Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Lovísa Arnardóttir skrifar 14. mars 2025 23:33 Páll á von á því að fólk muni vilja halda í steypuna og skipti því í langtímaleigu frekar en skammtímaleigu. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson fasteignasali segir ekki gott að segja til um áhrifin af fyrirhuguðu frumvarpi stjórnvalda um skammtímaleigu. Íbúðum í langtímaleigu muni líklega fjölga frekar en að fólk selji íbúðirnar. Páll fór yfir möguleg áhrif frumvarpsins og fasteignamarkaðinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Samkvæmt frumvarpinu verði fólk til dæmis að vera með lögheimili í því húsnæði sem það vill leigja til skamms tíma og því vel hægt að nýta á meðan fólk er í fríi. Þá megi fólk leigja sumarhús sem er í þeirra eigu. Drög að frumvarpinu voru birt í samráðsgátt í vikunni. Þar er lagt til að heimagisting verði afmörkuð við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, til dæmis sumarbústað. Þá er einnig lagt til að tímabinda þegar útgefin rekstrarleyfi innan þéttbýlis til fimm ára í senn. Einnig er lagt til að sýslumanni verði heimilt að óska eftir nauðsynlegum upplýsingum frá ríkisskattstjóra í tengslum við eftirlit sýslumanns með einstaka málum vegna skráningarskyldrar heimagistingar. Frumvapsdrögin má lesa í samráðsgáttinni með því að smella hér. „Sem þýðir að einstaklingur sem á aukaíbúð í Kópavogi eða miðbæ Reykjavíkur, þar sem hann er ekki með lögheimili, má í raun og veru ekki leigja hana út á AirBnb,“ segir Páll. Páll telur að flestir sem eigi íbúðir sem eru aðeins í skammtímaleigu eins og er fari þá með þær í staðinn í langtímaleigu. Peningurinn sé betur geymdur í steypu en öðrum fjárfestingum og því haldi fólk sig líklega við það frekar en að fara aðra leið. Þannig muni framboð á leigumarkaði aukast. „Það verður skýrasta merkingin,“ segir Páll og á ekki von á því að fólk selji íbúðirnar. Fjögur þúsund íbúðir Páll segir engan hafa talið íbúðirnar sem eru í skammtímaleigu en oft sé talað um að þær geti verið á bilinu þrjú til fjögur þúsund. Páll segir þeim fara fjölgandi sem eiga margar íbúðir í þessum tilgangi, til að leigja þær út. Hann segir hópinn sem sé í þessum viðskiptum vera að yngjast. Sem dæmi hafi hann hitt ungan mann fæddan 1997, 27 ára, sem var að kaupa sína sjöundu íbúð. „Hann er bara búinn að vera að safna frá því hann var tvítugur,“ segir Páll og að hann hafi getað keypt sér svo margar íbúðir með því að nýta sér hækkun á þeirri sem hann keypti á undan til að endurfjármagna og kaupa þá næstu. Skammtímaleigan gangi ekki lengur Þessi ungi maður hafi leigt íbúðirnar í skammtímaleigu því langtímaleigan hafi ekki borgað sig. Þessar nýju reglur muni gera það að verkum að hann geti ekki lengur bjargað sér með skammtímaleigu heldur muni þá aðeins geta leigt út þá íbúð þar sem hann sjálfur er með lögheimili. Páll segir hægt að líta á málið með mörgum augum. Fasteignaeigendur telji margir að stjórnvöld eigi ekki að skipta sér af því hvað þau geri á sínu heimili, eða sinni eign, en svo á móti komi rökin um skort á leigumarkaði og hækkandi verð. Þá sé einnig hægt að tala um hótel og aðra gististaði sem greiði skatt og gjöld fyrir að reka gistingu. Þeim finnist ósanngjarnt að missa viðskiptin sín í starfsemi sem er ekki endilega samanburðarhæf. Hann segir þetta þó alveg í takt við það sem ríkisstjórnin sagðist ætla að gera og það verði áhugavert í kjölfarið að fylgjast með því hversu margar íbúðir fari í langtímaleigu eða sölu. Páll segir leiguverð og fasteignaverð haldast í hendur. Fasteign hafi síðustu 20 til 30 ár hækkað um níu til tíu prósent á ári. Það séu sveiflur en svipuðum hækkunum sé spáð næstu mánuði. Hann segir mikla sölu í upphafi árs og flestir fasteignasalar upplifa það sama. Það séu fá nýbyggingaverkefni í gangi og margir hafi áhyggjur af því að það verði skortur 2026 til 2028 og verðið rjúki enn hraðar upp. Hann segir hugmyndir hjá nýrri borgar- og ríkisstjórn en vonar að eitthvað gerist fljótlega. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Íbúðum sem teknar hafa verið af sölu hefur fjölgað hratt á síðustu mánuðum. Sú fjölgun bendir til þess að umsvif á fasteignamarkaði hafi aukist á síðustu tveimur mánuðum. 13. mars 2025 15:34 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Samkvæmt frumvarpinu verði fólk til dæmis að vera með lögheimili í því húsnæði sem það vill leigja til skamms tíma og því vel hægt að nýta á meðan fólk er í fríi. Þá megi fólk leigja sumarhús sem er í þeirra eigu. Drög að frumvarpinu voru birt í samráðsgátt í vikunni. Þar er lagt til að heimagisting verði afmörkuð við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, til dæmis sumarbústað. Þá er einnig lagt til að tímabinda þegar útgefin rekstrarleyfi innan þéttbýlis til fimm ára í senn. Einnig er lagt til að sýslumanni verði heimilt að óska eftir nauðsynlegum upplýsingum frá ríkisskattstjóra í tengslum við eftirlit sýslumanns með einstaka málum vegna skráningarskyldrar heimagistingar. Frumvapsdrögin má lesa í samráðsgáttinni með því að smella hér. „Sem þýðir að einstaklingur sem á aukaíbúð í Kópavogi eða miðbæ Reykjavíkur, þar sem hann er ekki með lögheimili, má í raun og veru ekki leigja hana út á AirBnb,“ segir Páll. Páll telur að flestir sem eigi íbúðir sem eru aðeins í skammtímaleigu eins og er fari þá með þær í staðinn í langtímaleigu. Peningurinn sé betur geymdur í steypu en öðrum fjárfestingum og því haldi fólk sig líklega við það frekar en að fara aðra leið. Þannig muni framboð á leigumarkaði aukast. „Það verður skýrasta merkingin,“ segir Páll og á ekki von á því að fólk selji íbúðirnar. Fjögur þúsund íbúðir Páll segir engan hafa talið íbúðirnar sem eru í skammtímaleigu en oft sé talað um að þær geti verið á bilinu þrjú til fjögur þúsund. Páll segir þeim fara fjölgandi sem eiga margar íbúðir í þessum tilgangi, til að leigja þær út. Hann segir hópinn sem sé í þessum viðskiptum vera að yngjast. Sem dæmi hafi hann hitt ungan mann fæddan 1997, 27 ára, sem var að kaupa sína sjöundu íbúð. „Hann er bara búinn að vera að safna frá því hann var tvítugur,“ segir Páll og að hann hafi getað keypt sér svo margar íbúðir með því að nýta sér hækkun á þeirri sem hann keypti á undan til að endurfjármagna og kaupa þá næstu. Skammtímaleigan gangi ekki lengur Þessi ungi maður hafi leigt íbúðirnar í skammtímaleigu því langtímaleigan hafi ekki borgað sig. Þessar nýju reglur muni gera það að verkum að hann geti ekki lengur bjargað sér með skammtímaleigu heldur muni þá aðeins geta leigt út þá íbúð þar sem hann sjálfur er með lögheimili. Páll segir hægt að líta á málið með mörgum augum. Fasteignaeigendur telji margir að stjórnvöld eigi ekki að skipta sér af því hvað þau geri á sínu heimili, eða sinni eign, en svo á móti komi rökin um skort á leigumarkaði og hækkandi verð. Þá sé einnig hægt að tala um hótel og aðra gististaði sem greiði skatt og gjöld fyrir að reka gistingu. Þeim finnist ósanngjarnt að missa viðskiptin sín í starfsemi sem er ekki endilega samanburðarhæf. Hann segir þetta þó alveg í takt við það sem ríkisstjórnin sagðist ætla að gera og það verði áhugavert í kjölfarið að fylgjast með því hversu margar íbúðir fari í langtímaleigu eða sölu. Páll segir leiguverð og fasteignaverð haldast í hendur. Fasteign hafi síðustu 20 til 30 ár hækkað um níu til tíu prósent á ári. Það séu sveiflur en svipuðum hækkunum sé spáð næstu mánuði. Hann segir mikla sölu í upphafi árs og flestir fasteignasalar upplifa það sama. Það séu fá nýbyggingaverkefni í gangi og margir hafi áhyggjur af því að það verði skortur 2026 til 2028 og verðið rjúki enn hraðar upp. Hann segir hugmyndir hjá nýrri borgar- og ríkisstjórn en vonar að eitthvað gerist fljótlega.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Íbúðum sem teknar hafa verið af sölu hefur fjölgað hratt á síðustu mánuðum. Sú fjölgun bendir til þess að umsvif á fasteignamarkaði hafi aukist á síðustu tveimur mánuðum. 13. mars 2025 15:34 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Íbúðum sem teknar hafa verið af sölu hefur fjölgað hratt á síðustu mánuðum. Sú fjölgun bendir til þess að umsvif á fasteignamarkaði hafi aukist á síðustu tveimur mánuðum. 13. mars 2025 15:34