Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 16:12 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var til viðtals hjá breska blaðinu Telegraph á dögunum. Vísir/Egill Aðalsteinsson Breska blaðið Telegraph fjallar um Icelandair og þau sóknarfæri sem sögð eru felast í áherslum Trump-stjórnarinnar í Bandaríkjunum fyrir íslenska flugfélagið. Með útvíkkun leiðarkerfis Icelandair um Atlantshafið stimpli félagið sig inn sem alvöru keppinautur annarra risa á flugmarkaði og félagið sé í kjörstöðu til að heilla Trump með því að opna á fleiri áfangastaði á Bandaríkjamarkaði. Uppsveifla hagkerfis Bandaríkjanna undir stjórn Trump geti kynt undir vaxtaráform Icelandair. „Við munum keppa við þá stóru, en við höfum forskot sem mun alltaf vera til staðar,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra félagsins, í umfjöllun Telegraph. „Við erum á miðju Athlangshafi og getum flogið nettari flugvélum lengra inn í Norður-Ameríku en evrópskir keppinautar okkar og lengra inn í Evrópu en Ameríkanarnir,“ segir Bogi. Vísað er til að mynda til risa á flugmarkaði á borð við British Airwaves og American Airlines sem eru keppinautar Icelandair í áætlunarflugi yfir Atlantshafið. Haft er eftir Boga að það að gera út smærri flugvélar frá Íslandi geri Icelandair kleift að undirbjóða risa á markaði á borð við fyrrnefnd flugfélög. Fyrsta Airbus A321 LR-þota Icelandair í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Áform eru um að fjölga áfangastöðum Icelandair í Norður-Ameríku en fyrirtækið greindi til að mynda frá því í lok janúar Miami á Flórída muni bætast við leiðakerfið. „Nýju Airbus vélarnar, sem eru bæði langdrægar og sparneytnar, gera okkur kleift að bæta við nýjum og spennandi áfangastöðum og er Miami gott dæmi um það. Flugleiðin opnar auk þess öflugar tengingar fyrir íbúa Miami til 34 áfangastaða okkar í Evrópu, um Ísland og sömuleiðis fyrir Evrópubúa til Miami,“ sagði Bogi Níls við það tilefni. Icelandair geti hagnast á Grænlandsáhuga Trumps Í frétt Telegraph víkur sögunni næst að þeim áhuga sem Donald Trump hefur sýnt Grænlandi og tekið fram að Ísland geti notið góðs af forsetatíð Trumps. Búist sé við að bandarískt hagkerfi haldi áfram að blómstra á næstu tveimur árum og Evrópa muni á sama tíma dragast aftur úr. Það ætti, samkvæmt umfjöllun Telegraph, að skapa traustan grunn undir stækkunaráform Icelandair. Félagið geti til að mynda notið góðs af auknum áhuga bandarískra ferðamanna á Grænlandi sem áfangastað, sem skýrist af útþensluáhuga Trumps til Grænlands. Vísbendingar séu þegar um að málflutningur Trump hafi þegar ýtt undir áhuga Bandaríkjamanna á ferðalögum til Grænlands, og í þessu felist mikil tækifæri fyrir Icelandair. Sama eigi við um ferðamenn sem vilji heimsækja Ísland. Fleiri gluggar opnist jafnframt fyrir félagið með komu nýrra Airbus-véla sem séu nógu langdrægar til að gera út til Kaliforníu og Texas en bjóði á sama tíma upp á rekstrarhagkvæmni smærri flugvéla. Hnattræn lega Íslands sé jafnframt hagkvæm fyrir ferðir milli Asíu og Norður-Ameríku og þannig sé tækifæri fyrir Ísland til að gegna hlutverki flugmóðurskips fyrir ferðir heimsálfa á milli, jafnvel að vera „Dubai norðursins,“ en flugvöllurinn í Dubai er ein stærsta miðstöð flugsamgangna þess heimshluta. Nánar er fjallað um málið í frétt Telegraph. Icelandair Fréttir af flugi Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Uppsveifla hagkerfis Bandaríkjanna undir stjórn Trump geti kynt undir vaxtaráform Icelandair. „Við munum keppa við þá stóru, en við höfum forskot sem mun alltaf vera til staðar,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra félagsins, í umfjöllun Telegraph. „Við erum á miðju Athlangshafi og getum flogið nettari flugvélum lengra inn í Norður-Ameríku en evrópskir keppinautar okkar og lengra inn í Evrópu en Ameríkanarnir,“ segir Bogi. Vísað er til að mynda til risa á flugmarkaði á borð við British Airwaves og American Airlines sem eru keppinautar Icelandair í áætlunarflugi yfir Atlantshafið. Haft er eftir Boga að það að gera út smærri flugvélar frá Íslandi geri Icelandair kleift að undirbjóða risa á markaði á borð við fyrrnefnd flugfélög. Fyrsta Airbus A321 LR-þota Icelandair í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Áform eru um að fjölga áfangastöðum Icelandair í Norður-Ameríku en fyrirtækið greindi til að mynda frá því í lok janúar Miami á Flórída muni bætast við leiðakerfið. „Nýju Airbus vélarnar, sem eru bæði langdrægar og sparneytnar, gera okkur kleift að bæta við nýjum og spennandi áfangastöðum og er Miami gott dæmi um það. Flugleiðin opnar auk þess öflugar tengingar fyrir íbúa Miami til 34 áfangastaða okkar í Evrópu, um Ísland og sömuleiðis fyrir Evrópubúa til Miami,“ sagði Bogi Níls við það tilefni. Icelandair geti hagnast á Grænlandsáhuga Trumps Í frétt Telegraph víkur sögunni næst að þeim áhuga sem Donald Trump hefur sýnt Grænlandi og tekið fram að Ísland geti notið góðs af forsetatíð Trumps. Búist sé við að bandarískt hagkerfi haldi áfram að blómstra á næstu tveimur árum og Evrópa muni á sama tíma dragast aftur úr. Það ætti, samkvæmt umfjöllun Telegraph, að skapa traustan grunn undir stækkunaráform Icelandair. Félagið geti til að mynda notið góðs af auknum áhuga bandarískra ferðamanna á Grænlandi sem áfangastað, sem skýrist af útþensluáhuga Trumps til Grænlands. Vísbendingar séu þegar um að málflutningur Trump hafi þegar ýtt undir áhuga Bandaríkjamanna á ferðalögum til Grænlands, og í þessu felist mikil tækifæri fyrir Icelandair. Sama eigi við um ferðamenn sem vilji heimsækja Ísland. Fleiri gluggar opnist jafnframt fyrir félagið með komu nýrra Airbus-véla sem séu nógu langdrægar til að gera út til Kaliforníu og Texas en bjóði á sama tíma upp á rekstrarhagkvæmni smærri flugvéla. Hnattræn lega Íslands sé jafnframt hagkvæm fyrir ferðir milli Asíu og Norður-Ameríku og þannig sé tækifæri fyrir Ísland til að gegna hlutverki flugmóðurskips fyrir ferðir heimsálfa á milli, jafnvel að vera „Dubai norðursins,“ en flugvöllurinn í Dubai er ein stærsta miðstöð flugsamgangna þess heimshluta. Nánar er fjallað um málið í frétt Telegraph.
Icelandair Fréttir af flugi Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira