„Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. febrúar 2025 21:41 DeAndre Kane í baráttunni gegn Remu Raitanen. Vísir/Hulda Margrét DeAndre Kane átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í 101-91 sigri á Keflavík í Smáranum í kvöld. Kane var magnaður á báðum endum vallarins og hann viðurkenndi í viðtali eftir leik að leikir gegn Keflavík skiptu meira máli en aðrir leikir. „Þriggja vikna frí og leikir gegn Keflavík eru alltaf skemmtilegir leikir og þeir mæta með mikinn karakter. Við vissum að við þyrftum að verja heimavöllinn eftir að hafa tapað síðasta leik,“ sagði Kane í viðtali eftir leik. „Við ætluðum að mæta til leiks og vera öflugir frá byrjun til enda. Setja skotin, spila vörn og gefa allt í leikinn. Við gerðum það og unnum.“ Kane fór þó ekkert fram úr sér þrátt fyrir sigurinn enda leikur Grindavíkur langt frá því að vera gallalaus í kvöld. „Við tökum bara einn leik í einu. Við erum ekki að horfa á þriðja leikinn eða leikinn þar á undan. Við tökum næsta leik og höldum áfram þaðan. Við erum ekki að horfa á úrslitakeppnina, við viljum enda deildina vel. Byggja upp liðsanda og stilla okkur vel saman.“ Kane mætti í viðtalið með blóðuga vör eftir harða baráttu í leiknum. „Algjörlega, þetta er ekki neitt. Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður. Þetta er ekki neitt.“ Kane skoraði 27 stig í leiknum í kvöld. Hann tók þar að auki 10 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 4 boltum. Fimm stjörnu frammistaða og þar að auki setti hann tvö stór þriggja stiga skot á gríðarlega mikilvægu augnabliki í fjórða leikhluta. „Það var mjög mikilvægt eftir að hafa klúðrað fjórum vítum og skotið tveimur loftboltum. Þeir voru að skipta mikið og hann bakkaði niður. Ég þurfti að skjóta með sjálfstrausti og setti nokkur niður.“ DeAndre Kane spilaði best allra í Smáranum.Vísir/Hulda Margrét Kane tók nokkra unga Grindvíkinga með sér í viðtalið og vildi með því borga til baka fyrir góðan stuðning í kvöld. „Þetta eru strákarnir mínir, þeir styðja okkur alltaf. Við getum ekki unnið án þeirra og þess vegna tók ég þá með mér.“ Bónus-deild karla Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
„Þriggja vikna frí og leikir gegn Keflavík eru alltaf skemmtilegir leikir og þeir mæta með mikinn karakter. Við vissum að við þyrftum að verja heimavöllinn eftir að hafa tapað síðasta leik,“ sagði Kane í viðtali eftir leik. „Við ætluðum að mæta til leiks og vera öflugir frá byrjun til enda. Setja skotin, spila vörn og gefa allt í leikinn. Við gerðum það og unnum.“ Kane fór þó ekkert fram úr sér þrátt fyrir sigurinn enda leikur Grindavíkur langt frá því að vera gallalaus í kvöld. „Við tökum bara einn leik í einu. Við erum ekki að horfa á þriðja leikinn eða leikinn þar á undan. Við tökum næsta leik og höldum áfram þaðan. Við erum ekki að horfa á úrslitakeppnina, við viljum enda deildina vel. Byggja upp liðsanda og stilla okkur vel saman.“ Kane mætti í viðtalið með blóðuga vör eftir harða baráttu í leiknum. „Algjörlega, þetta er ekki neitt. Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður. Þetta er ekki neitt.“ Kane skoraði 27 stig í leiknum í kvöld. Hann tók þar að auki 10 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 4 boltum. Fimm stjörnu frammistaða og þar að auki setti hann tvö stór þriggja stiga skot á gríðarlega mikilvægu augnabliki í fjórða leikhluta. „Það var mjög mikilvægt eftir að hafa klúðrað fjórum vítum og skotið tveimur loftboltum. Þeir voru að skipta mikið og hann bakkaði niður. Ég þurfti að skjóta með sjálfstrausti og setti nokkur niður.“ DeAndre Kane spilaði best allra í Smáranum.Vísir/Hulda Margrét Kane tók nokkra unga Grindvíkinga með sér í viðtalið og vildi með því borga til baka fyrir góðan stuðning í kvöld. „Þetta eru strákarnir mínir, þeir styðja okkur alltaf. Við getum ekki unnið án þeirra og þess vegna tók ég þá með mér.“
Bónus-deild karla Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira