Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 20:03 Annar tveggja eigenda fasteignasölunnar Mikluborgar segir að hver einasta stýrivaxtalækkun hafi mikla þýðingu fyrir fólk. Vísir/Margrét Helga Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir að peningastefnunefnd bankans lækkaði vexti um 0,5 prósentustig. Nefndin var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. Stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands er sú þriðja í röðinni. Síðast lækkaði bankinn vexti um 50 punkta og þar áður í október um 25 punkta. Verðbólga heldur áfram að hjaðna og mældist í janúar 4,6%. Eftir sex vikur verður næsta ákvörðun nefndarinnar kynnt og þá kemur í ljós hvort lækkunarferlið heldur áfram. „Ég vona það bara sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5, verðbólgan núna er 4,6 sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að hjaðna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Lokametrarnir í að ná fram hjöðnun verðbólgu gætu þó reynst erfiðir. „Kannski að komast frá 3 komma eitthvað og niður í 2,5.“ Blikur séu á lofti í alþjóðamálum ekki síst vegna mögulegs tollastríðs. „Ef alþjóðaviðskipti fara að truflast verulega þá mun það leiða til þess að vöruverðið hækkar sem við flytjum inn,“ segir Ásgeir. Sparisjóðurinn Indó varð fyrstur til að tilkynna um vaxtalækkun á öllum inn- og útlánum. Hún nemur hálfu prósentustigi. Fréttastofa sendi fjármálastofnunum fyrirspurn sem varðaði áform um vaxtabreytingar en hafði engin svör fengið fyrir kvöldfréttir fyrir utan Landsbankann en upplýsingafulltrúi hans sagði bankann munu tilkynna um breytingar á næstu dögum. Vaxtalækkun skref í rétta átt Jason Guðmundsson, annar eigenda fasteignasölunnar Mikluborgar, segir lækkunina skref í átt að því að þíða það frost sem ríkt hefur á fasteignamarkaði. Aðrir þættir spili líka inn í. „Við eigum eftir að sjá hvað bankarnir gera í sambandi við verðtryggðu lánin, hvort þeir hækki vexti eins og þeir gerðu síðast eða hvort þetta verði til vaxtalækkunar líka á verðtryggðu lánunum sem óneitanlega eru rosalega stórt skref í því að koma fyrstu kaupendum inn á markaðinn.“ Hver og ein lækkun hafi mikla þýðingu. „Það er ótrúlega stór hópur sem núna, bara með þessu skrefi mun alveg örugglega komast í gegnum greiðslumat til að geta keypt og til að geta staðið undir því að borga af sínu eigin húsnæði.“ Lækkunin leysi ákveðinn hnút en betur megi ef duga skal. „Það er veruleg stífla sem hefur myndast sem gerir það að verkum að það eru ótrúlega margir kaupendur og það er mikill undirliggjandi þrýstingur að komast af stað. Þetta mun hjálpa til við að koma því í gang, við erum mjög bjartsýn. Við finnum að árið fer vel af stað. Það er töluvert meira að gera núna heldur en var í lok síðasta árs.“ Efnahagsmál Fasteignamarkaður Skattar og tollar Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. 5. febrúar 2025 12:17 Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. 5. febrúar 2025 08:30 Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira
Stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands er sú þriðja í röðinni. Síðast lækkaði bankinn vexti um 50 punkta og þar áður í október um 25 punkta. Verðbólga heldur áfram að hjaðna og mældist í janúar 4,6%. Eftir sex vikur verður næsta ákvörðun nefndarinnar kynnt og þá kemur í ljós hvort lækkunarferlið heldur áfram. „Ég vona það bara sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5, verðbólgan núna er 4,6 sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að hjaðna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Lokametrarnir í að ná fram hjöðnun verðbólgu gætu þó reynst erfiðir. „Kannski að komast frá 3 komma eitthvað og niður í 2,5.“ Blikur séu á lofti í alþjóðamálum ekki síst vegna mögulegs tollastríðs. „Ef alþjóðaviðskipti fara að truflast verulega þá mun það leiða til þess að vöruverðið hækkar sem við flytjum inn,“ segir Ásgeir. Sparisjóðurinn Indó varð fyrstur til að tilkynna um vaxtalækkun á öllum inn- og útlánum. Hún nemur hálfu prósentustigi. Fréttastofa sendi fjármálastofnunum fyrirspurn sem varðaði áform um vaxtabreytingar en hafði engin svör fengið fyrir kvöldfréttir fyrir utan Landsbankann en upplýsingafulltrúi hans sagði bankann munu tilkynna um breytingar á næstu dögum. Vaxtalækkun skref í rétta átt Jason Guðmundsson, annar eigenda fasteignasölunnar Mikluborgar, segir lækkunina skref í átt að því að þíða það frost sem ríkt hefur á fasteignamarkaði. Aðrir þættir spili líka inn í. „Við eigum eftir að sjá hvað bankarnir gera í sambandi við verðtryggðu lánin, hvort þeir hækki vexti eins og þeir gerðu síðast eða hvort þetta verði til vaxtalækkunar líka á verðtryggðu lánunum sem óneitanlega eru rosalega stórt skref í því að koma fyrstu kaupendum inn á markaðinn.“ Hver og ein lækkun hafi mikla þýðingu. „Það er ótrúlega stór hópur sem núna, bara með þessu skrefi mun alveg örugglega komast í gegnum greiðslumat til að geta keypt og til að geta staðið undir því að borga af sínu eigin húsnæði.“ Lækkunin leysi ákveðinn hnút en betur megi ef duga skal. „Það er veruleg stífla sem hefur myndast sem gerir það að verkum að það eru ótrúlega margir kaupendur og það er mikill undirliggjandi þrýstingur að komast af stað. Þetta mun hjálpa til við að koma því í gang, við erum mjög bjartsýn. Við finnum að árið fer vel af stað. Það er töluvert meira að gera núna heldur en var í lok síðasta árs.“
Efnahagsmál Fasteignamarkaður Skattar og tollar Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. 5. febrúar 2025 12:17 Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. 5. febrúar 2025 08:30 Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira
Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. 5. febrúar 2025 12:17
Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. 5. febrúar 2025 08:30