„Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. mars 2025 14:31 Snorri Steinn Guðjónsson stýrir íslensku liði í dag sem er töluvert frábrugðið því sem var á HM í janúar. vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, stýrir löskuðu liði sem mætir Grikklandi ytra í undankeppni EM síðar í dag. Töluverð meiðsli herja á íslenska hópinn en Snorri kveðst hafa trú á þeim mönnum sem eru til staðar. Níu leikmenn sem fóru á HM í janúar síðastliðnum eru fjarverandi vegna meiðsla en þeir spanna allar stöður vallarins. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er frá auk Bjarka Már Elíssonar, Elvars Arnar Jónssonar og Gísla Þorgeirs Kristjánssonar. Hægra megin eru þrjár skyttur frá, Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson og Teitur Örn Einarsson auk línumannana Arnars Freys Arnarssonar og Sveins Jóhannssonar. Þá bárust af því fréttir í gærkvöld að Aron Pálmarsson geti ekki spilað leik dagsins vegna kálfameiðsla. Snorri Steinn þarf því að treysta á frábrugðinn hóp í komandi leikjum við Grikki. „Við erum með sextán menn heila og það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik. Auðvitað var smá hausverkur að velja liðið en eftir að það var klárt hætti ég að velta því fyrir mér að því hverja vantaði. Fór bara að einbeita mér að því sem ég er með í höndunum og þessum leik,“ segir Snorri Steinn. Þarf að velja og hafna áherslum Meiðslin hafi vissulega áhrif á undirbúning en Snorri Steinn kveðst hafa fulla trú á hópnum sem er til staðar. „Þetta hefur áhrif. Þú labbar ekkert inn í þá hluti sem þú varst að gera í janúar, kannski hlutir sem þú ætlaðir að byggja á og gengu vel þá. Það er ekkert langt síðan það var, auðvitað hefði það verið best og ákjósanlegast. En það er bara ekki staðan. Ég vissi alveg að það væru margir tæpir þó ég hafi kannski gert mér vonir um að einhverjir af þeim myndu ná þessum leikjum,“ „En um leið og þetta lá fyrir og ég valdi hópinn hætti ég að velta því fyrir mér. Úr því sem ég hef úr að vleja er þetta sterkasta liðið okkar í dag og við þurfum bara að einbeita okkur að því. Við getum ekki verið að tala um það endalaust. Við höfum bara nýtt þessar tvær æfingar eins vel og hægt er. Það þarf auðvitað aðeins að velja og hafna, þú kannski getur ekki farið yfir alla hluti og þú þarft að koma einhverjum inn í hlutina sem hafa ekki verið eins mikið inni í þeim eins og aðrir,“ segir Snorri Steinn. Ísland mætir Grikklandi klukkan 17:00 í dag. Leikurinn verður sýndur á RÚV en lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Íslenski hópurinn sem mætir Grikklandi Markverðir: Ísak Steinsson, Drammen (0/0) Björgvin Páll Gústavsson, Valur (281/25) Aðrir leikmenn: Andri Rúnarsson, Leipzig (2/0) Arnór Snær Óskarsson, Kolstad (2/0) Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad (3/0) Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (19/6) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (58/124) Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest (41/56) Janus Daði Smárason, Pick Szeged (94/164) Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg (33/61) Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (50/147) Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (24/74) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (83/225) Stiven Tobar Valencia, Benfica (18/18) Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (13/19) Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (100/44) Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Níu leikmenn sem fóru á HM í janúar síðastliðnum eru fjarverandi vegna meiðsla en þeir spanna allar stöður vallarins. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er frá auk Bjarka Már Elíssonar, Elvars Arnar Jónssonar og Gísla Þorgeirs Kristjánssonar. Hægra megin eru þrjár skyttur frá, Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson og Teitur Örn Einarsson auk línumannana Arnars Freys Arnarssonar og Sveins Jóhannssonar. Þá bárust af því fréttir í gærkvöld að Aron Pálmarsson geti ekki spilað leik dagsins vegna kálfameiðsla. Snorri Steinn þarf því að treysta á frábrugðinn hóp í komandi leikjum við Grikki. „Við erum með sextán menn heila og það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik. Auðvitað var smá hausverkur að velja liðið en eftir að það var klárt hætti ég að velta því fyrir mér að því hverja vantaði. Fór bara að einbeita mér að því sem ég er með í höndunum og þessum leik,“ segir Snorri Steinn. Þarf að velja og hafna áherslum Meiðslin hafi vissulega áhrif á undirbúning en Snorri Steinn kveðst hafa fulla trú á hópnum sem er til staðar. „Þetta hefur áhrif. Þú labbar ekkert inn í þá hluti sem þú varst að gera í janúar, kannski hlutir sem þú ætlaðir að byggja á og gengu vel þá. Það er ekkert langt síðan það var, auðvitað hefði það verið best og ákjósanlegast. En það er bara ekki staðan. Ég vissi alveg að það væru margir tæpir þó ég hafi kannski gert mér vonir um að einhverjir af þeim myndu ná þessum leikjum,“ „En um leið og þetta lá fyrir og ég valdi hópinn hætti ég að velta því fyrir mér. Úr því sem ég hef úr að vleja er þetta sterkasta liðið okkar í dag og við þurfum bara að einbeita okkur að því. Við getum ekki verið að tala um það endalaust. Við höfum bara nýtt þessar tvær æfingar eins vel og hægt er. Það þarf auðvitað aðeins að velja og hafna, þú kannski getur ekki farið yfir alla hluti og þú þarft að koma einhverjum inn í hlutina sem hafa ekki verið eins mikið inni í þeim eins og aðrir,“ segir Snorri Steinn. Ísland mætir Grikklandi klukkan 17:00 í dag. Leikurinn verður sýndur á RÚV en lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Íslenski hópurinn sem mætir Grikklandi Markverðir: Ísak Steinsson, Drammen (0/0) Björgvin Páll Gústavsson, Valur (281/25) Aðrir leikmenn: Andri Rúnarsson, Leipzig (2/0) Arnór Snær Óskarsson, Kolstad (2/0) Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad (3/0) Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (19/6) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (58/124) Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest (41/56) Janus Daði Smárason, Pick Szeged (94/164) Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg (33/61) Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (50/147) Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (24/74) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (83/225) Stiven Tobar Valencia, Benfica (18/18) Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (13/19) Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (100/44)
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira