Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2025 12:17 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. Þetta er þriðja lækkun stýrivaxta í röð. Verðbólga hefur hjaðnað jafnt og þétt frá því hún náði hámarki í rúmum tíu prósentum í mars 2023 og mælist nú 4,6 prósent en er enn rúmum tveimur prósentum frá verðbólgumarkmiði bankans. Útlit fyrir áframhaldandi hjöðnun og að það hefur hægst á hækkun húsnæðisverðs er meðal þess sem nefndin leit til við ákvörðunina. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þó enn aðeins í land. „Ég vona það sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5 prósent, verðbólga er í dag 4,6 prósent sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að lækka. Aðaláhyggjuefnið eru síðustu metrarnir, sem geta verið erfiðir,“ segir Ásgeir. Mögulegt tollastríð Bandaríkjanna við hin ýmsu ríki gæti haft áhrif á stöðuna hér. Íslensk stjórnvöld ættu að forðast að taka þátt í því. „Svona lítið opið hagkerfi eins og Ísland er, byggir allt sitt á því sem við flytjum út til annarra landa. Við erum ekkert að fara að gera neitt annað en að tapa á þessu. Þannig bara orðið „tollastríð“ er ekki gott fyrir okkur. Því við byggjum svo mikið á því að flytja út og selja,“ segir Ásgeir. Jákvætt sé að íslensk heimili séu að koma vel út úr háu vaxtastigi síðustu ár. Hreinn auður heimilanna er í hæstu hæðum og eiga þau talsverðan uppsafnaðan sparnað. Þá eru horfur á að laun hækki hraðar en verðbólga næstu mánuði. „Auðvitað höfum við alltaf áhyggjur af því hvað gerist þegar fólk byrjar að eyða peningum aftur. En staða fólks er misjöfn. Eftir aldri, stöðu í samfélaginu, stöðu á fasteignamarkaði. Þannig ég er ekki að alhæfa um alla,“ segir Ásgeir. Efnahagsmál Seðlabankinn Skattar og tollar Bandaríkin Fjármál heimilisins Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. 29. janúar 2025 12:07 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Þetta er þriðja lækkun stýrivaxta í röð. Verðbólga hefur hjaðnað jafnt og þétt frá því hún náði hámarki í rúmum tíu prósentum í mars 2023 og mælist nú 4,6 prósent en er enn rúmum tveimur prósentum frá verðbólgumarkmiði bankans. Útlit fyrir áframhaldandi hjöðnun og að það hefur hægst á hækkun húsnæðisverðs er meðal þess sem nefndin leit til við ákvörðunina. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þó enn aðeins í land. „Ég vona það sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5 prósent, verðbólga er í dag 4,6 prósent sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að lækka. Aðaláhyggjuefnið eru síðustu metrarnir, sem geta verið erfiðir,“ segir Ásgeir. Mögulegt tollastríð Bandaríkjanna við hin ýmsu ríki gæti haft áhrif á stöðuna hér. Íslensk stjórnvöld ættu að forðast að taka þátt í því. „Svona lítið opið hagkerfi eins og Ísland er, byggir allt sitt á því sem við flytjum út til annarra landa. Við erum ekkert að fara að gera neitt annað en að tapa á þessu. Þannig bara orðið „tollastríð“ er ekki gott fyrir okkur. Því við byggjum svo mikið á því að flytja út og selja,“ segir Ásgeir. Jákvætt sé að íslensk heimili séu að koma vel út úr háu vaxtastigi síðustu ár. Hreinn auður heimilanna er í hæstu hæðum og eiga þau talsverðan uppsafnaðan sparnað. Þá eru horfur á að laun hækki hraðar en verðbólga næstu mánuði. „Auðvitað höfum við alltaf áhyggjur af því hvað gerist þegar fólk byrjar að eyða peningum aftur. En staða fólks er misjöfn. Eftir aldri, stöðu í samfélaginu, stöðu á fasteignamarkaði. Þannig ég er ekki að alhæfa um alla,“ segir Ásgeir.
Efnahagsmál Seðlabankinn Skattar og tollar Bandaríkin Fjármál heimilisins Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. 29. janúar 2025 12:07 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. 29. janúar 2025 12:07