Setur háa tolla á Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2025 19:22 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin. Ekki liggur fyrir hvort umræddir tollar eigi við EES-ríkin, eins og Ísland, en Trump sagði að tollarnir yrðu opinberaðir frekar „á næstunni“. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, sagði við þarlenda blaðamenn að skilaboðin frá Bandaríkjunum væru alvarleg. En ummæli hans um að Norðmenn þurfi að passa hvernig þeir koma út úr mögulegu tollastríði ESB og Bandaríkjanna gefa til kynna að hann telji að tollarnir nái ekki yfir EES-ríkin. Þetta sagði Trump á ríkisstjórnarfundi í Washington DC. Þar sagði hann einnig að tollarnir yrðu almennir en nefndi bíla sérstaklega. Hann sagði Evrópusambandið hafa misnotað Bandaríkin og að allir þyrftu að hafa á hreinu að ESB hefði verið stofnað til að arðræna Bandaríkin (e: Screw with the United states). Það hefði verið tilgangurinn með stofnun ESB og ráðamenn í Evrópu hefðu staðið sig vel í því, hingað til. Þegar hann var spurður hvort Evrópa myndi svara fyrir sig, sagði hann að það myndi engin áhrif hafa. Hann sagði einnig að tollar sem átti að setja á vörur frá Mexíkó og Kanada, en var frestað um mánuð, tækju gildi þann 2. apríl. Sjá einnig: Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Trump hefur lengi kvartað yfir viðskiptahalla gagnvart Evrópu og sagt að Evrópuríkin ættu að flytja inn fleiri bíla frá Bandaríkjunum. Það ítrekaði hann í dag. Forsetinn hefur áður hækkað tolla sem hann setti á Kína á sínu fyrra kjörtímabili og Joe Biden hélt. Bandaríkin eru eitt helsta viðskiptaríki Íslands. Árið 2024 fluttum við vörur fyrir rúma 110 milljarða til Bandaríkjanna. Innflutningur frá Bandaríkjunum var 166,6 milljarðar. Fréttin hefur verið uppfærð vegna rangfærslna um útflutning til Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkin Evrópusambandið Skattar og tollar Tengdar fréttir Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. 21. febrúar 2025 11:26 Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir leiðtoga Evrópu uggandi en að samband Evrópu og Bandaríkjanna sé ekki að versna heldur breytast. Hún ræddi við fréttastofu um vendingar í alþjóðamálunum að lokinni umfangsmikilli öryggisráðstefnu í München sem hún sótti ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. 16. febrúar 2025 16:38 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvort umræddir tollar eigi við EES-ríkin, eins og Ísland, en Trump sagði að tollarnir yrðu opinberaðir frekar „á næstunni“. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, sagði við þarlenda blaðamenn að skilaboðin frá Bandaríkjunum væru alvarleg. En ummæli hans um að Norðmenn þurfi að passa hvernig þeir koma út úr mögulegu tollastríði ESB og Bandaríkjanna gefa til kynna að hann telji að tollarnir nái ekki yfir EES-ríkin. Þetta sagði Trump á ríkisstjórnarfundi í Washington DC. Þar sagði hann einnig að tollarnir yrðu almennir en nefndi bíla sérstaklega. Hann sagði Evrópusambandið hafa misnotað Bandaríkin og að allir þyrftu að hafa á hreinu að ESB hefði verið stofnað til að arðræna Bandaríkin (e: Screw with the United states). Það hefði verið tilgangurinn með stofnun ESB og ráðamenn í Evrópu hefðu staðið sig vel í því, hingað til. Þegar hann var spurður hvort Evrópa myndi svara fyrir sig, sagði hann að það myndi engin áhrif hafa. Hann sagði einnig að tollar sem átti að setja á vörur frá Mexíkó og Kanada, en var frestað um mánuð, tækju gildi þann 2. apríl. Sjá einnig: Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Trump hefur lengi kvartað yfir viðskiptahalla gagnvart Evrópu og sagt að Evrópuríkin ættu að flytja inn fleiri bíla frá Bandaríkjunum. Það ítrekaði hann í dag. Forsetinn hefur áður hækkað tolla sem hann setti á Kína á sínu fyrra kjörtímabili og Joe Biden hélt. Bandaríkin eru eitt helsta viðskiptaríki Íslands. Árið 2024 fluttum við vörur fyrir rúma 110 milljarða til Bandaríkjanna. Innflutningur frá Bandaríkjunum var 166,6 milljarðar. Fréttin hefur verið uppfærð vegna rangfærslna um útflutning til Bandaríkjanna.
Donald Trump Bandaríkin Evrópusambandið Skattar og tollar Tengdar fréttir Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. 21. febrúar 2025 11:26 Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir leiðtoga Evrópu uggandi en að samband Evrópu og Bandaríkjanna sé ekki að versna heldur breytast. Hún ræddi við fréttastofu um vendingar í alþjóðamálunum að lokinni umfangsmikilli öryggisráðstefnu í München sem hún sótti ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. 16. febrúar 2025 16:38 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Sjá meira
Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. 21. febrúar 2025 11:26
Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir leiðtoga Evrópu uggandi en að samband Evrópu og Bandaríkjanna sé ekki að versna heldur breytast. Hún ræddi við fréttastofu um vendingar í alþjóðamálunum að lokinni umfangsmikilli öryggisráðstefnu í München sem hún sótti ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. 16. febrúar 2025 16:38