Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2025 13:08 Auk Exeter hótelsins og Aton má finna veitingastaðinn Le kock í fasteignunum. Já.is Heimar hf. hafa undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Tryggvagötu ehf., sem á fasteignirnar að Tryggvagötu 10 og 14. Fasteignirnar hýsa Exeter hótelið og samskiptafélagið Aton. Bygging fasteignanna var mjög umdeild enda var friðað hús rifið til þess að þeim yrði komið fyrir. Í tilkynningu Heima til Kauphallar segir að seljendur séu MF2 hs. og Laxamýri ehf.. MF2 hs. er sjóður í stýringu Ísafold capital cartners og Laxamýri ehf. er í eigu Georgs Gíslasonar, Hjalta Gylfasonar og Jónas Más Gunnarssonar. Tveir síðarnefndu eru stofnendur verktaka- og ráðgjafarfyrirtækisins Mannverks. Jónas Már var sakfelldur árið 2019 fyrir fyrir brot gegn lögum um menningarminjar og lögum um mannvirki eftir að Exeter-húsið við Tryggvagötu 12 var rifið. Honum var gert að greiða þrjár milljónir króna í sekt. Þetta segir Ólafur Þór Hauksson í samskiptum við Vísi en dómur yfir Jónasi Má er hvergi finnanlegur á vef dómstólanna. 5.500 fermetrar Í tilkynnningu segir að heildarfermetrafjöldi fasteignanna sé um 5.500 feremetrar. Fasteignirnar séu heilar nýlegar eignir byggðar árið 2018 og séu staðsettar innan skilgreindra kjarnasvæða Heima. Kaupin samræmist því stefnuáherslum félagsins. Um sé að ræða kaup á 106 herbergja, 4 stjörnu hóteli í miðborg Reykjavíkur og aðliggjandi skrifstofubyggingu. Exeter hótel hafi á síðustu misserum fest sig í sessi sem eitt af bestu hótelum borgarinnar og það sé staðsett á eftirsóttum stað með einstakt útsýni yfir höfnina. Hótelið búi yfir framúrskarandi staðsetningu, nútímalegri hönnun og gæðaþjónustu, sem tryggi hátt nýtingarhlutfall og verðmætasköpun til framtíðar. Eignirnar séu í útleigu og leigutakar í eignunum séu Exeterhouse ehf., rekstraraðili Exeter hótels, og Aton. Tæplega hálfur milljarður á ári Þá segir að heildarvirði viðskiptanna sé samkvæmt kaupsamningi 6,375 milljarðar króna. Kaupverð greiðist að fullu með reiðufé og yfirtöku skulda. Stjórnendur Heima áætli að áhrif kaupanna á EBITDA félagsins á ársgrundvelli verði 454 milljónir króna í kjölfar viðskipta. Kaupsamningurinn sé háður ýmsum fyrirvörum, meðal annars um niðurstöðu áreiðanleikakannana og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Hús frá 1904 fékk að fjúka Exeter hótelið dregur nafn sitt af Exeter-húsinu svokallaða, sem stóð við Tryggvagötu 12 frá árinu 1904 til ársins 2016, þegar það var rifið í skyndi. Byggingarfulltrúi Reykjavíkur sagði á sínum tíma að hann væri öskureiður yfir því að Mannverk hefði mætt á svæðið með stórvirkar vinnuvélar og rifið húsið. Embættið hafi kært málið til lögreglu. Mannverk hafði þó leyfi til þess að rífa húsið að hluta vegna endurbóta sem ætlaðar voru á því. Til stóð að endurbyggja bæði Tryggvagötu 10 og 12 í upprunalegri mynd en með viðbótum, kjallara og aukahæð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Fréttin hefur verið uppfærð. Heimar fasteignafélag Reykjavík Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Minjastofnun kærir niðurrif Exeter-hússins Stofnunin mun þó vinna með Mannverk að því að reisa húsið að nýju. 29. apríl 2016 16:36 Framkvæmdastjóri ákærður fyrir niðurrif á Exeter-húsinu Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur öðrum af tveimur eigendum verktakafyrirtækisins Mannverk fyrir brot gegn lögum um menningarminjar og lögum um mannvirki. 11. mars 2019 15:49 Mannverk hefur til mánudags að svara fyrir Exeter-málið Minjastofnun mun að fresti útrunnum taka ákvörðun um hvort niðurrif hússins verði kært. 15. apríl 2016 15:17 Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
Í tilkynningu Heima til Kauphallar segir að seljendur séu MF2 hs. og Laxamýri ehf.. MF2 hs. er sjóður í stýringu Ísafold capital cartners og Laxamýri ehf. er í eigu Georgs Gíslasonar, Hjalta Gylfasonar og Jónas Más Gunnarssonar. Tveir síðarnefndu eru stofnendur verktaka- og ráðgjafarfyrirtækisins Mannverks. Jónas Már var sakfelldur árið 2019 fyrir fyrir brot gegn lögum um menningarminjar og lögum um mannvirki eftir að Exeter-húsið við Tryggvagötu 12 var rifið. Honum var gert að greiða þrjár milljónir króna í sekt. Þetta segir Ólafur Þór Hauksson í samskiptum við Vísi en dómur yfir Jónasi Má er hvergi finnanlegur á vef dómstólanna. 5.500 fermetrar Í tilkynnningu segir að heildarfermetrafjöldi fasteignanna sé um 5.500 feremetrar. Fasteignirnar séu heilar nýlegar eignir byggðar árið 2018 og séu staðsettar innan skilgreindra kjarnasvæða Heima. Kaupin samræmist því stefnuáherslum félagsins. Um sé að ræða kaup á 106 herbergja, 4 stjörnu hóteli í miðborg Reykjavíkur og aðliggjandi skrifstofubyggingu. Exeter hótel hafi á síðustu misserum fest sig í sessi sem eitt af bestu hótelum borgarinnar og það sé staðsett á eftirsóttum stað með einstakt útsýni yfir höfnina. Hótelið búi yfir framúrskarandi staðsetningu, nútímalegri hönnun og gæðaþjónustu, sem tryggi hátt nýtingarhlutfall og verðmætasköpun til framtíðar. Eignirnar séu í útleigu og leigutakar í eignunum séu Exeterhouse ehf., rekstraraðili Exeter hótels, og Aton. Tæplega hálfur milljarður á ári Þá segir að heildarvirði viðskiptanna sé samkvæmt kaupsamningi 6,375 milljarðar króna. Kaupverð greiðist að fullu með reiðufé og yfirtöku skulda. Stjórnendur Heima áætli að áhrif kaupanna á EBITDA félagsins á ársgrundvelli verði 454 milljónir króna í kjölfar viðskipta. Kaupsamningurinn sé háður ýmsum fyrirvörum, meðal annars um niðurstöðu áreiðanleikakannana og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Hús frá 1904 fékk að fjúka Exeter hótelið dregur nafn sitt af Exeter-húsinu svokallaða, sem stóð við Tryggvagötu 12 frá árinu 1904 til ársins 2016, þegar það var rifið í skyndi. Byggingarfulltrúi Reykjavíkur sagði á sínum tíma að hann væri öskureiður yfir því að Mannverk hefði mætt á svæðið með stórvirkar vinnuvélar og rifið húsið. Embættið hafi kært málið til lögreglu. Mannverk hafði þó leyfi til þess að rífa húsið að hluta vegna endurbóta sem ætlaðar voru á því. Til stóð að endurbyggja bæði Tryggvagötu 10 og 12 í upprunalegri mynd en með viðbótum, kjallara og aukahæð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heimar fasteignafélag Reykjavík Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Minjastofnun kærir niðurrif Exeter-hússins Stofnunin mun þó vinna með Mannverk að því að reisa húsið að nýju. 29. apríl 2016 16:36 Framkvæmdastjóri ákærður fyrir niðurrif á Exeter-húsinu Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur öðrum af tveimur eigendum verktakafyrirtækisins Mannverk fyrir brot gegn lögum um menningarminjar og lögum um mannvirki. 11. mars 2019 15:49 Mannverk hefur til mánudags að svara fyrir Exeter-málið Minjastofnun mun að fresti útrunnum taka ákvörðun um hvort niðurrif hússins verði kært. 15. apríl 2016 15:17 Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
Minjastofnun kærir niðurrif Exeter-hússins Stofnunin mun þó vinna með Mannverk að því að reisa húsið að nýju. 29. apríl 2016 16:36
Framkvæmdastjóri ákærður fyrir niðurrif á Exeter-húsinu Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur öðrum af tveimur eigendum verktakafyrirtækisins Mannverk fyrir brot gegn lögum um menningarminjar og lögum um mannvirki. 11. mars 2019 15:49
Mannverk hefur til mánudags að svara fyrir Exeter-málið Minjastofnun mun að fresti útrunnum taka ákvörðun um hvort niðurrif hússins verði kært. 15. apríl 2016 15:17
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent