Sækja um leyfi á Möltu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2024 16:57 Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Einar Árnason Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. „Beint flug Play til áfangastaða félagsins í Suður-Evrópu, hefur verið arðbært frá upphafi. Aftur á móti og eins og áður hefur verið greint frá hefur afkoma Play af tengiflugi yfir Atlantshafið valdið vonbrigðum, sérstaklega á yfirstandandi ári. Markaðsaðstæður á Atlantshafinu hafa breyst á undangengnum misserum. Mikil framboðsaukning hefur verið á beinu flugi á milli Norður-Ameríku og Evrópu sem hefur haft neikvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu félagsins,“ segir í tilkynningunni. Af þessum ástæðum hafi verið tekin ákvörðun um að draga verulega úr Norður-Ameríkuflugi félagsins. „Sú breyting er þegar hafin að nokkru leyti og mun sú þróun halda áfram á næsta ári. Áfangastöðum félagsins í Norður-Ameríku og Norður-Evrópu verður fækkað frá og með miðju næsta ári. Á hinn bóginn verður áætlun félagsins til Suður-Evrópu enn efld. Þessar breytingar munu hafa lítil eða engin áhrif á þá farþega Play sem hafa nú þegar bókað flug með félaginu.“ Sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu Samhliða ofangreindum breytingum hyggst Play auka fjölbreytni í nýtingu flugflota síns, sem telur nú tíu vélar, meðal annars með því að fljúga fyrir aðra aðila utan Íslands. „Fyrsta verkefni félagsins af þessum toga hefst þegar í næsta mánuði. Um er að ræða rúmlega fjögurra mánaða verkefni fyrir bandaríska flugfélagið GlobalX í Miami sem hefst þann 1. nóvember og lýkur þann 15. mars á næsta ári. Þá hefur Play hafið umsóknarferli um flugrekstrarleyfi á Möltu til að greiða fyrir fjölbreyttari starfsemi á vegum félagsins. Reikna má með að því að nýja flugrekstrarleyfið verði í höfn næsta vor. Stefnt er að því að fyrsta vél Play sem færð verður yfir á nýtt flugrekstrarleyfi verði staðsett á Tenerife og muni þaðan meðal annars fljúga til Keflavíkur og Akureyrar. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis.“ Fjárhagsstaða Play sé áfram sterk og ekki talin þörf á auknu fjármagni til rekstrarins á næstunni. „Uppfærð afkomuáætlun gefur þó vísbendingar um að rekstrarafkoma félagsins verði verri en á síðasta ári, ólíkt því sem spáð hafði verið fyrir um. Áhrif framboðsaukningar á flugi yfir Atlantshafið hafði þannig meiri áhrif á stöðu félagsins en ætlað var.“ Breyttar markaðsaðstæður Ítarlega verði farið yfir ofangreindar breytingar á afkomufundi félagsins sem haldinn verður í Sykursalnum í Grósku klukkan 16 þann 24. október næstkomandi. „Frá stofnun Play hafa markaðsaðstæður breyst og tengiflugskerfi yfir Atlantshafið virðist félaginu ekki eins arðbært og áður. Þess vegna hefur sú leið verið farin að gera breytingar á viðskiptalíkani okkar sem taka gildi frá og með miðju næsta ári. Play er flugfélagið sem íslenski ferðalangurinn velur og hyggjumst við auka enn við okkur á þeim markaði. Með öðrum orðum ætlum við að einbeita okkur að þeim hluta rekstrarins sem hefur gengið vel og verið arðbær, það er flug með farþega á milli Suður-Evrópu og Íslands. Play er með tíu farþegaþotur í rekstri og með breytingunum verða sex til sjö þeirra á íslenska flugrekstrarleyfinu á meðan hinar, þrjár til fjórar, verða notaðar í önnur verkefni. Þar erum við til dæmis að horfa til leigu á einni af vélunum okkar í verkefni í Miami yfir komandi vetur og þá eru til skoðunar heilsársverkefni sem fljótlega verður hægt að greina frá. Með þessum breytingum er ég sannfærður um að við sækjum fram og verðum áfram sá hagkvæmi kostur sem Íslendingar velja,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Malta Tengdar fréttir Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. 15. maí 2024 18:00 Segir að Play sé og verði áfram með höfuðstöðvar á Íslandi Forstjóri Play vill árétta að flugfélagið sé ekki á förum frá Íslandi. Kjarnastarfsemin sé hér á landi og verði það áfram. Í tengslum við stækkunarfasa félagsins séu hins vegar uppi hugmyndir um að tvær til þrjár flugvélar verði staðsettar í öðru landi. 16. maí 2024 13:34 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. „Beint flug Play til áfangastaða félagsins í Suður-Evrópu, hefur verið arðbært frá upphafi. Aftur á móti og eins og áður hefur verið greint frá hefur afkoma Play af tengiflugi yfir Atlantshafið valdið vonbrigðum, sérstaklega á yfirstandandi ári. Markaðsaðstæður á Atlantshafinu hafa breyst á undangengnum misserum. Mikil framboðsaukning hefur verið á beinu flugi á milli Norður-Ameríku og Evrópu sem hefur haft neikvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu félagsins,“ segir í tilkynningunni. Af þessum ástæðum hafi verið tekin ákvörðun um að draga verulega úr Norður-Ameríkuflugi félagsins. „Sú breyting er þegar hafin að nokkru leyti og mun sú þróun halda áfram á næsta ári. Áfangastöðum félagsins í Norður-Ameríku og Norður-Evrópu verður fækkað frá og með miðju næsta ári. Á hinn bóginn verður áætlun félagsins til Suður-Evrópu enn efld. Þessar breytingar munu hafa lítil eða engin áhrif á þá farþega Play sem hafa nú þegar bókað flug með félaginu.“ Sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu Samhliða ofangreindum breytingum hyggst Play auka fjölbreytni í nýtingu flugflota síns, sem telur nú tíu vélar, meðal annars með því að fljúga fyrir aðra aðila utan Íslands. „Fyrsta verkefni félagsins af þessum toga hefst þegar í næsta mánuði. Um er að ræða rúmlega fjögurra mánaða verkefni fyrir bandaríska flugfélagið GlobalX í Miami sem hefst þann 1. nóvember og lýkur þann 15. mars á næsta ári. Þá hefur Play hafið umsóknarferli um flugrekstrarleyfi á Möltu til að greiða fyrir fjölbreyttari starfsemi á vegum félagsins. Reikna má með að því að nýja flugrekstrarleyfið verði í höfn næsta vor. Stefnt er að því að fyrsta vél Play sem færð verður yfir á nýtt flugrekstrarleyfi verði staðsett á Tenerife og muni þaðan meðal annars fljúga til Keflavíkur og Akureyrar. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis.“ Fjárhagsstaða Play sé áfram sterk og ekki talin þörf á auknu fjármagni til rekstrarins á næstunni. „Uppfærð afkomuáætlun gefur þó vísbendingar um að rekstrarafkoma félagsins verði verri en á síðasta ári, ólíkt því sem spáð hafði verið fyrir um. Áhrif framboðsaukningar á flugi yfir Atlantshafið hafði þannig meiri áhrif á stöðu félagsins en ætlað var.“ Breyttar markaðsaðstæður Ítarlega verði farið yfir ofangreindar breytingar á afkomufundi félagsins sem haldinn verður í Sykursalnum í Grósku klukkan 16 þann 24. október næstkomandi. „Frá stofnun Play hafa markaðsaðstæður breyst og tengiflugskerfi yfir Atlantshafið virðist félaginu ekki eins arðbært og áður. Þess vegna hefur sú leið verið farin að gera breytingar á viðskiptalíkani okkar sem taka gildi frá og með miðju næsta ári. Play er flugfélagið sem íslenski ferðalangurinn velur og hyggjumst við auka enn við okkur á þeim markaði. Með öðrum orðum ætlum við að einbeita okkur að þeim hluta rekstrarins sem hefur gengið vel og verið arðbær, það er flug með farþega á milli Suður-Evrópu og Íslands. Play er með tíu farþegaþotur í rekstri og með breytingunum verða sex til sjö þeirra á íslenska flugrekstrarleyfinu á meðan hinar, þrjár til fjórar, verða notaðar í önnur verkefni. Þar erum við til dæmis að horfa til leigu á einni af vélunum okkar í verkefni í Miami yfir komandi vetur og þá eru til skoðunar heilsársverkefni sem fljótlega verður hægt að greina frá. Með þessum breytingum er ég sannfærður um að við sækjum fram og verðum áfram sá hagkvæmi kostur sem Íslendingar velja,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Malta Tengdar fréttir Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. 15. maí 2024 18:00 Segir að Play sé og verði áfram með höfuðstöðvar á Íslandi Forstjóri Play vill árétta að flugfélagið sé ekki á förum frá Íslandi. Kjarnastarfsemin sé hér á landi og verði það áfram. Í tengslum við stækkunarfasa félagsins séu hins vegar uppi hugmyndir um að tvær til þrjár flugvélar verði staðsettar í öðru landi. 16. maí 2024 13:34 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. 15. maí 2024 18:00
Segir að Play sé og verði áfram með höfuðstöðvar á Íslandi Forstjóri Play vill árétta að flugfélagið sé ekki á förum frá Íslandi. Kjarnastarfsemin sé hér á landi og verði það áfram. Í tengslum við stækkunarfasa félagsins séu hins vegar uppi hugmyndir um að tvær til þrjár flugvélar verði staðsettar í öðru landi. 16. maí 2024 13:34