Bankarnir byrji í brekku Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2025 13:30 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu fari hann þangað inn á borð. Hann vill ekki útiloka að samruninn gangi í gegn á endanum. Eftir lokun markaða í gær tilkynnti stjórn Arion banka að hún hefði áhuga á að hefja viðræður við Íslandsbanka um samruna félaganna. Bankinn sjái mikil tækifæri í samrunanum fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Yfir tíu ára tímabil næmi beinn sparnaður heimilanna fimmtíu milljörðum króna. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, segir tilkynninguna ekki endilega koma á óvart. „Samruni eins og þessi, ef farið væri út í hann, þyrfti að fara í gegnum heljarinnar próf áður en hann gæti gengið í gegn. Það að menn ætli að fara út í það verkefni er að sumu leyti eitthvað sem maður sá ekki endilega fyrir sér gerast akkúrat núna. Á móti kemur að í tilkynningunni er vísað til þess að stjórnendur Arion telja hægt að ná heilmiklum árangri í formi sparnaðar og aukinnar hagræðingar í tengslum við þennan samruna. Og það er eitthvað sem bankarnir og fleiri eru væntanlega stöðugt að velta fyrir sér,“ segir Heimir. Heimir Örn Herbertsson hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR. Of mikil einföldun sé að slá samrunann strax af borðinu. Hins vegar byrji Arion í brekku. „Það er fyrirfram kannski minni líkur en meiri á að samruni af þessu tagi teldist samþýðanlegur samkeppnislögunum,“ segir Heimir. Þetta yrði einn stærsti samruni Íslandssögunnar og þurfa bankarnir að færa sterk rök fyrir honum. „Sýna eftirlitinu fram á það að þótt segja megi að samruni hafi einhver neikvæð áhrif á samkeppni, þá séu líka fólgin í honum tækifæri. Hann hafi líka jákvæð áhrif. Þá fyrir hagsmuni neytenda fyrst og fremst sem hægt er að tryggja að skili sér til þeirra. Það verður bara spennandi að sjá ef þetta gengur eitthvað lengra hvernig menn sjá það fyrir sér gerast,“ segir Heimir. Arion banki Íslandsbanki Samkeppnismál Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Eftir lokun markaða í gær tilkynnti stjórn Arion banka að hún hefði áhuga á að hefja viðræður við Íslandsbanka um samruna félaganna. Bankinn sjái mikil tækifæri í samrunanum fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Yfir tíu ára tímabil næmi beinn sparnaður heimilanna fimmtíu milljörðum króna. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, segir tilkynninguna ekki endilega koma á óvart. „Samruni eins og þessi, ef farið væri út í hann, þyrfti að fara í gegnum heljarinnar próf áður en hann gæti gengið í gegn. Það að menn ætli að fara út í það verkefni er að sumu leyti eitthvað sem maður sá ekki endilega fyrir sér gerast akkúrat núna. Á móti kemur að í tilkynningunni er vísað til þess að stjórnendur Arion telja hægt að ná heilmiklum árangri í formi sparnaðar og aukinnar hagræðingar í tengslum við þennan samruna. Og það er eitthvað sem bankarnir og fleiri eru væntanlega stöðugt að velta fyrir sér,“ segir Heimir. Heimir Örn Herbertsson hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR. Of mikil einföldun sé að slá samrunann strax af borðinu. Hins vegar byrji Arion í brekku. „Það er fyrirfram kannski minni líkur en meiri á að samruni af þessu tagi teldist samþýðanlegur samkeppnislögunum,“ segir Heimir. Þetta yrði einn stærsti samruni Íslandssögunnar og þurfa bankarnir að færa sterk rök fyrir honum. „Sýna eftirlitinu fram á það að þótt segja megi að samruni hafi einhver neikvæð áhrif á samkeppni, þá séu líka fólgin í honum tækifæri. Hann hafi líka jákvæð áhrif. Þá fyrir hagsmuni neytenda fyrst og fremst sem hægt er að tryggja að skili sér til þeirra. Það verður bara spennandi að sjá ef þetta gengur eitthvað lengra hvernig menn sjá það fyrir sér gerast,“ segir Heimir.
Arion banki Íslandsbanki Samkeppnismál Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira