Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Árni Sæberg skrifar 11. mars 2025 13:57 Bjarni Benediktsson kannast ekki við neina „leið Bjarna“ í máli ÍL-sjóðs. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist hafa talið þá leið sem valin hefur verið í málefnum ÍL-sjóðs þá bestu frá upphafi. Tal um „leið Bjarna“ í þeim efnum sé einkennilegt. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tilkynnti í gær að viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hefðu saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða muni fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Fái tillögurnar framgang á fundi ráðuneytisins og kröfuhafa mun ÍL-sjóðsmálið vera leitt til lykta en það náði hámæli fyrir rúmum tveimur árum þegar Bjarni kynnti áform um lagasetningu um slit ógjaldfærra opinberra stofnana. Bjarni var harðlega gagnrýndur á sínum tíma og meðal annars sagður ætla að seilast ofan í vasa landsmanna, með því að gera ekki upp skuldir ÍL-sjóðs við lífeyrissjóðina. Til að mynda gáfu tuttugu lífeyrissjóðir út yfirlýsingu þar sem áformin voru fordæmd. Kannast ekki við leið Bjarna Framkvæmdastjóri Gildis - lífeyrissjóðs sagði í hádegisfréttum í gær að hann fagnaði því að tillögurnar væru fram komnar. Þær væru frekar í takt við þá leið sem lífeyrissjóðirnir vildu en upphaflegar hugmyndir Bjarna. „Nú eru komin rúm tvö ár frá því að ég birti pistil sem ég ætla að endurbirta (hér neðst) í tilefni af einkennilegum fullyrðingum sem fljúga fyrir, m.a. um ,,leið Bjarna" í ÍL-sjóðs málinu, sem sögð er hafa verið að slíta ÍL sjóði sama hvað,“ segir Bjarni í færslu á opinberri Facebooksíðu sinni. Samningaleiðin farsælust Hann segir að það verði vonandi ljóst þeim, sem hafa fyrir því að kynna sér málið, að samningaleið hefði að hans mati verið farsælust frá upphafi, þótt það hefði langan tíma að koma þeim viðræðum af stað enda væru hagsmunir miklir á alla kanta. Frumvarp um almenna lagaheimild fyrir ríkið til að slíta sjóðum sem þessum ætti að hans mati að koma fram, algerlega óháð niðurstöðu þessa máls. Það sé mikilvægt til framtíðar, jafnvel þótt samið verði um uppgjör og slit ÍL-sjóðs, að lögfesta þær reglur sem er að finna í frumvarpinu. „Ég fagna því að niðurstaða hafi fengist hjá samninganefndum í þessu stóra hagsmunamáli, sem ég taldi óforsvaranlegt annað en að setja á dagskrá og fá lausn á. Það er óskandi að málið fái lendingu í framhaldinu hjá þeim sem halda á kröfunum og í þinginu.“ Til einhvers að hefja vegferðina Með því að málið leysist muni, samkvæmt ráðuneyti hans fyrrverandi: Greiðsluflæði ríkissjóðs batna Skuldastaða A- hluta ríkissjóðs lækka um amk 5% af VLF Ríkisábyrgðir lækka um 88% „Það var þá til einhvers að setja málið af stað sýnist mér,“ segir Bjarni ÍL-sjóður Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið tilkynnti í gær að viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hefðu saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða muni fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Fái tillögurnar framgang á fundi ráðuneytisins og kröfuhafa mun ÍL-sjóðsmálið vera leitt til lykta en það náði hámæli fyrir rúmum tveimur árum þegar Bjarni kynnti áform um lagasetningu um slit ógjaldfærra opinberra stofnana. Bjarni var harðlega gagnrýndur á sínum tíma og meðal annars sagður ætla að seilast ofan í vasa landsmanna, með því að gera ekki upp skuldir ÍL-sjóðs við lífeyrissjóðina. Til að mynda gáfu tuttugu lífeyrissjóðir út yfirlýsingu þar sem áformin voru fordæmd. Kannast ekki við leið Bjarna Framkvæmdastjóri Gildis - lífeyrissjóðs sagði í hádegisfréttum í gær að hann fagnaði því að tillögurnar væru fram komnar. Þær væru frekar í takt við þá leið sem lífeyrissjóðirnir vildu en upphaflegar hugmyndir Bjarna. „Nú eru komin rúm tvö ár frá því að ég birti pistil sem ég ætla að endurbirta (hér neðst) í tilefni af einkennilegum fullyrðingum sem fljúga fyrir, m.a. um ,,leið Bjarna" í ÍL-sjóðs málinu, sem sögð er hafa verið að slíta ÍL sjóði sama hvað,“ segir Bjarni í færslu á opinberri Facebooksíðu sinni. Samningaleiðin farsælust Hann segir að það verði vonandi ljóst þeim, sem hafa fyrir því að kynna sér málið, að samningaleið hefði að hans mati verið farsælust frá upphafi, þótt það hefði langan tíma að koma þeim viðræðum af stað enda væru hagsmunir miklir á alla kanta. Frumvarp um almenna lagaheimild fyrir ríkið til að slíta sjóðum sem þessum ætti að hans mati að koma fram, algerlega óháð niðurstöðu þessa máls. Það sé mikilvægt til framtíðar, jafnvel þótt samið verði um uppgjör og slit ÍL-sjóðs, að lögfesta þær reglur sem er að finna í frumvarpinu. „Ég fagna því að niðurstaða hafi fengist hjá samninganefndum í þessu stóra hagsmunamáli, sem ég taldi óforsvaranlegt annað en að setja á dagskrá og fá lausn á. Það er óskandi að málið fái lendingu í framhaldinu hjá þeim sem halda á kröfunum og í þinginu.“ Til einhvers að hefja vegferðina Með því að málið leysist muni, samkvæmt ráðuneyti hans fyrrverandi: Greiðsluflæði ríkissjóðs batna Skuldastaða A- hluta ríkissjóðs lækka um amk 5% af VLF Ríkisábyrgðir lækka um 88% „Það var þá til einhvers að setja málið af stað sýnist mér,“ segir Bjarni
ÍL-sjóður Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira