Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar 15. febrúar 2025 23:33 Miðað við málflutning Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Flokks fólksins, í umræðum á Alþingi fyrr í vikunni var „einfaldara“ að taka afstöðu til bókunar 35 við EES-samninginn en áður eftir „vandlega yfirferð í aðdraganda þess að ríkisstjórnin var mynduð.“ Flokkurinn hafði þó tekið mjög afgerandi afstöðu til málsins allt fram að myndun stjórnarinnar, alfarið hafnað innleiðingu bókunarinnar og lýst því réttilega yfir að samþykkt hennar bryti í bága við stjórnarskrána. Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 samþykkt verður til ný forgangsregla í íslenzkum rétti. Ólíkt þeim forgangsreglum sem fyrir eru varðandi almenna lagasetningu, þar sem yngri lög frá Alþingi ganga fyrir þeim sem eldri eru og sértækari lög fyrir almennari, mun nýja reglan miðast við það eitt að umrædd löggjöf feli í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Hins vegar virðist Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og samgönguráðherra, ekki hafa fengið minnisblaðið um að flokkurinn hafi breytt um stefnu í stjórnarmyndunarviðræðunum á grundvelli röksemda sem hann hafði áður ítrekað hafnað, eftir að stjórnin var mynduð. Þannig lýsti Eyjólfur því yfir eftir að ríkisstjórnin hafði tekið til starfa að samþykkja þyrfti bókun 35 vegna þess að það hefði verið forsenda þess að hægt hefði verið að mynda ríkisstjórnina. Hvað stjórnarskrána varðar lýsti Eyjólfur, sem er lögfræðingur að mennt, því yfir eftir myndun ríkisstjórnarinnar að hann teldi enn að bókun 35 færi gegn stjórnarskránni, nokkuð sem hann lýsti ítrekað yfir bæði í umræðum á Alþingi og í fjölmiðlum áður en flokkur hans fór í ríkisstjórn, en það þyrfti hins vegar að standa við það sem samið hefði verið um í stjórnarsáttmálanum. Hins vegar er þó nákvæmlega ekkert að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um málið. Fyrir vikið kom varla mörgum á óvart að Sigurjón hafi verið eini þingmaður Flokks fólksins sem tók þátt í umræðunni á Alþingi um bókun 35 fyrr í vikunni. Þau Eyjólf og Ingu Sæland, formann flokksins sem einnig talaði ítrekað gegn málinu áður en hún settist í ríkisstjórn, var hvergi að sjá. Jafnvel þó kallað væri eftir þáttöku Eyjólfs. Þess í stað var Sigurjón ljóslega sendur í umræðuna með það verkefni að koma á framfæri hinni nýju söguskýringu Flokks fólksins. Veruleikinn er sá að það er ástæða fyrir því að staðið var að málum með þeim hætti sem gert var varðandi bókun 35 fyrir rúmum 30 árum þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum. Annað hefði einfaldlega ekki staðist stjórnarskrána líkt og virtir lögspekingar eins og til dæmis Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, hafa bent á. Þetta bentu þingmenn Flokks fólksins réttilega á allt þar til flokknum stóð til boða að setjast við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Flokkur fólksins Bókun 35 Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Miðað við málflutning Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Flokks fólksins, í umræðum á Alþingi fyrr í vikunni var „einfaldara“ að taka afstöðu til bókunar 35 við EES-samninginn en áður eftir „vandlega yfirferð í aðdraganda þess að ríkisstjórnin var mynduð.“ Flokkurinn hafði þó tekið mjög afgerandi afstöðu til málsins allt fram að myndun stjórnarinnar, alfarið hafnað innleiðingu bókunarinnar og lýst því réttilega yfir að samþykkt hennar bryti í bága við stjórnarskrána. Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 samþykkt verður til ný forgangsregla í íslenzkum rétti. Ólíkt þeim forgangsreglum sem fyrir eru varðandi almenna lagasetningu, þar sem yngri lög frá Alþingi ganga fyrir þeim sem eldri eru og sértækari lög fyrir almennari, mun nýja reglan miðast við það eitt að umrædd löggjöf feli í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Hins vegar virðist Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og samgönguráðherra, ekki hafa fengið minnisblaðið um að flokkurinn hafi breytt um stefnu í stjórnarmyndunarviðræðunum á grundvelli röksemda sem hann hafði áður ítrekað hafnað, eftir að stjórnin var mynduð. Þannig lýsti Eyjólfur því yfir eftir að ríkisstjórnin hafði tekið til starfa að samþykkja þyrfti bókun 35 vegna þess að það hefði verið forsenda þess að hægt hefði verið að mynda ríkisstjórnina. Hvað stjórnarskrána varðar lýsti Eyjólfur, sem er lögfræðingur að mennt, því yfir eftir myndun ríkisstjórnarinnar að hann teldi enn að bókun 35 færi gegn stjórnarskránni, nokkuð sem hann lýsti ítrekað yfir bæði í umræðum á Alþingi og í fjölmiðlum áður en flokkur hans fór í ríkisstjórn, en það þyrfti hins vegar að standa við það sem samið hefði verið um í stjórnarsáttmálanum. Hins vegar er þó nákvæmlega ekkert að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um málið. Fyrir vikið kom varla mörgum á óvart að Sigurjón hafi verið eini þingmaður Flokks fólksins sem tók þátt í umræðunni á Alþingi um bókun 35 fyrr í vikunni. Þau Eyjólf og Ingu Sæland, formann flokksins sem einnig talaði ítrekað gegn málinu áður en hún settist í ríkisstjórn, var hvergi að sjá. Jafnvel þó kallað væri eftir þáttöku Eyjólfs. Þess í stað var Sigurjón ljóslega sendur í umræðuna með það verkefni að koma á framfæri hinni nýju söguskýringu Flokks fólksins. Veruleikinn er sá að það er ástæða fyrir því að staðið var að málum með þeim hætti sem gert var varðandi bókun 35 fyrir rúmum 30 árum þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum. Annað hefði einfaldlega ekki staðist stjórnarskrána líkt og virtir lögspekingar eins og til dæmis Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, hafa bent á. Þetta bentu þingmenn Flokks fólksins réttilega á allt þar til flokknum stóð til boða að setjast við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar