Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 18. mars 2025 08:32 Næsta rektors Háskóla Íslands bíða ýmis verkefni, þá ekki síst að tryggja fjármál stofnunarinnar til næstu ára. Þar er á brattann að sækja enda hefur háskólastigið verið vanfjármagnað um árabil og mikið þarf að vinna upp. Til viðbótar eru blikur á lofti hvað varðar akademískt frelsi í heiminum. Háskóli Íslands þarf að taka afstöðu til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í heiminum þar sem þrengt er að möguleikum rannsakenda til að stjórna sínum rannsóknaráherslum ef þær passa ekki við hugmyndafræði stjórnvalda. Í Bandaríkjunum er nú ráðist að réttindum ýmissa jaðarhópa og opinberir starfsmenn eiga undir högg að sækja. Fyrir okkur háskólafólk er ekki síst mikilvægt að vera vakandi fyrir því hvernig Trump stjórnin ræðst gegn akademísku frelsi. Frelsi fræðafólks og stúdenta til að rannsaka hluti án pólitískrar íhlutunar er grunnstoð allrar þekkingaröflunar. Nú getur farið svo að hið opinbera hætti að styrkja rannsóknir sem innihalda orð sem stjórnvöldum þóknast ekki, svo sem jafnrétti, inngilding eða græn umskipti. Og vegna þess að styrkir hins opinbera eru veigamikill grundvöllur alls vísindastarfs er í raun verið að ákveða hvað verður – og hvað verður ekki – rannsakað á næstu árum og þar með hvað verður – eða hvað verður ekki- viðtekin þekking í hinum ýmsu fræðigreinum. Afleiðingar þessara ákvarðana eru ekki bundnar við Bandaríkin heldur heiminn allan. Bandaríkin eru stórveldi í vísindaheiminum. Bann við rannsóknum á tilteknum sviðum, hversu tímabundið sem það er, heggur skarð í þekkingu til lengri tíma. Þá hefur stefnubreyting á við þessa áhrif á annan hátt. Við sem störfum við íslenska háskóla erum í ýmis konar alþjóðlegu samstarfi, þar með talið við fræðafólk í bandarískum háskólum. Það þýðir að við höfum mörg tekið þátt í verkefnum sem styrkt eru af bandarískum stjórnvöldum. Fyrir okkur er því ekki bara fræðilegt viðfangsefni hvernig styrkjaumhverfið þróast heldur höfum við af því beina fjárhagslega hagsmuni. Nýr rektor þarf að fylgjast náið með þróuninni vestan hafs og viðbrögðum háskóla í nágrannalöndum, vinna með starfsfólki að því að móta stefnu og afla styrkja sem styðja við rannsóknir á grundvelli akademísks frelsis. Þetta þurfum við í háskólasamfélaginu að takast á við saman. Víða í heiminum sjáum við svo að fólki er ógnað vegna þess að það tekur afstöðu með þeim sem eru kúguð og undirokuð. Þau sem gagnrýna ráðandi valdhafa eru tekin fyrir í fjölmiðlum, jafnvel ógnað af stjórnvöldum, fyrir að iðka sínar rannsóknir og miðla þeim. Þetta þurfum við að tryggja að gerist ekki á Íslandi. Akademískt frelsi þarf að virða og verja. Sem rektor mun ég alltaf standa með því. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Næsta rektors Háskóla Íslands bíða ýmis verkefni, þá ekki síst að tryggja fjármál stofnunarinnar til næstu ára. Þar er á brattann að sækja enda hefur háskólastigið verið vanfjármagnað um árabil og mikið þarf að vinna upp. Til viðbótar eru blikur á lofti hvað varðar akademískt frelsi í heiminum. Háskóli Íslands þarf að taka afstöðu til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í heiminum þar sem þrengt er að möguleikum rannsakenda til að stjórna sínum rannsóknaráherslum ef þær passa ekki við hugmyndafræði stjórnvalda. Í Bandaríkjunum er nú ráðist að réttindum ýmissa jaðarhópa og opinberir starfsmenn eiga undir högg að sækja. Fyrir okkur háskólafólk er ekki síst mikilvægt að vera vakandi fyrir því hvernig Trump stjórnin ræðst gegn akademísku frelsi. Frelsi fræðafólks og stúdenta til að rannsaka hluti án pólitískrar íhlutunar er grunnstoð allrar þekkingaröflunar. Nú getur farið svo að hið opinbera hætti að styrkja rannsóknir sem innihalda orð sem stjórnvöldum þóknast ekki, svo sem jafnrétti, inngilding eða græn umskipti. Og vegna þess að styrkir hins opinbera eru veigamikill grundvöllur alls vísindastarfs er í raun verið að ákveða hvað verður – og hvað verður ekki – rannsakað á næstu árum og þar með hvað verður – eða hvað verður ekki- viðtekin þekking í hinum ýmsu fræðigreinum. Afleiðingar þessara ákvarðana eru ekki bundnar við Bandaríkin heldur heiminn allan. Bandaríkin eru stórveldi í vísindaheiminum. Bann við rannsóknum á tilteknum sviðum, hversu tímabundið sem það er, heggur skarð í þekkingu til lengri tíma. Þá hefur stefnubreyting á við þessa áhrif á annan hátt. Við sem störfum við íslenska háskóla erum í ýmis konar alþjóðlegu samstarfi, þar með talið við fræðafólk í bandarískum háskólum. Það þýðir að við höfum mörg tekið þátt í verkefnum sem styrkt eru af bandarískum stjórnvöldum. Fyrir okkur er því ekki bara fræðilegt viðfangsefni hvernig styrkjaumhverfið þróast heldur höfum við af því beina fjárhagslega hagsmuni. Nýr rektor þarf að fylgjast náið með þróuninni vestan hafs og viðbrögðum háskóla í nágrannalöndum, vinna með starfsfólki að því að móta stefnu og afla styrkja sem styðja við rannsóknir á grundvelli akademísks frelsis. Þetta þurfum við í háskólasamfélaginu að takast á við saman. Víða í heiminum sjáum við svo að fólki er ógnað vegna þess að það tekur afstöðu með þeim sem eru kúguð og undirokuð. Þau sem gagnrýna ráðandi valdhafa eru tekin fyrir í fjölmiðlum, jafnvel ógnað af stjórnvöldum, fyrir að iðka sínar rannsóknir og miðla þeim. Þetta þurfum við að tryggja að gerist ekki á Íslandi. Akademískt frelsi þarf að virða og verja. Sem rektor mun ég alltaf standa með því. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun