Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2025 08:01 Vel heppnaður og fjölmennur fundur fór fram í Salnum í Kópavogi á laugardaginn þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti yfir framboði sínu til formennsku í flokknum á landsfundi hans um næstu mánaðarmót. Fólk bæði alls staðar að af landinu og alls staðar úr Sjálfstæðisflokknum mætti á staðinn og féll ræða Guðrúnar ljóslega í afar góðan jarðveg hjá viðstöddum sem klöppuðu ákaft og ítrekað á meðan á henni stóð. Ég hitti fyrir gamla félaga í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á fundinum sem bæði voru samherjar mínir á þeim vettvangi í den og í hinu liðinu. Við sjálfstæðismenn höfum í gegnum tíðina eytt alltof mikilli orku í átök innan flokksins. Þó sjálfsagt sé að takast á um málefni getur slíkt gengið of langt og orðið skaðlegt. Guðrún er ekki í neinu liði innan Sjálfstæðisflokksins ólíkt til dæmis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem einnig gefur kost á sér. Guðrún er einfaldlega sjálfstæðismaður. Meðal þeirra sem unnið hafa með Guðrúnu er hún þekkt fyrir það að virkja fólk til samvinnu, láta verkin tala og ná árangri. Guðrún kemur úr atvinnulífinu, úr heimi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þar sem slíkt skiptir öllu og skilur á milli feigs og ófeigs. Ekki er nóg að segja réttu hlutina, það eru verkin sem gilda. Þá nálgun vantar tilfinnanlega í stjórnmálin. Ekki sízt þar sem ríkrar tilhneigingar gætir til þess að sætta sig við það að hlutirnir gerist hægt – gerist þeir á annað borð. Fáninn og fálkinn í öndvegi Hvað fund Guðrúnar að öðru leyti varðar vakti einnig athygli að bæði íslenzki fáninn og fálkinn, merki Sjálfstæðisflokksins, voru í öndvegi. Fánaborg var þannig við innganginn á Salnum og fálkinn áberandi bæði á ræðupúltinu og til hliðar við það. Var haft á orði að þetta væri annað en á framboðsfundi Áslaugar Örnu á dögunum þar sem hvorugt var sjáanlegt. Þess í stað bauð Áslaug upp á nýtt merki og svaraði ekki með afgerandi hætti aðspurð hvort það ætti að koma í stað fálkans. Fleira vakti athygli fólks. Hluti þingflokks sjálfstæðismanna mætti á fundinn en talsvert var fjallað um það í fjölmiðlum þegar fundur Áslaugar fór fram að enginn úr þingflokknum fyrir utan hana sjálfa skyldi láta sjá sig. Voru ýmsar vangaveltur uppi um það hvað skýrði þetta. Meðal annars að þingmennirnir vildu mögulega halda sig til hlés vegna stöðu sinnar. Það kom þó ekki í veg fyrir að þingmenn mættu á fund Guðrúnar. Virtist málið hið vandræðalegasta fyrir framboð Áslaugar. Við sjálfstæðismenn þurfum ekki meira af því sama eftir það sem á undan er gengið. Vandséð er hvernig formaður, sem sat í fimm ár við ríkisstjórnarborðið með Vinstri grænum þar sem teknar voru þær ófáu ákvarðanir sem valdið hafa megnri óánægju í röðum okkar sjálfstæðismanna, fóru gegn grunngildum Sjálfstæðisflokksins og hafa í seinni tíð átt stærstan þátt í þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir, getur talizt trúverðug endurnýjun. Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Vel heppnaður og fjölmennur fundur fór fram í Salnum í Kópavogi á laugardaginn þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti yfir framboði sínu til formennsku í flokknum á landsfundi hans um næstu mánaðarmót. Fólk bæði alls staðar að af landinu og alls staðar úr Sjálfstæðisflokknum mætti á staðinn og féll ræða Guðrúnar ljóslega í afar góðan jarðveg hjá viðstöddum sem klöppuðu ákaft og ítrekað á meðan á henni stóð. Ég hitti fyrir gamla félaga í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á fundinum sem bæði voru samherjar mínir á þeim vettvangi í den og í hinu liðinu. Við sjálfstæðismenn höfum í gegnum tíðina eytt alltof mikilli orku í átök innan flokksins. Þó sjálfsagt sé að takast á um málefni getur slíkt gengið of langt og orðið skaðlegt. Guðrún er ekki í neinu liði innan Sjálfstæðisflokksins ólíkt til dæmis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem einnig gefur kost á sér. Guðrún er einfaldlega sjálfstæðismaður. Meðal þeirra sem unnið hafa með Guðrúnu er hún þekkt fyrir það að virkja fólk til samvinnu, láta verkin tala og ná árangri. Guðrún kemur úr atvinnulífinu, úr heimi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þar sem slíkt skiptir öllu og skilur á milli feigs og ófeigs. Ekki er nóg að segja réttu hlutina, það eru verkin sem gilda. Þá nálgun vantar tilfinnanlega í stjórnmálin. Ekki sízt þar sem ríkrar tilhneigingar gætir til þess að sætta sig við það að hlutirnir gerist hægt – gerist þeir á annað borð. Fáninn og fálkinn í öndvegi Hvað fund Guðrúnar að öðru leyti varðar vakti einnig athygli að bæði íslenzki fáninn og fálkinn, merki Sjálfstæðisflokksins, voru í öndvegi. Fánaborg var þannig við innganginn á Salnum og fálkinn áberandi bæði á ræðupúltinu og til hliðar við það. Var haft á orði að þetta væri annað en á framboðsfundi Áslaugar Örnu á dögunum þar sem hvorugt var sjáanlegt. Þess í stað bauð Áslaug upp á nýtt merki og svaraði ekki með afgerandi hætti aðspurð hvort það ætti að koma í stað fálkans. Fleira vakti athygli fólks. Hluti þingflokks sjálfstæðismanna mætti á fundinn en talsvert var fjallað um það í fjölmiðlum þegar fundur Áslaugar fór fram að enginn úr þingflokknum fyrir utan hana sjálfa skyldi láta sjá sig. Voru ýmsar vangaveltur uppi um það hvað skýrði þetta. Meðal annars að þingmennirnir vildu mögulega halda sig til hlés vegna stöðu sinnar. Það kom þó ekki í veg fyrir að þingmenn mættu á fund Guðrúnar. Virtist málið hið vandræðalegasta fyrir framboð Áslaugar. Við sjálfstæðismenn þurfum ekki meira af því sama eftir það sem á undan er gengið. Vandséð er hvernig formaður, sem sat í fimm ár við ríkisstjórnarborðið með Vinstri grænum þar sem teknar voru þær ófáu ákvarðanir sem valdið hafa megnri óánægju í röðum okkar sjálfstæðismanna, fóru gegn grunngildum Sjálfstæðisflokksins og hafa í seinni tíð átt stærstan þátt í þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir, getur talizt trúverðug endurnýjun. Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar