Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2025 14:47 Frá vinstri: Francois-Philippe Champagne nýsköpunar, vísinda- og iðnaðarráðherra, Melanie Joly utanríkisráðherra og Dominic LeBlanc fjármálaráðherra. AP/Adrian Wyld Ráðamenn í Kanada hafa tilkynnti viðbragðstolla á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum. Er það eftir að Donald Trump setti 25 prósenta toll á innflutning stáls og áls til Bandaríkjanna. Fjármálaráðherra Kanada segir tolla Trumps og árásir hans á hagkerfi Kanada vera óréttláta. Trump hafi valdið gífurlegum skaða á því sem var best heppnaða viðskiptasambandi heimsins. „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá,“ sagði Dominic LeBlanc samkvæmt frétt Ríkisútvarps Kanada. Tollar Kanadamanna ná til innflutnings sem verðmetinn er á um 29,8 milljarða dala og er það sambærilegt tollum Bandaríkjanna. Tollarnir taka gildi á miðnætti og eru á vörur eins og tölvubúnað, íþróttabúnað, heimilistæki, skjái og annað. Áður höfðu leiðtogar Evrópusambandsins tilkynnti sambærilega tolla á Bandaríkin. Þegar Kanadamenn tilkynntu tollana í dag gagnrýndi utanríkisráðherra landsins Trump fyrir ummæli hans um innlimun Kanada í Bandaríkin og óreiðuna sem hann hefði ollið. „Eini fastinn í þessu óréttlætanlega viðskiptastríði virðist vera orðræða Trumps um að innlima landið okkar með efnahagsþvingunum,“ sagði Mélanie Joly. „Í gær hallaði hann landamæri okkar ímyndaða línu og endurtók virðingarlausan áróður sinn um 51. ríki Bandaríkjanna.“ Ráðamenn í Kanada hafa varað íbúa við því að Trump sé alvara þegar hann tali um að vilja eignast Kanada. Howard Lutnick, viðskiptaráðherra Trumps, ítrekaði þetta í viðtali á Fox News í dag. Þar sagði hann að það besta í stöðunni væri að sameina hagkerfi Kanada og Bandaríkjanna á þann hátt að Kanada yrði 51. ríki Bandaríkjanna. Kanadamenn yrðu að vinna með Bandaríkjamönnum að þessu og ættu að íhuga allt það sem þeir myndu græða á því. Þessi ummæli Trump-liða um Kanada hafa valdið mikilli reiði meðal Kanadamanna á undanförnum vikum. Ef marka má kannanir vestanhafs er lítill vilji meðal þeirra á því að sameinast Bandaríkjunum. Lutnick: "The best way to actually merge the economies of Canada and the United States is for Canada to become our 51st state ... Canada is gonna have to work with us to really integrate their economy, and as the president said, they should consider the amazing advantages of… pic.twitter.com/Lp4xKqoDwa— Aaron Rupar (@atrupar) March 12, 2025 Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Trump hafi valdið gífurlegum skaða á því sem var best heppnaða viðskiptasambandi heimsins. „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá,“ sagði Dominic LeBlanc samkvæmt frétt Ríkisútvarps Kanada. Tollar Kanadamanna ná til innflutnings sem verðmetinn er á um 29,8 milljarða dala og er það sambærilegt tollum Bandaríkjanna. Tollarnir taka gildi á miðnætti og eru á vörur eins og tölvubúnað, íþróttabúnað, heimilistæki, skjái og annað. Áður höfðu leiðtogar Evrópusambandsins tilkynnti sambærilega tolla á Bandaríkin. Þegar Kanadamenn tilkynntu tollana í dag gagnrýndi utanríkisráðherra landsins Trump fyrir ummæli hans um innlimun Kanada í Bandaríkin og óreiðuna sem hann hefði ollið. „Eini fastinn í þessu óréttlætanlega viðskiptastríði virðist vera orðræða Trumps um að innlima landið okkar með efnahagsþvingunum,“ sagði Mélanie Joly. „Í gær hallaði hann landamæri okkar ímyndaða línu og endurtók virðingarlausan áróður sinn um 51. ríki Bandaríkjanna.“ Ráðamenn í Kanada hafa varað íbúa við því að Trump sé alvara þegar hann tali um að vilja eignast Kanada. Howard Lutnick, viðskiptaráðherra Trumps, ítrekaði þetta í viðtali á Fox News í dag. Þar sagði hann að það besta í stöðunni væri að sameina hagkerfi Kanada og Bandaríkjanna á þann hátt að Kanada yrði 51. ríki Bandaríkjanna. Kanadamenn yrðu að vinna með Bandaríkjamönnum að þessu og ættu að íhuga allt það sem þeir myndu græða á því. Þessi ummæli Trump-liða um Kanada hafa valdið mikilli reiði meðal Kanadamanna á undanförnum vikum. Ef marka má kannanir vestanhafs er lítill vilji meðal þeirra á því að sameinast Bandaríkjunum. Lutnick: "The best way to actually merge the economies of Canada and the United States is for Canada to become our 51st state ... Canada is gonna have to work with us to really integrate their economy, and as the president said, they should consider the amazing advantages of… pic.twitter.com/Lp4xKqoDwa— Aaron Rupar (@atrupar) March 12, 2025
Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira