Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2025 16:19 Davíð Smári Lamude er þjálfari Vestra sem undirbýr sig nú fyrir annað tímabil liðsins meðal þeirra bestu. Vísir/Viktor Freyr Arnarson Gjaldþrot Davíðs Smára Lamude, þjálfara Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu, nam 79 milljónum króna. Skatturinn sektaði Davíð Smára um tugi milljóna króna að lokinni rannsókn skattrannsóknarstjóra á þjálfaranum. Hann horfir björtum augum fram á veginn og segist hafa lagt á sig mikla vinnu til að snúa lífi sínu til betri vegar. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að Davíð Smári hafi með úrskurði Héraðsdóms Vestfjarða þann 7. nóvember síðastliðinn verið úrskurðaður gjaldþrota. Skiptastjóri var skipaður yfir búinu sem lauk störfum innan við tólf vikum síðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom krafan um gjaldþrotaskipti frá Skattinum og var á grundvelli rannsóknar skattrannsóknarstjóra á skilum Davíðs Smára á opinberum gjöldum. Í slíkum rannsóknum krefst skattrannsóknarstjóri yfirleitt kyrrsetningar á eignum en þær virðast ekki hafa verið fyrir hendi. Skatturinn sektaði Davíð Smára og þegar hún fékkst ekki greidd krafðist Skatturinn gjaldþrots. Davíð Smári sneri sér að knattspyrnuþjálfun fyrir nokkrum árum og fór með lið Kórdrengja upp um þrjár deildar á jafnmörgum árum, upp í næstefstu deild. Félagið heyrir í dag sögunni til. Davíð Smári var ráðinn til Vestra á Ísafirði og kom liðinu strax upp í efstu deild árið 2023. Liðið hélt sæti sínu í deildinni á síðasta tímabili. Davíð segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að hann hvorki feli þá staðreynd né neiti að bú hans hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. „Ég hef hins vegar átt í góðum samskiptum við skiptastjóra bús míns. Gert hefur verið grein fyrir málum öllum og spurningum hans svarað. Lengi skal manninn reyna. Undanfarin ár hef ég lagt á mig mikla vinnu til að snúa lífi mínu til betri vegar og er stoltur af því sem ég hef áorkað. Ég lít því spenntur til framtíðar,“ segir Davíð. Vestri Ísafjarðarbær Skattar og tollar Gjaldþrot Tengdar fréttir Formaðurinn og þjálfarinn handskafa völlinn fyrir stórleikinn á morgun Vestramenn sitja ekki auðum höndum þessar klukkustundirnar. Fjölmennur hópur vaskra manna er mættur á Kerecisvöllinn til þess að handskafa völlinn eftir snjókomu síðustu tveggja sólarhringa. Á morgun taka Vestramenn á móti Fylki í lokaumferð Bestu deildarinnar. Leikur sem að sker úr um hvort heimamenn haldi sæti sínu í deildinni. 25. október 2024 13:47 „Ef Andri hefði náð að haldast heill þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar“ Vestri vann 2-4 útisigur gegn Fram. Þetta var annar sigur Vestra í röð og Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að þetta var hans fyrsti sigur gegn Fram. 5. október 2024 16:41 Davíð Smári um dómarana: „Menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu“ Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var sáttur þrátt fyrir tap gegn Val í Bestu deildinni í dag. Vestri komst yfir eftir tíu mínútna leik en náðu ekki að halda út. 25. ágúst 2024 19:02 Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Sjá meira
Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að Davíð Smári hafi með úrskurði Héraðsdóms Vestfjarða þann 7. nóvember síðastliðinn verið úrskurðaður gjaldþrota. Skiptastjóri var skipaður yfir búinu sem lauk störfum innan við tólf vikum síðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom krafan um gjaldþrotaskipti frá Skattinum og var á grundvelli rannsóknar skattrannsóknarstjóra á skilum Davíðs Smára á opinberum gjöldum. Í slíkum rannsóknum krefst skattrannsóknarstjóri yfirleitt kyrrsetningar á eignum en þær virðast ekki hafa verið fyrir hendi. Skatturinn sektaði Davíð Smára og þegar hún fékkst ekki greidd krafðist Skatturinn gjaldþrots. Davíð Smári sneri sér að knattspyrnuþjálfun fyrir nokkrum árum og fór með lið Kórdrengja upp um þrjár deildar á jafnmörgum árum, upp í næstefstu deild. Félagið heyrir í dag sögunni til. Davíð Smári var ráðinn til Vestra á Ísafirði og kom liðinu strax upp í efstu deild árið 2023. Liðið hélt sæti sínu í deildinni á síðasta tímabili. Davíð segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að hann hvorki feli þá staðreynd né neiti að bú hans hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. „Ég hef hins vegar átt í góðum samskiptum við skiptastjóra bús míns. Gert hefur verið grein fyrir málum öllum og spurningum hans svarað. Lengi skal manninn reyna. Undanfarin ár hef ég lagt á mig mikla vinnu til að snúa lífi mínu til betri vegar og er stoltur af því sem ég hef áorkað. Ég lít því spenntur til framtíðar,“ segir Davíð.
Vestri Ísafjarðarbær Skattar og tollar Gjaldþrot Tengdar fréttir Formaðurinn og þjálfarinn handskafa völlinn fyrir stórleikinn á morgun Vestramenn sitja ekki auðum höndum þessar klukkustundirnar. Fjölmennur hópur vaskra manna er mættur á Kerecisvöllinn til þess að handskafa völlinn eftir snjókomu síðustu tveggja sólarhringa. Á morgun taka Vestramenn á móti Fylki í lokaumferð Bestu deildarinnar. Leikur sem að sker úr um hvort heimamenn haldi sæti sínu í deildinni. 25. október 2024 13:47 „Ef Andri hefði náð að haldast heill þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar“ Vestri vann 2-4 útisigur gegn Fram. Þetta var annar sigur Vestra í röð og Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að þetta var hans fyrsti sigur gegn Fram. 5. október 2024 16:41 Davíð Smári um dómarana: „Menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu“ Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var sáttur þrátt fyrir tap gegn Val í Bestu deildinni í dag. Vestri komst yfir eftir tíu mínútna leik en náðu ekki að halda út. 25. ágúst 2024 19:02 Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Sjá meira
Formaðurinn og þjálfarinn handskafa völlinn fyrir stórleikinn á morgun Vestramenn sitja ekki auðum höndum þessar klukkustundirnar. Fjölmennur hópur vaskra manna er mættur á Kerecisvöllinn til þess að handskafa völlinn eftir snjókomu síðustu tveggja sólarhringa. Á morgun taka Vestramenn á móti Fylki í lokaumferð Bestu deildarinnar. Leikur sem að sker úr um hvort heimamenn haldi sæti sínu í deildinni. 25. október 2024 13:47
„Ef Andri hefði náð að haldast heill þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar“ Vestri vann 2-4 útisigur gegn Fram. Þetta var annar sigur Vestra í röð og Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að þetta var hans fyrsti sigur gegn Fram. 5. október 2024 16:41
Davíð Smári um dómarana: „Menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu“ Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var sáttur þrátt fyrir tap gegn Val í Bestu deildinni í dag. Vestri komst yfir eftir tíu mínútna leik en náðu ekki að halda út. 25. ágúst 2024 19:02