til að forðast dýrkeypt mistök ættu kaupendur að: Krefjast ástandsskoðunar fyrir kaup – Gera tilboð með fyrirvara um ástandsskoðun. Athuga rakavandamál og loftræstingu – Mygla er dýr og erfið í úrbótum. Hafa fagaðila viðstaddan við afhendingu eignarinnar – Myndir og skjalfesting eru lykilatriði. Leita strax til byggingaraðila ef gallar finnast eftir kaupin. Hafa samband við lögfræðing ef byggingaraðili bregst ekki við eða gallar eru umfangsmeiri en í fyrstu var talið. Höfundur er byggingafræðingur, byggingarstjóri, húsasmíðameistari og eigandi A Fagmenn ehf.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun