Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar 23. febrúar 2025 18:01 Fjöldi fólks hefur hneykslast á kynningarfundi sjálfstæðismanna á þingflokki sínum og hæfi hans að fjalla um veigamikil mál. Kynningin fór fram með sýnikennslu í þingsal Alþingis. Sýningarefnið á fundinum var umræður um andúð þingmanna Sjálfstæðisflokksins á því spellvirki að hafa plasttappa fasta við fernur og flöskur. Sýningin stóð yfir í fjóra og hálfan tíma. Sagt er að þessi sýning Sjálfstæðismanna hafi verið sett upp í þeim tilgangi að tefja störf þingsins. Ég held að það sé ekki aðal ástæðan heldur sé aðal ástæðan komandi landsfundur. Á landsfundi er kosið í áhrifastöður og embætti flokksins. Til að ná árangri í þeirri keppni þurfa keppendur að vera vel séðir af þeim sem þar kjósa. Það er held ég aðal ástæðan fyrir sýningunni. Þingmenn flokksins álíta sig þekkja sitt fólk og hvað því þykir best á milli tannanna, því var tappaumræðan á Alþingi fyrir kjósendur á landsfundi til að auðvelda þeim að gera upp hug sinn. Helsti talsmaður málsins J.P. Zimsen fullyrti að áfastir tappar ykju álag á sjúkrahús landsins og ef Tappafólkið næði meirihluta í höfuðborginni þá ætlaði hann að flytja í tjald í Kópavogi. Vá maður, hugsið ykkur fórnfýsi hans fyrir flokkinn. Svona manni má sko treysta - ég kýs hann. Ég held reyndar að svona fólk hugsi ekki - gangi bara á mænunni. Margur ætlar mann af sér Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki áttað sig á, að þorri kjósenda úr öllum flokkum veit það sem þeir vita ekki, að lausir plasttappar kvelja og drepa tugi þúsunda fugla og sjávardýra á hverju degi um allan heim. Það er mannúð og dýravernd að vila stöðva þær kvalir og dráp. Upphlaup og æsingur meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins segir lítið um kjósendur, en það segir grátlega mikið um þingflokkinn og vanmat hans á fulltrúum á landsfundi. Það er nánast hægt að dagsetja hvenær tjaldið var dregið frá leiksviði flokksins og innra ástand hans og vanhæfi meirihluta þingflokksins blasti við öllum almenningi. Sá meirihluti og foringjar hans bera mesta ábyrgð á fylgishruni, volæði og eymd flokksins í dag. Það er svo kaldhæðni örlaganna, að þau, sem hófu skollaleikinn híma nú álengdar í almennum stæðum, og spyrja eins Jón Hreggviðsson „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ Slæmar afleiðingar af atburðarásinni, sem skammsýnir framagosar ýttu í gang verða ekki lagfærðar með 4 tíma lélegri sýningu á hálfvitahætti og skrækjandi aularæðum í Alþingi. Það háttalag sæmir engum, ekki einu sinni þeim lánlausu fúskurum, sem nú ráða í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er rafiðnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Fjöldi fólks hefur hneykslast á kynningarfundi sjálfstæðismanna á þingflokki sínum og hæfi hans að fjalla um veigamikil mál. Kynningin fór fram með sýnikennslu í þingsal Alþingis. Sýningarefnið á fundinum var umræður um andúð þingmanna Sjálfstæðisflokksins á því spellvirki að hafa plasttappa fasta við fernur og flöskur. Sýningin stóð yfir í fjóra og hálfan tíma. Sagt er að þessi sýning Sjálfstæðismanna hafi verið sett upp í þeim tilgangi að tefja störf þingsins. Ég held að það sé ekki aðal ástæðan heldur sé aðal ástæðan komandi landsfundur. Á landsfundi er kosið í áhrifastöður og embætti flokksins. Til að ná árangri í þeirri keppni þurfa keppendur að vera vel séðir af þeim sem þar kjósa. Það er held ég aðal ástæðan fyrir sýningunni. Þingmenn flokksins álíta sig þekkja sitt fólk og hvað því þykir best á milli tannanna, því var tappaumræðan á Alþingi fyrir kjósendur á landsfundi til að auðvelda þeim að gera upp hug sinn. Helsti talsmaður málsins J.P. Zimsen fullyrti að áfastir tappar ykju álag á sjúkrahús landsins og ef Tappafólkið næði meirihluta í höfuðborginni þá ætlaði hann að flytja í tjald í Kópavogi. Vá maður, hugsið ykkur fórnfýsi hans fyrir flokkinn. Svona manni má sko treysta - ég kýs hann. Ég held reyndar að svona fólk hugsi ekki - gangi bara á mænunni. Margur ætlar mann af sér Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki áttað sig á, að þorri kjósenda úr öllum flokkum veit það sem þeir vita ekki, að lausir plasttappar kvelja og drepa tugi þúsunda fugla og sjávardýra á hverju degi um allan heim. Það er mannúð og dýravernd að vila stöðva þær kvalir og dráp. Upphlaup og æsingur meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins segir lítið um kjósendur, en það segir grátlega mikið um þingflokkinn og vanmat hans á fulltrúum á landsfundi. Það er nánast hægt að dagsetja hvenær tjaldið var dregið frá leiksviði flokksins og innra ástand hans og vanhæfi meirihluta þingflokksins blasti við öllum almenningi. Sá meirihluti og foringjar hans bera mesta ábyrgð á fylgishruni, volæði og eymd flokksins í dag. Það er svo kaldhæðni örlaganna, að þau, sem hófu skollaleikinn híma nú álengdar í almennum stæðum, og spyrja eins Jón Hreggviðsson „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ Slæmar afleiðingar af atburðarásinni, sem skammsýnir framagosar ýttu í gang verða ekki lagfærðar með 4 tíma lélegri sýningu á hálfvitahætti og skrækjandi aularæðum í Alþingi. Það háttalag sæmir engum, ekki einu sinni þeim lánlausu fúskurum, sem nú ráða í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er rafiðnaðarmaður
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun