Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2025 10:00 Hákon Atli Bjarkason hefur áður stundað hjólastólakörfubolta hér á landi og segir þetta vera með því skemmtilegra sem hann gerir. Vísir/Ívar Fannar Tvö íþróttafélög brjóta blað í íslenskri íþróttasögu þegar þau opna fyrir æfingar í hjólastólakörfubolta um helgina. Verkefnið verður kynnt með pompi og prakt í Kringlunni í dag. Verkefnið „Allir með“ gengur út á það að virkja börn með fötlun til að stunda íþróttir en aðeins fjögur prósent barna undir sextán ára aldri með fötlun æfa skipulagða íþrótt. Í dag klukkan tvö í Kringlunni Í dag klukkan tvö fer fram í Kringlunni sérstök kynning á hjólastólakörfubolta sem ÍR og Fjölnir munu bjóða upp á fyrir börn. Búið er að fjárfesta miklu fjármunum í verkefnið, enda eiga öll börn að fá að tilheyra. Stefán Árni Pálsson kannaði málið betur fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2. „Við erum að horfa á börn sjö til fjórtán ára sem ætla að byrja með æfingar. Byrja á sunnudaginn. Við ætlum að vera á morgun [í dag] klukkan tvö upp í Kringlu þar sem við ætlum að kynna verkefnið Allir með og kynna sérstaklega hjólastólakörfuboltann,“ sagði Valdimar Smári Gunnarsson en hann er verkefnisstjóri verkefnisins Allir með, sem snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Spila körfu á Blómatorginu í Kringlunni „Við ætlum að gera það með því að spila körfu á Blómatorginu. Síðan ætlum við að leyfa gestum og gangandi að prófa íþróttastólana. Þetta eru sérstakir íþróttastólar sem við höfum keypt og flutt inn,“ sagði Valdimar. „Þetta er mjög dýr búnaður og við höfum því verið að reyna að finna leiðir til að nota þá á fleiri en einum stað. Við höfum keypt kerru sem við höfum látið útbúa með ákveðnu kerfi. Við getum verið með tólf stóla í henni og flakkað svo á milli. Við getum því verið á fleiri en einum stað og farið jafnvel út á land með stólana,“ sagði Valdimar. Hentar fyrir svo ótrúlega marga „Tvær stærstu hópíþróttir fyrir hjólastóla í heiminum eru rugby og körfubolti. Körfubolti er fremri en rugbýið. Hann hentar fyrir svo ótrúlega marga bæði fyrir þá sem eru í hjólastól, eiga erfitt með gang eða eru einfættir: Bara fullkomin grein fyrir alla sem eru hreyfihamlaðir,“ sagði körfuboltamaðurinn Hákon Atli Bjarkason, sem hefur áður stundað hjólastólakörfubolta hér á landi. „Þetta er mjög skemmtileg íþrótt og við spiluðum þetta frá 2012 til 2019. Svo dó þetta einhvern veginn út en þetta er með því skemmtilegra sem ég geri,“ sagði Hákon. „Ég lenti í slysi á sínum tíma en spilaði fótbolta sem krakki. Ég fann aftur keppnisskapið og þessa liðsíþrótt sem kemur í þessu sporti,“ sagði Hákon. Það má sjá alla fréttina hér fyrir ofan. Körfubolti Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Verkefnið „Allir með“ gengur út á það að virkja börn með fötlun til að stunda íþróttir en aðeins fjögur prósent barna undir sextán ára aldri með fötlun æfa skipulagða íþrótt. Í dag klukkan tvö í Kringlunni Í dag klukkan tvö fer fram í Kringlunni sérstök kynning á hjólastólakörfubolta sem ÍR og Fjölnir munu bjóða upp á fyrir börn. Búið er að fjárfesta miklu fjármunum í verkefnið, enda eiga öll börn að fá að tilheyra. Stefán Árni Pálsson kannaði málið betur fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2. „Við erum að horfa á börn sjö til fjórtán ára sem ætla að byrja með æfingar. Byrja á sunnudaginn. Við ætlum að vera á morgun [í dag] klukkan tvö upp í Kringlu þar sem við ætlum að kynna verkefnið Allir með og kynna sérstaklega hjólastólakörfuboltann,“ sagði Valdimar Smári Gunnarsson en hann er verkefnisstjóri verkefnisins Allir með, sem snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Spila körfu á Blómatorginu í Kringlunni „Við ætlum að gera það með því að spila körfu á Blómatorginu. Síðan ætlum við að leyfa gestum og gangandi að prófa íþróttastólana. Þetta eru sérstakir íþróttastólar sem við höfum keypt og flutt inn,“ sagði Valdimar. „Þetta er mjög dýr búnaður og við höfum því verið að reyna að finna leiðir til að nota þá á fleiri en einum stað. Við höfum keypt kerru sem við höfum látið útbúa með ákveðnu kerfi. Við getum verið með tólf stóla í henni og flakkað svo á milli. Við getum því verið á fleiri en einum stað og farið jafnvel út á land með stólana,“ sagði Valdimar. Hentar fyrir svo ótrúlega marga „Tvær stærstu hópíþróttir fyrir hjólastóla í heiminum eru rugby og körfubolti. Körfubolti er fremri en rugbýið. Hann hentar fyrir svo ótrúlega marga bæði fyrir þá sem eru í hjólastól, eiga erfitt með gang eða eru einfættir: Bara fullkomin grein fyrir alla sem eru hreyfihamlaðir,“ sagði körfuboltamaðurinn Hákon Atli Bjarkason, sem hefur áður stundað hjólastólakörfubolta hér á landi. „Þetta er mjög skemmtileg íþrótt og við spiluðum þetta frá 2012 til 2019. Svo dó þetta einhvern veginn út en þetta er með því skemmtilegra sem ég geri,“ sagði Hákon. „Ég lenti í slysi á sínum tíma en spilaði fótbolta sem krakki. Ég fann aftur keppnisskapið og þessa liðsíþrótt sem kemur í þessu sporti,“ sagði Hákon. Það má sjá alla fréttina hér fyrir ofan.
Körfubolti Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira