Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 07:01 Ása Steinarsdóttir er einn stærsti áhrifavaldur (e. content creator) Íslands en myndir og myndbönd hennar fá að jafnaði tugi til hundruða þúsunda „likes“ og milljónir áhorfa á Instagram. Skjáskot/Stöð 2 Héraðsdómur í Washington borg hefur vísað frá gagnkröfum sem bandarískt markaðsfyrirtæki höfðaði gegn íslenska áhrifavaldinum Ásu Steinarsdóttur. Var það í kjölfar þess að Ása stefndi fyrirtækinu fyrir brot á höfundarrétti. Dómurinn féll þann 14. febrúar síðastliðinn. Ása er ein af þekktustu áhrifavöldum landsins og er gríðarlega vinsæl á Instagram þar sem hún deilir gjarnan ljósmyndum frá ferðalögum sínum. Í dómskjölum alríkishéraðsdóms í Columbiu umdæmi, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að Ása sé með yfir milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Tripscout, Inc. er markaðsfyrirtæki í ferðaþjónustu, staðsett í Washington í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur umsjón með samfélagsmiðlum fyrir ýmsa aðila. Fram kemur að frá árinu 2017 hafi Tripscout ítrekað deilt og endurbirt samfélagsmiðlaefni (e. content) Ásu yfir nokkurra ára tímabil. Að sögn forsvarsmanna Tripscout var það gert með leyfi Ásu og héldu þeir því að fram að Ása hefði hvatt þá til að deila efni hennar. Ása hélt því hins vegar fram að Tripscout hefði ekki rétt á því að nota efni hennar, en um var að ræða yfir 30 Instagram færslur. Sakaði hún Tripscout um að hafa endurtekið og dreift efninu án hennar leyfis. Eftir að Tripscout hafnaði beiðni hennar um bætur höfðaði Ása mál gegn fyrirtækinu fyrir brot á höfundaréttarlögum, í maí árið 2023. Sögðu Ásu hafa grætt á endurbirtingu Fyrir dómi fór Tripscout fram á að kröfu Ásu væri vísað frá á þeim grundvelli að efninu hefði verið deilt fyrir tilstuðlan Ásu og jafnvel þó svo að Ása hefði ekki ýtt undir birtingu, þá hefði fyrirtækið átt rétt á því að birta efnið, samkvæmt yfirlýstri stefnu Instagram. Í kjölfar þess að dómurinn vísaði þessum kröfum fyrirtækisins frá lagði Tripscout fram gagnkröfu á hendur Ásu fyrir sviksamlega hvatningu (e.fraudulent inducement), skaðleg afskipti (e. tortious interference) og óréttmæta auðgun (e. unjust enrichment.) Fyrir dómi héldu forsvarsmenn Tripscout því fram að Ása hefði með misvísandi hætti veitt fyrirtækinu leyfi til að birta efni hennar, með það fyrir augum að stækka eigin fylgjendahóp á Instagram. Þá var því haldið fram að samningssamband Tripscout við Instagram hafi gert fyrirtækinu kleift að birta efni Ásu. Dómstóllinn hafnaði þeim rökum og benti á að notkunarskilmálar Instagram veittu Tripscout ekki ótvírætt undirleyfi til að miðla efninu. Þá féllst dómurinn ekki á fullyrðingar Tripscout um að Ása hefði brotið gegn ákvæðum samnings. Tripsout hélt því einnig fram að Ása hefði notið góðs af því að fyrirtækið endurbirti efni hennar- fylgjendahópur hennar hafi stækkað í kjölfarið. Dómstóllinn vísaði þessari kröfu á bug og úrskurðaði að aukinn fjöldi fylgjenda Ásu væri ekki tilkominn fyrir tilstilli Tripscout. Í niðurstöðu dómsins frá 14. febrúar síðastliðnum kemur fram að málatilbúnaður Tripscout hafi verið ófullnægjandi. Öllum gagnkröfum Tripscout var því vísað frá. Dómurinn hafnaði jafnframt beiðni Tripscout um leyfi til breytinga á kröfunum þar sem Tripscout lagði ekki fram breytingartillögu. Fyrrnefnd aðalmálsókn vegna höfundarréttarbrota er enn í gangi. Ekki náðist í Ásu Steinarsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Auglýsinga- og markaðsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ása er ein af þekktustu áhrifavöldum landsins og er gríðarlega vinsæl á Instagram þar sem hún deilir gjarnan ljósmyndum frá ferðalögum sínum. Í dómskjölum alríkishéraðsdóms í Columbiu umdæmi, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að Ása sé með yfir milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Tripscout, Inc. er markaðsfyrirtæki í ferðaþjónustu, staðsett í Washington í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur umsjón með samfélagsmiðlum fyrir ýmsa aðila. Fram kemur að frá árinu 2017 hafi Tripscout ítrekað deilt og endurbirt samfélagsmiðlaefni (e. content) Ásu yfir nokkurra ára tímabil. Að sögn forsvarsmanna Tripscout var það gert með leyfi Ásu og héldu þeir því að fram að Ása hefði hvatt þá til að deila efni hennar. Ása hélt því hins vegar fram að Tripscout hefði ekki rétt á því að nota efni hennar, en um var að ræða yfir 30 Instagram færslur. Sakaði hún Tripscout um að hafa endurtekið og dreift efninu án hennar leyfis. Eftir að Tripscout hafnaði beiðni hennar um bætur höfðaði Ása mál gegn fyrirtækinu fyrir brot á höfundaréttarlögum, í maí árið 2023. Sögðu Ásu hafa grætt á endurbirtingu Fyrir dómi fór Tripscout fram á að kröfu Ásu væri vísað frá á þeim grundvelli að efninu hefði verið deilt fyrir tilstuðlan Ásu og jafnvel þó svo að Ása hefði ekki ýtt undir birtingu, þá hefði fyrirtækið átt rétt á því að birta efnið, samkvæmt yfirlýstri stefnu Instagram. Í kjölfar þess að dómurinn vísaði þessum kröfum fyrirtækisins frá lagði Tripscout fram gagnkröfu á hendur Ásu fyrir sviksamlega hvatningu (e.fraudulent inducement), skaðleg afskipti (e. tortious interference) og óréttmæta auðgun (e. unjust enrichment.) Fyrir dómi héldu forsvarsmenn Tripscout því fram að Ása hefði með misvísandi hætti veitt fyrirtækinu leyfi til að birta efni hennar, með það fyrir augum að stækka eigin fylgjendahóp á Instagram. Þá var því haldið fram að samningssamband Tripscout við Instagram hafi gert fyrirtækinu kleift að birta efni Ásu. Dómstóllinn hafnaði þeim rökum og benti á að notkunarskilmálar Instagram veittu Tripscout ekki ótvírætt undirleyfi til að miðla efninu. Þá féllst dómurinn ekki á fullyrðingar Tripscout um að Ása hefði brotið gegn ákvæðum samnings. Tripsout hélt því einnig fram að Ása hefði notið góðs af því að fyrirtækið endurbirti efni hennar- fylgjendahópur hennar hafi stækkað í kjölfarið. Dómstóllinn vísaði þessari kröfu á bug og úrskurðaði að aukinn fjöldi fylgjenda Ásu væri ekki tilkominn fyrir tilstilli Tripscout. Í niðurstöðu dómsins frá 14. febrúar síðastliðnum kemur fram að málatilbúnaður Tripscout hafi verið ófullnægjandi. Öllum gagnkröfum Tripscout var því vísað frá. Dómurinn hafnaði jafnframt beiðni Tripscout um leyfi til breytinga á kröfunum þar sem Tripscout lagði ekki fram breytingartillögu. Fyrrnefnd aðalmálsókn vegna höfundarréttarbrota er enn í gangi. Ekki náðist í Ásu Steinarsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Auglýsinga- og markaðsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira