Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2025 20:16 Starfsfólk sem tóku á móti viðurkenningunni Fyrirmyndarstofnun ársins 2024 í flokki borg og bær Mynd/BIG Sameyki tilkynnti í dag um val sitt á stofnunum ársins. Þrjár stofnanir voru valdar hjá borg og bæjum. Það eru Félagsmiðstöðin Sigyn, Leikskólinn Lyngheimar og Hitt húsið. Hjá ríki voru einnig þrjár stofnanir valdar sem stofnanir ársins. Það eru Kvikmyndasafn Íslands, Þjóðskrá Íslands og Fjölbrautarskóli Suðurnesja. Þá fékk Heilsustofnun NLFÍ einnig verðlaun sem stofnun ársins í flokki sjálfseignarstofnana og fyrirtækja. Í tilkynningu frá Sameyki kemur jafnframt fram að hástökkvari ársins í könnun um stofnun ársins séu íbúðakjarninn Rökkvaborg hjá borg og bæjum og menningar- og viðskiptaráðuneytið hjá ríkinu. Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu tilkynnti um valið við hátíðlega athöfn fyrr í dag. Titlana Stofnun ársins 2024 hljóta þær stofnanir og starfsstaðir sem þykja skara fram úr á sviði mannauðsmála að mati starfsfólks. Í ár tóku rúmlega 17.000 manns þátt í könnuninni sem var framkvæmd í október og nóvember 2024. Reykjavíkurborg er þátttakandi í könnuninni með allt sitt starfsfólk í þriðja sinn en allt starfsfólk hjá ríkinu hefur tekið þátt síðan 2011. Starfsfólk sem tóku á móti viðurkenningunni Fyrirmyndarstofnun ársins 2024 í flokki ríkisstofnana.Mynd/BIG Stofnun ársins er samstarfsverkefni Sameykis, Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og fjölmargra annarra stofnana og vinnustaða, en hún nær til um 35.000 manns sem starfa á opinberum vinnumarkaði. Niðurstöður könnunarinnar veita bæði mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi vinnustaða og samanburð við aðrar stofnanir. Í tilkynningu frá Sameyki segir að tilgangurinn með valinu sé að taka eftir og veita þeim vinnustöðum viðurkenningar sem náð hafi framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Þá nýtist könnunin stjórnendum til að vinna að frekari umbótum í stjórnun og starfsumhverfi vinnustaðanna. Að lokum veitir könnunin aðhald til hagsbóta fyrir starfsfólk, skjólstæðinga, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Niðurstöðurnar voru kynntar að loknu málþingi um mannauðsmál og var yfirskrift þess Jákvæð vinnustaðamenning. Fyrirlesarar á málþinginu voru: Auðunn Gunnar Eiríksson, stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup, Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir, leiðtoga- og teymisþjálfari, Tómas Bjarnason, doktor í félagsfræði, og Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur. Málþingsstjóri var Sirrý Arnardóttir. Fréttin hefur verið leiðrétt. Í fyrirsögn stóð fyrst FSU sem átti að vera FS. Leiðrétt klukkan 10 þann 14.2.2025. Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Mannauðsmál Tengdar fréttir Ríkisskattstjóri, MTR og Héraðsdómur Suðurlands stofnanir ársins Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2015 og Fyrirtæki ársins 2015 voru kynntar í Hörpunni síðdegis í dag. 7. maí 2015 22:41 Sýslumaðurinn á Hvolsvelli og Umferðarstofa stofnanir ársins Umferðarstofa og Sýslumaðurinn á Hvolsvelli eru stofnanir ársins 2010 samkvæmt könnun SFR stéttarfélags sem stendur að vali á stofnun ársins. Niðurstöðurnar voru kynntar á Hótel Nordica seinnipartinn í dag. 7. maí 2010 17:45 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
Í tilkynningu frá Sameyki kemur jafnframt fram að hástökkvari ársins í könnun um stofnun ársins séu íbúðakjarninn Rökkvaborg hjá borg og bæjum og menningar- og viðskiptaráðuneytið hjá ríkinu. Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu tilkynnti um valið við hátíðlega athöfn fyrr í dag. Titlana Stofnun ársins 2024 hljóta þær stofnanir og starfsstaðir sem þykja skara fram úr á sviði mannauðsmála að mati starfsfólks. Í ár tóku rúmlega 17.000 manns þátt í könnuninni sem var framkvæmd í október og nóvember 2024. Reykjavíkurborg er þátttakandi í könnuninni með allt sitt starfsfólk í þriðja sinn en allt starfsfólk hjá ríkinu hefur tekið þátt síðan 2011. Starfsfólk sem tóku á móti viðurkenningunni Fyrirmyndarstofnun ársins 2024 í flokki ríkisstofnana.Mynd/BIG Stofnun ársins er samstarfsverkefni Sameykis, Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og fjölmargra annarra stofnana og vinnustaða, en hún nær til um 35.000 manns sem starfa á opinberum vinnumarkaði. Niðurstöður könnunarinnar veita bæði mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi vinnustaða og samanburð við aðrar stofnanir. Í tilkynningu frá Sameyki segir að tilgangurinn með valinu sé að taka eftir og veita þeim vinnustöðum viðurkenningar sem náð hafi framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Þá nýtist könnunin stjórnendum til að vinna að frekari umbótum í stjórnun og starfsumhverfi vinnustaðanna. Að lokum veitir könnunin aðhald til hagsbóta fyrir starfsfólk, skjólstæðinga, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Niðurstöðurnar voru kynntar að loknu málþingi um mannauðsmál og var yfirskrift þess Jákvæð vinnustaðamenning. Fyrirlesarar á málþinginu voru: Auðunn Gunnar Eiríksson, stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup, Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir, leiðtoga- og teymisþjálfari, Tómas Bjarnason, doktor í félagsfræði, og Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur. Málþingsstjóri var Sirrý Arnardóttir. Fréttin hefur verið leiðrétt. Í fyrirsögn stóð fyrst FSU sem átti að vera FS. Leiðrétt klukkan 10 þann 14.2.2025.
Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Mannauðsmál Tengdar fréttir Ríkisskattstjóri, MTR og Héraðsdómur Suðurlands stofnanir ársins Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2015 og Fyrirtæki ársins 2015 voru kynntar í Hörpunni síðdegis í dag. 7. maí 2015 22:41 Sýslumaðurinn á Hvolsvelli og Umferðarstofa stofnanir ársins Umferðarstofa og Sýslumaðurinn á Hvolsvelli eru stofnanir ársins 2010 samkvæmt könnun SFR stéttarfélags sem stendur að vali á stofnun ársins. Niðurstöðurnar voru kynntar á Hótel Nordica seinnipartinn í dag. 7. maí 2010 17:45 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
Ríkisskattstjóri, MTR og Héraðsdómur Suðurlands stofnanir ársins Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2015 og Fyrirtæki ársins 2015 voru kynntar í Hörpunni síðdegis í dag. 7. maí 2015 22:41
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli og Umferðarstofa stofnanir ársins Umferðarstofa og Sýslumaðurinn á Hvolsvelli eru stofnanir ársins 2010 samkvæmt könnun SFR stéttarfélags sem stendur að vali á stofnun ársins. Niðurstöðurnar voru kynntar á Hótel Nordica seinnipartinn í dag. 7. maí 2010 17:45