Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 08:31 Það er mikilvægt fyrir alla landsmenn, framtíð lands og þjóðar, að til forystu í Sjálfstæðisflokknum veljist einstaklingur sem hefur í lífi sínu haft kynni af okkur, fólkinu í landinu, á sem fjölbreyttastan hátt. Einstaklingur sem hefur tekist á við margs konar viðfangsefni í störfum sínum og félagslegri þátttöku og öðlast þannig þekkingu, skilning og virðingu fyrir breiðri flóru fólks, atvinnulífs og byggðar. Sem hefur gengið til verkefna dagsins, bæði með öðrum stjórnendum og sérfræðingum og launþegum sem sinna daglegri iðju við hverskonar þjónustu eða verðamætasköpun. Sjálfstæðimenn hafa nú tækifæri til að kjósa til forystu einstaklingsem á skömmum tíma hefur sýnt að hann hefur allt til brunns að bera til forystu í stjórnmálum flokks sem vill opna faðminn fyrir öllu fólki sem kýs frelsi og hagsæld fyrir landið okkar og þjóðina alla. Einstaklingur sem ekki hefur snúist á takmörkuðum fleti og öðlast fyrst og fremst reynslu og kynni af fólki, áherslum þess, þörfum og lífsnauðsynjum, með samherjum í stjórnmálun og störfum á malbikinu heldur sinnt fjölbreyttum verkefnum í atvinnulífi, fyrir stofnanir og samtök. Einstaklingur sem býr í jarðri höfuðborgarsvæðisins og þekkir það vel en er samt sem áður búsettur á landbyggðinni og veit og skilur mikilvægi þess fyrir þjóðina alla að við byggjum allt landið af bjartsýni og dug. Sjálfstæðisflokkurinn býr að því lýðræðislega fyrirkomulagi að fjöldi fólks mætir senn með atkvæðisrétt á landsfund þar sem forysta flokksins er kjörin til starfa, hvert atkvæði þar skiptir máli fyrir okkur landsmenn alla. Það skiptir máli vegna þess að síðasta árhundrað hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið leiðandi afl í íslenskri hagsæld og framþróun. Við sem þjóð höfum farið frá fátækt til þess að vera ein auðugast og hamingjusamasta þjóð heims samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Þess vegna skiptir það máli fyrir okkur öll að Guðrún Hafsteinsdóttir verði kosin formaður Sjálfstæðisflokksins og fái þar með tækifæri til að opna faðm flokksins á nýjan hátt fyrir öllum þeim sem aðhyllast grunngildi flokksins og telja öflugan Sjálfstæðisflokk tryggasta vígið í róstursömum heimi. Höfundur er sálfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt fyrir alla landsmenn, framtíð lands og þjóðar, að til forystu í Sjálfstæðisflokknum veljist einstaklingur sem hefur í lífi sínu haft kynni af okkur, fólkinu í landinu, á sem fjölbreyttastan hátt. Einstaklingur sem hefur tekist á við margs konar viðfangsefni í störfum sínum og félagslegri þátttöku og öðlast þannig þekkingu, skilning og virðingu fyrir breiðri flóru fólks, atvinnulífs og byggðar. Sem hefur gengið til verkefna dagsins, bæði með öðrum stjórnendum og sérfræðingum og launþegum sem sinna daglegri iðju við hverskonar þjónustu eða verðamætasköpun. Sjálfstæðimenn hafa nú tækifæri til að kjósa til forystu einstaklingsem á skömmum tíma hefur sýnt að hann hefur allt til brunns að bera til forystu í stjórnmálum flokks sem vill opna faðminn fyrir öllu fólki sem kýs frelsi og hagsæld fyrir landið okkar og þjóðina alla. Einstaklingur sem ekki hefur snúist á takmörkuðum fleti og öðlast fyrst og fremst reynslu og kynni af fólki, áherslum þess, þörfum og lífsnauðsynjum, með samherjum í stjórnmálun og störfum á malbikinu heldur sinnt fjölbreyttum verkefnum í atvinnulífi, fyrir stofnanir og samtök. Einstaklingur sem býr í jarðri höfuðborgarsvæðisins og þekkir það vel en er samt sem áður búsettur á landbyggðinni og veit og skilur mikilvægi þess fyrir þjóðina alla að við byggjum allt landið af bjartsýni og dug. Sjálfstæðisflokkurinn býr að því lýðræðislega fyrirkomulagi að fjöldi fólks mætir senn með atkvæðisrétt á landsfund þar sem forysta flokksins er kjörin til starfa, hvert atkvæði þar skiptir máli fyrir okkur landsmenn alla. Það skiptir máli vegna þess að síðasta árhundrað hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið leiðandi afl í íslenskri hagsæld og framþróun. Við sem þjóð höfum farið frá fátækt til þess að vera ein auðugast og hamingjusamasta þjóð heims samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Þess vegna skiptir það máli fyrir okkur öll að Guðrún Hafsteinsdóttir verði kosin formaður Sjálfstæðisflokksins og fái þar með tækifæri til að opna faðm flokksins á nýjan hátt fyrir öllum þeim sem aðhyllast grunngildi flokksins og telja öflugan Sjálfstæðisflokk tryggasta vígið í róstursömum heimi. Höfundur er sálfræðingur
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar