Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 20:03 Annar tveggja eigenda fasteignasölunnar Mikluborgar segir að hver einasta stýrivaxtalækkun hafi mikla þýðingu fyrir fólk. Vísir/Margrét Helga Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir að peningastefnunefnd bankans lækkaði vexti um 0,5 prósentustig. Nefndin var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. Stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands er sú þriðja í röðinni. Síðast lækkaði bankinn vexti um 50 punkta og þar áður í október um 25 punkta. Verðbólga heldur áfram að hjaðna og mældist í janúar 4,6%. Eftir sex vikur verður næsta ákvörðun nefndarinnar kynnt og þá kemur í ljós hvort lækkunarferlið heldur áfram. „Ég vona það bara sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5, verðbólgan núna er 4,6 sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að hjaðna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Lokametrarnir í að ná fram hjöðnun verðbólgu gætu þó reynst erfiðir. „Kannski að komast frá 3 komma eitthvað og niður í 2,5.“ Blikur séu á lofti í alþjóðamálum ekki síst vegna mögulegs tollastríðs. „Ef alþjóðaviðskipti fara að truflast verulega þá mun það leiða til þess að vöruverðið hækkar sem við flytjum inn,“ segir Ásgeir. Sparisjóðurinn Indó varð fyrstur til að tilkynna um vaxtalækkun á öllum inn- og útlánum. Hún nemur hálfu prósentustigi. Fréttastofa sendi fjármálastofnunum fyrirspurn sem varðaði áform um vaxtabreytingar en hafði engin svör fengið fyrir kvöldfréttir fyrir utan Landsbankann en upplýsingafulltrúi hans sagði bankann munu tilkynna um breytingar á næstu dögum. Vaxtalækkun skref í rétta átt Jason Guðmundsson, annar eigenda fasteignasölunnar Mikluborgar, segir lækkunina skref í átt að því að þíða það frost sem ríkt hefur á fasteignamarkaði. Aðrir þættir spili líka inn í. „Við eigum eftir að sjá hvað bankarnir gera í sambandi við verðtryggðu lánin, hvort þeir hækki vexti eins og þeir gerðu síðast eða hvort þetta verði til vaxtalækkunar líka á verðtryggðu lánunum sem óneitanlega eru rosalega stórt skref í því að koma fyrstu kaupendum inn á markaðinn.“ Hver og ein lækkun hafi mikla þýðingu. „Það er ótrúlega stór hópur sem núna, bara með þessu skrefi mun alveg örugglega komast í gegnum greiðslumat til að geta keypt og til að geta staðið undir því að borga af sínu eigin húsnæði.“ Lækkunin leysi ákveðinn hnút en betur megi ef duga skal. „Það er veruleg stífla sem hefur myndast sem gerir það að verkum að það eru ótrúlega margir kaupendur og það er mikill undirliggjandi þrýstingur að komast af stað. Þetta mun hjálpa til við að koma því í gang, við erum mjög bjartsýn. Við finnum að árið fer vel af stað. Það er töluvert meira að gera núna heldur en var í lok síðasta árs.“ Efnahagsmál Fasteignamarkaður Skattar og tollar Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. 5. febrúar 2025 12:17 Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. 5. febrúar 2025 08:30 Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira
Stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands er sú þriðja í röðinni. Síðast lækkaði bankinn vexti um 50 punkta og þar áður í október um 25 punkta. Verðbólga heldur áfram að hjaðna og mældist í janúar 4,6%. Eftir sex vikur verður næsta ákvörðun nefndarinnar kynnt og þá kemur í ljós hvort lækkunarferlið heldur áfram. „Ég vona það bara sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5, verðbólgan núna er 4,6 sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að hjaðna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Lokametrarnir í að ná fram hjöðnun verðbólgu gætu þó reynst erfiðir. „Kannski að komast frá 3 komma eitthvað og niður í 2,5.“ Blikur séu á lofti í alþjóðamálum ekki síst vegna mögulegs tollastríðs. „Ef alþjóðaviðskipti fara að truflast verulega þá mun það leiða til þess að vöruverðið hækkar sem við flytjum inn,“ segir Ásgeir. Sparisjóðurinn Indó varð fyrstur til að tilkynna um vaxtalækkun á öllum inn- og útlánum. Hún nemur hálfu prósentustigi. Fréttastofa sendi fjármálastofnunum fyrirspurn sem varðaði áform um vaxtabreytingar en hafði engin svör fengið fyrir kvöldfréttir fyrir utan Landsbankann en upplýsingafulltrúi hans sagði bankann munu tilkynna um breytingar á næstu dögum. Vaxtalækkun skref í rétta átt Jason Guðmundsson, annar eigenda fasteignasölunnar Mikluborgar, segir lækkunina skref í átt að því að þíða það frost sem ríkt hefur á fasteignamarkaði. Aðrir þættir spili líka inn í. „Við eigum eftir að sjá hvað bankarnir gera í sambandi við verðtryggðu lánin, hvort þeir hækki vexti eins og þeir gerðu síðast eða hvort þetta verði til vaxtalækkunar líka á verðtryggðu lánunum sem óneitanlega eru rosalega stórt skref í því að koma fyrstu kaupendum inn á markaðinn.“ Hver og ein lækkun hafi mikla þýðingu. „Það er ótrúlega stór hópur sem núna, bara með þessu skrefi mun alveg örugglega komast í gegnum greiðslumat til að geta keypt og til að geta staðið undir því að borga af sínu eigin húsnæði.“ Lækkunin leysi ákveðinn hnút en betur megi ef duga skal. „Það er veruleg stífla sem hefur myndast sem gerir það að verkum að það eru ótrúlega margir kaupendur og það er mikill undirliggjandi þrýstingur að komast af stað. Þetta mun hjálpa til við að koma því í gang, við erum mjög bjartsýn. Við finnum að árið fer vel af stað. Það er töluvert meira að gera núna heldur en var í lok síðasta árs.“
Efnahagsmál Fasteignamarkaður Skattar og tollar Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. 5. febrúar 2025 12:17 Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. 5. febrúar 2025 08:30 Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira
Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. 5. febrúar 2025 12:17
Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. 5. febrúar 2025 08:30