Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 08:01 Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin eru einföld. Lífsstíll er ekkert til að grínast með, hann er þvert á móti dauðans alvara. Að minnsta kosti þriðjungur krabbameina hefur tengsl við óheilbrigðar lífsvenjur. Þriðji hver Íslendingur getur í dag vænst þess að fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og árlega fá að meðaltali 1.017 karlmenn krabbamein. Þekking á krabbameinum eykst stöðugt með öflugu vísindastarfi um allan heim. Rannsóknirnar hafa leitt til verulegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina en það þarf að nýta þær betur í forvarnarskyni. Við vitum að mörg krabbamein eiga sér lífsstílstengda áhættuþætti og þá vitneskju er mikilvægt að við tökum til okkar hvert og eitt og reynum að draga eins mikið úr krabbameinsáhættu okkar og við getum. Mest um vert er að geta komið í veg fyrir krabbamein Því miður getum við ekki tryggt okkur gegn krabbameinum. Við getum samt gert ýmislegt til að draga úr líkunum á að við fáum krabbamein eins og að: - Reykja hvorki né nota tóbak - Hreyfa okkur reglulega - Sleppa eða draga úr áfengisneyslu - Huga að heilsusamlegu mataræði - Stefna að hæfilegri líkamsþyngd - Vernda okkur gegn geislum sólar og nota ekki ljósabekki Meðal algengustu krabbameina hjá karlmönnum eru lungnakrabbamein og krabbamein í ristli og endaþarmi, krabbamein sem hafa þekkta áhættuþætti. Lækkun í nýgengi og dánartíðni af völdum lungnakrabbameina er frábært dæmi um árangur af forvarnarstarfi sem leiddi til breytingar á lífsstíl fólks, hverfandi tóbaksreykinga. Það gefur auga leið að hvert einasta tilvik sem hægt er að koma í veg fyrir skiptir máli, fyrir einstaklinginn sjálfan, fjölskyldur og samfélagið allt. Grínast stjórnvöld með lífsstílinn? Krabbameinsfélagið vill auka þekkingu almennings á áhættuþáttum og að fleiri tileinki sér lífsvenjur sem draga úr krabbameinsáhættu. En fleira þarf til. Við biðlum til stjórnvalda sem nýverið óskuðu eftir tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri að fjárfesta í stefnum og aðgerðum sem auðvelda almenningi að taka heilsusamlegar ákvarðanir í daglegu lífi. Stjórnvöld hafa margt í hendi sér, aðgengi að hreyfingu á öllum skólastigum, skattlagningu á matvælum, takmörkun á aðgengi að vörum sem eru þekktir áhættuþættir, líkt og áfengi og fleira má nefna. Í mörgum löndum er horft til Íslands varðandi árangur í tóbaksvörnum og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur til að önnur lönd horfi til Íslands og annarra Norðurlanda varðandi fyrirkomulag sölu á áfengi. Við getum verið fyrirmynd annarra. Ekkert er of lítið og það er aldrei of seint Daglegar venjur okkar skipta máli varðandi krabbamein, það er óumdeilt. Öll skref í rétta átt eru til bóta og það er aldrei of seint að taka þau. Það þarf ekki endilega svo mikið til, svolítið meiri neysla á grænmeti og ávöxtum og örlítið meiri hreyfing eru til dæmis mikilvæg skref í rétta átt. Heilsusamlegar lífsvenjur draga úr líkum á krabbameinum og þeir sem hafa tileinkað sér hann standa að auki betur ef þeir fá krabbamein. En af hverju fjáröflun? Af því að lífið liggur við. Krabbameinsfélagið er 74 ára félag, stofnað af fólkinu í landinu og hefur alla tíð verið rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja. Félagið, með 27 aðildarfélögum sínum, lætur sig allt varða þegar kemur að krabbameinum; forvarnir, hagsmunagæslu, fræðslu, krabbameinsrannsóknir, ráðgjöf og stuðning við sjúklinga og aðstandendur um allt land. Í Mottumars söfnum við fyrir öllu þessu. Við viljum fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og vinna að því að þeir og fjölskyldur þeirra lifi sem bestu lífi með og eftir krabbamein. Krabbamein varða okkur öll. Með því að safna og skarta myndarlegri mottu, taka þátt í Mottumarshlaupinu, veita fræðsluskilaboðum athygli og ekki síst með kaupum á gullfallegum Mottumarssokkum úr smiðju Havarís leggur þú þitt af mörkum. Við þökkum þér fyrirfram fyrir stuðninginn. Ekki grínast með lífsstílinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin eru einföld. Lífsstíll er ekkert til að grínast með, hann er þvert á móti dauðans alvara. Að minnsta kosti þriðjungur krabbameina hefur tengsl við óheilbrigðar lífsvenjur. Þriðji hver Íslendingur getur í dag vænst þess að fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og árlega fá að meðaltali 1.017 karlmenn krabbamein. Þekking á krabbameinum eykst stöðugt með öflugu vísindastarfi um allan heim. Rannsóknirnar hafa leitt til verulegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina en það þarf að nýta þær betur í forvarnarskyni. Við vitum að mörg krabbamein eiga sér lífsstílstengda áhættuþætti og þá vitneskju er mikilvægt að við tökum til okkar hvert og eitt og reynum að draga eins mikið úr krabbameinsáhættu okkar og við getum. Mest um vert er að geta komið í veg fyrir krabbamein Því miður getum við ekki tryggt okkur gegn krabbameinum. Við getum samt gert ýmislegt til að draga úr líkunum á að við fáum krabbamein eins og að: - Reykja hvorki né nota tóbak - Hreyfa okkur reglulega - Sleppa eða draga úr áfengisneyslu - Huga að heilsusamlegu mataræði - Stefna að hæfilegri líkamsþyngd - Vernda okkur gegn geislum sólar og nota ekki ljósabekki Meðal algengustu krabbameina hjá karlmönnum eru lungnakrabbamein og krabbamein í ristli og endaþarmi, krabbamein sem hafa þekkta áhættuþætti. Lækkun í nýgengi og dánartíðni af völdum lungnakrabbameina er frábært dæmi um árangur af forvarnarstarfi sem leiddi til breytingar á lífsstíl fólks, hverfandi tóbaksreykinga. Það gefur auga leið að hvert einasta tilvik sem hægt er að koma í veg fyrir skiptir máli, fyrir einstaklinginn sjálfan, fjölskyldur og samfélagið allt. Grínast stjórnvöld með lífsstílinn? Krabbameinsfélagið vill auka þekkingu almennings á áhættuþáttum og að fleiri tileinki sér lífsvenjur sem draga úr krabbameinsáhættu. En fleira þarf til. Við biðlum til stjórnvalda sem nýverið óskuðu eftir tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri að fjárfesta í stefnum og aðgerðum sem auðvelda almenningi að taka heilsusamlegar ákvarðanir í daglegu lífi. Stjórnvöld hafa margt í hendi sér, aðgengi að hreyfingu á öllum skólastigum, skattlagningu á matvælum, takmörkun á aðgengi að vörum sem eru þekktir áhættuþættir, líkt og áfengi og fleira má nefna. Í mörgum löndum er horft til Íslands varðandi árangur í tóbaksvörnum og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur til að önnur lönd horfi til Íslands og annarra Norðurlanda varðandi fyrirkomulag sölu á áfengi. Við getum verið fyrirmynd annarra. Ekkert er of lítið og það er aldrei of seint Daglegar venjur okkar skipta máli varðandi krabbamein, það er óumdeilt. Öll skref í rétta átt eru til bóta og það er aldrei of seint að taka þau. Það þarf ekki endilega svo mikið til, svolítið meiri neysla á grænmeti og ávöxtum og örlítið meiri hreyfing eru til dæmis mikilvæg skref í rétta átt. Heilsusamlegar lífsvenjur draga úr líkum á krabbameinum og þeir sem hafa tileinkað sér hann standa að auki betur ef þeir fá krabbamein. En af hverju fjáröflun? Af því að lífið liggur við. Krabbameinsfélagið er 74 ára félag, stofnað af fólkinu í landinu og hefur alla tíð verið rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja. Félagið, með 27 aðildarfélögum sínum, lætur sig allt varða þegar kemur að krabbameinum; forvarnir, hagsmunagæslu, fræðslu, krabbameinsrannsóknir, ráðgjöf og stuðning við sjúklinga og aðstandendur um allt land. Í Mottumars söfnum við fyrir öllu þessu. Við viljum fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og vinna að því að þeir og fjölskyldur þeirra lifi sem bestu lífi með og eftir krabbamein. Krabbamein varða okkur öll. Með því að safna og skarta myndarlegri mottu, taka þátt í Mottumarshlaupinu, veita fræðsluskilaboðum athygli og ekki síst með kaupum á gullfallegum Mottumarssokkum úr smiðju Havarís leggur þú þitt af mörkum. Við þökkum þér fyrirfram fyrir stuðninginn. Ekki grínast með lífsstílinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun