Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2025 08:01 Silja Bára Ómarsdóttir er sú forystumanneskja sem Háskóli Íslands þarf. Þegar við stöndum frammi fyrir helstu áskorun okkar tíma, loftslagsvánni, er brýnt að háskólinn setji það í forgrunn að styðja við menntun og rannsóknir sem þjóni heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Silja Bára hefur skilning á mikilvægi háskólans að þessu leyti og vill að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi og að háskólinn verði í virku samstarfi við stjórnvöld um þekkingamiðlun á því sviði. Þess vegna tel ég hana vera réttu manneskjuna í stöðu rektors. Leiðir okkar Silja Báru lágu fyrst saman á árunum 2008-2009 þegar ég starfaði í utanríkisþjónustunni og hún sinnti þar fræðslu um alþjóðastjórnmál með áherslu á stöðu og hlutverk kvenna á vettvangi alþjóðamála. Árið 2010 tókum við svo báðar sæti í Stjórnlagaráði og þar gafst mér ómetanlegt tækifæri á að vinna við hlið hennar. Í umhverfi sem krafðist gagnrýninnar hugsunar, samstarfshæfni og framsýni reyndist hún vera fremst meðal jafningja. Þar reyndi einnig á eiginleika hennar að draga saman ólík sjónarmið og styðja við að okkur tækist að ná sameiginlegri lendingu þrátt fyrir þau. Hún var ákveðin, skynsöm í sinni nálgun og á sama tíma alltaf tilbúin að hlusta á mismunandi raddir, sem er lykilatriði fyrir hvaða forystuhlutverk sem er. Það var sérstaklega eftirtektarvert að fylgjast með Silju Báru og hennar áherslum í jafnréttismálum en hún kom m.a. að því að setja inn í drög ráðsins að nýrri stjórnarskrá ákvæði um jafnrétti allra einstaklinga og þá með því að tilgreina að slíkt væri sérstaklega óháð kynhneigð fólks. Staða rektors við Háskóla Íslands er mikilvægt embætti, bæði innan sem utan háskólans. Í embætti rektors þarf að veljast manneskja með skýra sýn og skýra stefnu um þá vegferð sem skólinn er á. Háskólinn spilar mikilvægt hlutverk í íslensku samfélagi og hann þarf að búa nemendur undir þær áskoranir sem íslenskt samfélag býr við og fyrirséðar eru. Þar eru loftslagsmálin mér sérstaklega hugleikin. Ég tel að Silja Bára sé einstök í þessum tilliti þar sem hún leggur áherslu á að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Hún vill styðja við þverfræðilegt nám og rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir vegna þeirra. Þá vill hún að mótuð verði langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna heimsmarkmiðunum og tryggja að unnt verði að bregðast við framtíðaráskorunum. Silja Bára leggur áherslu á að háskólinn sé í virku samstarfi við ráðuneyti og stofnanir sem starfa á þessu sviði til að miðla þekkingu inn í ákvarðanatöku hins opinbera. Þetta tel ég vera mikilvægt við stjórn Háskólans þannig að hægt verði að leiða hann inn í framtíðina og Silja Bára er best til þess fallin. Framboð Silju Báru snýst um að skapa háskóla sem er meðvitaður um mikilvægi framlags síns til íslensks samfélags á öllum sviðum – háskóla þar sem áhersla er lögð á fjölbreytni, nýsköpun vegna þeirra áskorana sem samfélagið stendur frammi fyrir og akademískt frelsi. Það er mikilvægt að skólinn búi við forystu sem byggir á skýrri sýn, hugrekki og gagnsæi. Silja Bára er svarið við þeirri þörf og ég styð hana heilshugar til rektors Háskóla Íslands. Ég hvet allt háskólasamfélagið til að gera hið sama. Framsýni Silju Báru, reynsla og eldmóður munu tryggja bjarta framtíð fyrir öll, bæði nemendur og starfsfólk sem og íslenskt samfélag. Höfundur er lögmaður og fyrrverandi Stjórnlagaráðsfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir er sú forystumanneskja sem Háskóli Íslands þarf. Þegar við stöndum frammi fyrir helstu áskorun okkar tíma, loftslagsvánni, er brýnt að háskólinn setji það í forgrunn að styðja við menntun og rannsóknir sem þjóni heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Silja Bára hefur skilning á mikilvægi háskólans að þessu leyti og vill að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi og að háskólinn verði í virku samstarfi við stjórnvöld um þekkingamiðlun á því sviði. Þess vegna tel ég hana vera réttu manneskjuna í stöðu rektors. Leiðir okkar Silja Báru lágu fyrst saman á árunum 2008-2009 þegar ég starfaði í utanríkisþjónustunni og hún sinnti þar fræðslu um alþjóðastjórnmál með áherslu á stöðu og hlutverk kvenna á vettvangi alþjóðamála. Árið 2010 tókum við svo báðar sæti í Stjórnlagaráði og þar gafst mér ómetanlegt tækifæri á að vinna við hlið hennar. Í umhverfi sem krafðist gagnrýninnar hugsunar, samstarfshæfni og framsýni reyndist hún vera fremst meðal jafningja. Þar reyndi einnig á eiginleika hennar að draga saman ólík sjónarmið og styðja við að okkur tækist að ná sameiginlegri lendingu þrátt fyrir þau. Hún var ákveðin, skynsöm í sinni nálgun og á sama tíma alltaf tilbúin að hlusta á mismunandi raddir, sem er lykilatriði fyrir hvaða forystuhlutverk sem er. Það var sérstaklega eftirtektarvert að fylgjast með Silju Báru og hennar áherslum í jafnréttismálum en hún kom m.a. að því að setja inn í drög ráðsins að nýrri stjórnarskrá ákvæði um jafnrétti allra einstaklinga og þá með því að tilgreina að slíkt væri sérstaklega óháð kynhneigð fólks. Staða rektors við Háskóla Íslands er mikilvægt embætti, bæði innan sem utan háskólans. Í embætti rektors þarf að veljast manneskja með skýra sýn og skýra stefnu um þá vegferð sem skólinn er á. Háskólinn spilar mikilvægt hlutverk í íslensku samfélagi og hann þarf að búa nemendur undir þær áskoranir sem íslenskt samfélag býr við og fyrirséðar eru. Þar eru loftslagsmálin mér sérstaklega hugleikin. Ég tel að Silja Bára sé einstök í þessum tilliti þar sem hún leggur áherslu á að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Hún vill styðja við þverfræðilegt nám og rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir vegna þeirra. Þá vill hún að mótuð verði langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna heimsmarkmiðunum og tryggja að unnt verði að bregðast við framtíðaráskorunum. Silja Bára leggur áherslu á að háskólinn sé í virku samstarfi við ráðuneyti og stofnanir sem starfa á þessu sviði til að miðla þekkingu inn í ákvarðanatöku hins opinbera. Þetta tel ég vera mikilvægt við stjórn Háskólans þannig að hægt verði að leiða hann inn í framtíðina og Silja Bára er best til þess fallin. Framboð Silju Báru snýst um að skapa háskóla sem er meðvitaður um mikilvægi framlags síns til íslensks samfélags á öllum sviðum – háskóla þar sem áhersla er lögð á fjölbreytni, nýsköpun vegna þeirra áskorana sem samfélagið stendur frammi fyrir og akademískt frelsi. Það er mikilvægt að skólinn búi við forystu sem byggir á skýrri sýn, hugrekki og gagnsæi. Silja Bára er svarið við þeirri þörf og ég styð hana heilshugar til rektors Háskóla Íslands. Ég hvet allt háskólasamfélagið til að gera hið sama. Framsýni Silju Báru, reynsla og eldmóður munu tryggja bjarta framtíð fyrir öll, bæði nemendur og starfsfólk sem og íslenskt samfélag. Höfundur er lögmaður og fyrrverandi Stjórnlagaráðsfulltrúi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun