Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Aron Guðmundsson skrifar 11. febrúar 2025 10:32 Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður íslenska landsliðsins hleypur inn á völlinn á síðasta stórmóti. Vísir/Vilhelm Uppselt er á úrslitaleik Evrópumóts landsliða karla í handbolta á næsta ári. Úrslitaleikurinn fer fram í Herning í Danmörku. Fjallað er um málið á vef TV 2 í Danmörku þar sem segir í inngangi: „Þú verður að vera fljótur, hluti af sérstökum félagsskap og smá heppinn ef þú ætlar að verða viðstaddur úrslitaleik EM 2026 í Boxen.“ Í fréttinni er rætt er við Jan Kampmann, starfandi formann danska handknattleikssambandsins sem segir frá eftirspurninni á miðum á úrslitaleik mótsins. „Miðasalan hófst á föstudaginn síðastliðinn og allir miðarnir ruku út áður en að helgin rann sitt skeið.“ Danir eiga eitt þeirra liða sem er á heimavelli á mótinu en spilað verður í fjórum löndum. Auk Danmerkur fara leikir á EM fram í Svíþjóð og Noregi. Íslenska landsliðið, þrátt fyrir að vera ekki búið að tryggja sér sæti á mótinu, veit fyrir víst að það mun leika F-riðli í Kristianstad í Svíþjóð. Danir, sem tryggðu sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð á dögunum, léku á heimavelli í riðlakeppni og milliriðlum á nýafstöðnu heimsmeistaramóti en á næsta stórmóti munu allir leikir liðsins fara fram á þeirra heimavelli þar sem að undanúrslit og úrslitin verða spiluð í Boxen höllinni í Herning sem tekur um 14.500 manns í sæti á handboltaleikjum. Það ætti þó ekki að vera öll nótt úti enn fyrir stuðningsmenn annarra liða varðandi það að fá miða á úrslitaleikinn. Evrópska handknattleikssambandið fær alltaf einhvern hluta af þeim miðum sem eru í boði á leikina. En ljóst þykir að Danir hafi mikla trú á sínum mönnum fyrir næsta stórmót og það réttilega. Danska vélin, sem karlalandsliðið er, hefur verið óstöðvandi upp á síðkastið og önnur landslið eiga verk að vinna ætli þau að koma í veg fyrir annað danskt stórmótagull á næsta móti. Svo verður væntanlega eitthvað til af miðum ef Danir finna ekki rétta gírinn og falla úr leik áður en að úrslitaleiknum kemur. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Sjá meira
Fjallað er um málið á vef TV 2 í Danmörku þar sem segir í inngangi: „Þú verður að vera fljótur, hluti af sérstökum félagsskap og smá heppinn ef þú ætlar að verða viðstaddur úrslitaleik EM 2026 í Boxen.“ Í fréttinni er rætt er við Jan Kampmann, starfandi formann danska handknattleikssambandsins sem segir frá eftirspurninni á miðum á úrslitaleik mótsins. „Miðasalan hófst á föstudaginn síðastliðinn og allir miðarnir ruku út áður en að helgin rann sitt skeið.“ Danir eiga eitt þeirra liða sem er á heimavelli á mótinu en spilað verður í fjórum löndum. Auk Danmerkur fara leikir á EM fram í Svíþjóð og Noregi. Íslenska landsliðið, þrátt fyrir að vera ekki búið að tryggja sér sæti á mótinu, veit fyrir víst að það mun leika F-riðli í Kristianstad í Svíþjóð. Danir, sem tryggðu sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð á dögunum, léku á heimavelli í riðlakeppni og milliriðlum á nýafstöðnu heimsmeistaramóti en á næsta stórmóti munu allir leikir liðsins fara fram á þeirra heimavelli þar sem að undanúrslit og úrslitin verða spiluð í Boxen höllinni í Herning sem tekur um 14.500 manns í sæti á handboltaleikjum. Það ætti þó ekki að vera öll nótt úti enn fyrir stuðningsmenn annarra liða varðandi það að fá miða á úrslitaleikinn. Evrópska handknattleikssambandið fær alltaf einhvern hluta af þeim miðum sem eru í boði á leikina. En ljóst þykir að Danir hafi mikla trú á sínum mönnum fyrir næsta stórmót og það réttilega. Danska vélin, sem karlalandsliðið er, hefur verið óstöðvandi upp á síðkastið og önnur landslið eiga verk að vinna ætli þau að koma í veg fyrir annað danskt stórmótagull á næsta móti. Svo verður væntanlega eitthvað til af miðum ef Danir finna ekki rétta gírinn og falla úr leik áður en að úrslitaleiknum kemur.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Sjá meira