Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova, Þorbjörg Halldórsdóttir og Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifa 21. febrúar 2025 08:01 „Íslenskan er eins og við öll vitum, móðurmálið okkar og það ber okkur að varðveita hverja stund. En við eigum líka að bera virðingu fyrir öllum erlendum tungumálum og skilja að þau eru jafn dýrmæt og íslenskan er okkur.“ (Vigdís Finnbogadóttir) Í dag, 21. febrúar, er Alþjóðadagur móðurmála. Af því tilefni verður opnað nýtt Tungumálakort þar sem birtast niðurstöður leitar að tungumálaforða barna og ungmenna á Íslandi. Blásið var til leitarinnar í janúarbyrjun en þetta er í þriðja sinn sem tungumál í skólum landsins hafa verið kortlögð. Starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla landsins var hvatt til þess að spjalla við börnin og spyrja þau um tungumálin þeirra. Markmiðið var að kortleggja öll tungumál sem töluð eru af börnum og ungmennum í leik- og grunnskólum landsins og nú í fyrsta sinn einnig í framhaldsskólum. Tilgangurinn er að vekja jákvæða umræðu um tungumál og fjöltyngi en að hafa fleiri en eitt tungumál á valdi sínu getur aukið lífsgæði og auðgað tilfinningalíf. Aukin tungumálavitund hvers og eins ýtir undir sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd og getur verið stuðningur við skólana í því mikilvæga verkefni að innleiða virkt fjöltyngi og efla tungumálakunnáttu allra nemenda. Leitin að tungumálunum var unnin í samstarfi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Miðju máls og læsis, MEMM – Menntun, móttaka, menning, Móðurmáls – samtaka um tvítyngi, Menningarmótsverkefnisins og Samtaka tungumálakennara á Íslandi (STÍL). Áður voru tungumálin kortlögð í íslenskum leik- og grunnskólum á árunum 2014 og 2021. Alls bárust 242 svör úr leik-, grunn- og framhaldsskólum en í allt hefur um þriðjungur allra skóla á landinu tekið þátt í verkefninu, auk nokkurra annarra stofnana og einstaklinga. Búið að safna 101 tungumáli Nú hafa safnast 101 tungumál sem eru örlítið fleiri en síðast. Áhugavert er að alls 16 tungumál sem söfnuðust síðast eru ekki með í ár. Þau tungumál eru: abi, benga, berbíska, chichewa, dagbani, fidjíska, ga, kambodíska, konkani, krio, namibíska, nyiha, susu, tadsikíska, tigrinya og úsbekíska. Ef litið er til fyrri söfnunar má ætla að á Íslandi hafi átt heima hið minnsta 117 tungumál síðustu tíu ár. Einnig er athyglisvert að á Íslandi tala börn a.m.k. fjögur táknmál: íslenskt, írskt, litháískt og úkraínskt. Hér er heildarlistinn yfir þau tungumál sem skráð voru í tungumálaleitinni 2025: Afríkanska, albanska, amharíska, arabíska, armenska, aserska, bengalska, bisaya, bosníska, búlgarska, cebuano, danska, dari, edo, eistneska, enska, ewe, fante-akan, farsí, filippseyska, finnska, flæmska-hollenska, franska, færeyska, georgíska, grænlenska, gríska, gujarati, haítíska, hausa, hebreska, hindí, hollenska, hvítrússneska, igbo, ilokano, indonesíska, írskt táknmál, íslenska, íslenskt táknmál, ítalska, japanska, kínverska-kantónska, kínverska-mandarín, kóreanska, kreolíska, króatíska, kúrdíska, kúrdíska-behdini, kurdíska-soraní, lettneska, litháíska, litháískt táknmál, lúxemborgska, makedónska, maltneska, malasíska, malayalam, moldavíska, mongólska, marokkóska, nepalska, nigeríska, norska, pampango-kapampangan, pandjábí, pastó, pólska, portúgalska, rómamál, rúmenska, rússneska, serbneska, sinhalíska, slóvakíska, slóvenska, sómalska, spænska, spænskt táknmál, svahílí, sýrlenska, sænska, taílenska, taívanska, tagalog, tamazight, tamíl, tékkneska, telegu, twi, túniska, tyrkneska, úkraínska, úkraínskt táknmál, ungverska, úrdú, víetnamska, wolof, yoroba, þýska, rómönsk þýska. Stuðst var við viðurkenndan vef Ethnologuevið úrvinnslu gagna en hann geymir aðgengilegar upplýsingar um tungumál heimsins. Einnig er rétt að nefna að sjónarhorn málnotenda fékk að ráða þegar upp komu vafamál sem varða það hvort um væri að ræða mállýsku eða tungumál. Íslenska er algengasta tungumálið, eins og búast mátti við, en þar á eftir fylgdu pólska sem var skráð af 194 aðilum, enska (168 svör), spænska (154 svör), úkraínska (110 svör), rússneska (110 svör), arabíska (106 svör), litháíska (106 svör), þýska (98 svör), filippseyska (95 svör) og danska (88 svör). Margir leik-, grunn- og framhaldsskólar skráðu yfir 20 tungumál og því má segja að tungumálafjölbreytileiki blómstri í mörgum skólum. Þar sem mest lætur eru allt að fjörutíu tungumál skráð. Fjölbreyttar leiðir til að styðja við virkt fjöltyngi Með þátttöku í verkefninu stuðla skólarnir að markmiðum sem styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Barnasáttmálann og Menntastefnu stjórnvalda. Til er Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi sem lýsir leiðum til að efla virkt fjöltyngi í leik- og grunnskólum. Tungumálakortinu 2025 fylgir nýtt námsefni, Töfrakista tungumálanna, en þar eru hugmyndir og verkefni sem er ætlað að fræða um og vekja athygli á fjöltyngi og tungumálum heimsins í skólum landsins. Námsefnið er gefið út á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu í dag, á Alþjóðadegi móðurmálsins. Opnað verður aftur fyrir skráningu tungumála á Tungumálakortið 2025 í takmarkaðan tíma eða til og með 31. mars og því enn hægt að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Við óskum öllum til hamingju með daginn! Renata Emilsson Peskova, lektor á Menntavísindasviði HÍ og formaður Móðurmáls - samtaka um tvítyngi Þorbjörg Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og formaður STÍL, Samtaka tungumálakennara á Íslandi Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari, menningarmiðlari og verkefnisstýra Menningarmóts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
„Íslenskan er eins og við öll vitum, móðurmálið okkar og það ber okkur að varðveita hverja stund. En við eigum líka að bera virðingu fyrir öllum erlendum tungumálum og skilja að þau eru jafn dýrmæt og íslenskan er okkur.“ (Vigdís Finnbogadóttir) Í dag, 21. febrúar, er Alþjóðadagur móðurmála. Af því tilefni verður opnað nýtt Tungumálakort þar sem birtast niðurstöður leitar að tungumálaforða barna og ungmenna á Íslandi. Blásið var til leitarinnar í janúarbyrjun en þetta er í þriðja sinn sem tungumál í skólum landsins hafa verið kortlögð. Starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla landsins var hvatt til þess að spjalla við börnin og spyrja þau um tungumálin þeirra. Markmiðið var að kortleggja öll tungumál sem töluð eru af börnum og ungmennum í leik- og grunnskólum landsins og nú í fyrsta sinn einnig í framhaldsskólum. Tilgangurinn er að vekja jákvæða umræðu um tungumál og fjöltyngi en að hafa fleiri en eitt tungumál á valdi sínu getur aukið lífsgæði og auðgað tilfinningalíf. Aukin tungumálavitund hvers og eins ýtir undir sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd og getur verið stuðningur við skólana í því mikilvæga verkefni að innleiða virkt fjöltyngi og efla tungumálakunnáttu allra nemenda. Leitin að tungumálunum var unnin í samstarfi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Miðju máls og læsis, MEMM – Menntun, móttaka, menning, Móðurmáls – samtaka um tvítyngi, Menningarmótsverkefnisins og Samtaka tungumálakennara á Íslandi (STÍL). Áður voru tungumálin kortlögð í íslenskum leik- og grunnskólum á árunum 2014 og 2021. Alls bárust 242 svör úr leik-, grunn- og framhaldsskólum en í allt hefur um þriðjungur allra skóla á landinu tekið þátt í verkefninu, auk nokkurra annarra stofnana og einstaklinga. Búið að safna 101 tungumáli Nú hafa safnast 101 tungumál sem eru örlítið fleiri en síðast. Áhugavert er að alls 16 tungumál sem söfnuðust síðast eru ekki með í ár. Þau tungumál eru: abi, benga, berbíska, chichewa, dagbani, fidjíska, ga, kambodíska, konkani, krio, namibíska, nyiha, susu, tadsikíska, tigrinya og úsbekíska. Ef litið er til fyrri söfnunar má ætla að á Íslandi hafi átt heima hið minnsta 117 tungumál síðustu tíu ár. Einnig er athyglisvert að á Íslandi tala börn a.m.k. fjögur táknmál: íslenskt, írskt, litháískt og úkraínskt. Hér er heildarlistinn yfir þau tungumál sem skráð voru í tungumálaleitinni 2025: Afríkanska, albanska, amharíska, arabíska, armenska, aserska, bengalska, bisaya, bosníska, búlgarska, cebuano, danska, dari, edo, eistneska, enska, ewe, fante-akan, farsí, filippseyska, finnska, flæmska-hollenska, franska, færeyska, georgíska, grænlenska, gríska, gujarati, haítíska, hausa, hebreska, hindí, hollenska, hvítrússneska, igbo, ilokano, indonesíska, írskt táknmál, íslenska, íslenskt táknmál, ítalska, japanska, kínverska-kantónska, kínverska-mandarín, kóreanska, kreolíska, króatíska, kúrdíska, kúrdíska-behdini, kurdíska-soraní, lettneska, litháíska, litháískt táknmál, lúxemborgska, makedónska, maltneska, malasíska, malayalam, moldavíska, mongólska, marokkóska, nepalska, nigeríska, norska, pampango-kapampangan, pandjábí, pastó, pólska, portúgalska, rómamál, rúmenska, rússneska, serbneska, sinhalíska, slóvakíska, slóvenska, sómalska, spænska, spænskt táknmál, svahílí, sýrlenska, sænska, taílenska, taívanska, tagalog, tamazight, tamíl, tékkneska, telegu, twi, túniska, tyrkneska, úkraínska, úkraínskt táknmál, ungverska, úrdú, víetnamska, wolof, yoroba, þýska, rómönsk þýska. Stuðst var við viðurkenndan vef Ethnologuevið úrvinnslu gagna en hann geymir aðgengilegar upplýsingar um tungumál heimsins. Einnig er rétt að nefna að sjónarhorn málnotenda fékk að ráða þegar upp komu vafamál sem varða það hvort um væri að ræða mállýsku eða tungumál. Íslenska er algengasta tungumálið, eins og búast mátti við, en þar á eftir fylgdu pólska sem var skráð af 194 aðilum, enska (168 svör), spænska (154 svör), úkraínska (110 svör), rússneska (110 svör), arabíska (106 svör), litháíska (106 svör), þýska (98 svör), filippseyska (95 svör) og danska (88 svör). Margir leik-, grunn- og framhaldsskólar skráðu yfir 20 tungumál og því má segja að tungumálafjölbreytileiki blómstri í mörgum skólum. Þar sem mest lætur eru allt að fjörutíu tungumál skráð. Fjölbreyttar leiðir til að styðja við virkt fjöltyngi Með þátttöku í verkefninu stuðla skólarnir að markmiðum sem styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Barnasáttmálann og Menntastefnu stjórnvalda. Til er Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi sem lýsir leiðum til að efla virkt fjöltyngi í leik- og grunnskólum. Tungumálakortinu 2025 fylgir nýtt námsefni, Töfrakista tungumálanna, en þar eru hugmyndir og verkefni sem er ætlað að fræða um og vekja athygli á fjöltyngi og tungumálum heimsins í skólum landsins. Námsefnið er gefið út á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu í dag, á Alþjóðadegi móðurmálsins. Opnað verður aftur fyrir skráningu tungumála á Tungumálakortið 2025 í takmarkaðan tíma eða til og með 31. mars og því enn hægt að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Við óskum öllum til hamingju með daginn! Renata Emilsson Peskova, lektor á Menntavísindasviði HÍ og formaður Móðurmáls - samtaka um tvítyngi Þorbjörg Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og formaður STÍL, Samtaka tungumálakennara á Íslandi Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari, menningarmiðlari og verkefnisstýra Menningarmóts
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun