Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2025 12:17 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. Þetta er þriðja lækkun stýrivaxta í röð. Verðbólga hefur hjaðnað jafnt og þétt frá því hún náði hámarki í rúmum tíu prósentum í mars 2023 og mælist nú 4,6 prósent en er enn rúmum tveimur prósentum frá verðbólgumarkmiði bankans. Útlit fyrir áframhaldandi hjöðnun og að það hefur hægst á hækkun húsnæðisverðs er meðal þess sem nefndin leit til við ákvörðunina. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þó enn aðeins í land. „Ég vona það sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5 prósent, verðbólga er í dag 4,6 prósent sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að lækka. Aðaláhyggjuefnið eru síðustu metrarnir, sem geta verið erfiðir,“ segir Ásgeir. Mögulegt tollastríð Bandaríkjanna við hin ýmsu ríki gæti haft áhrif á stöðuna hér. Íslensk stjórnvöld ættu að forðast að taka þátt í því. „Svona lítið opið hagkerfi eins og Ísland er, byggir allt sitt á því sem við flytjum út til annarra landa. Við erum ekkert að fara að gera neitt annað en að tapa á þessu. Þannig bara orðið „tollastríð“ er ekki gott fyrir okkur. Því við byggjum svo mikið á því að flytja út og selja,“ segir Ásgeir. Jákvætt sé að íslensk heimili séu að koma vel út úr háu vaxtastigi síðustu ár. Hreinn auður heimilanna er í hæstu hæðum og eiga þau talsverðan uppsafnaðan sparnað. Þá eru horfur á að laun hækki hraðar en verðbólga næstu mánuði. „Auðvitað höfum við alltaf áhyggjur af því hvað gerist þegar fólk byrjar að eyða peningum aftur. En staða fólks er misjöfn. Eftir aldri, stöðu í samfélaginu, stöðu á fasteignamarkaði. Þannig ég er ekki að alhæfa um alla,“ segir Ásgeir. Efnahagsmál Seðlabankinn Skattar og tollar Bandaríkin Fjármál heimilisins Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. 29. janúar 2025 12:07 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Þetta er þriðja lækkun stýrivaxta í röð. Verðbólga hefur hjaðnað jafnt og þétt frá því hún náði hámarki í rúmum tíu prósentum í mars 2023 og mælist nú 4,6 prósent en er enn rúmum tveimur prósentum frá verðbólgumarkmiði bankans. Útlit fyrir áframhaldandi hjöðnun og að það hefur hægst á hækkun húsnæðisverðs er meðal þess sem nefndin leit til við ákvörðunina. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þó enn aðeins í land. „Ég vona það sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5 prósent, verðbólga er í dag 4,6 prósent sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að lækka. Aðaláhyggjuefnið eru síðustu metrarnir, sem geta verið erfiðir,“ segir Ásgeir. Mögulegt tollastríð Bandaríkjanna við hin ýmsu ríki gæti haft áhrif á stöðuna hér. Íslensk stjórnvöld ættu að forðast að taka þátt í því. „Svona lítið opið hagkerfi eins og Ísland er, byggir allt sitt á því sem við flytjum út til annarra landa. Við erum ekkert að fara að gera neitt annað en að tapa á þessu. Þannig bara orðið „tollastríð“ er ekki gott fyrir okkur. Því við byggjum svo mikið á því að flytja út og selja,“ segir Ásgeir. Jákvætt sé að íslensk heimili séu að koma vel út úr háu vaxtastigi síðustu ár. Hreinn auður heimilanna er í hæstu hæðum og eiga þau talsverðan uppsafnaðan sparnað. Þá eru horfur á að laun hækki hraðar en verðbólga næstu mánuði. „Auðvitað höfum við alltaf áhyggjur af því hvað gerist þegar fólk byrjar að eyða peningum aftur. En staða fólks er misjöfn. Eftir aldri, stöðu í samfélaginu, stöðu á fasteignamarkaði. Þannig ég er ekki að alhæfa um alla,“ segir Ásgeir.
Efnahagsmál Seðlabankinn Skattar og tollar Bandaríkin Fjármál heimilisins Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. 29. janúar 2025 12:07 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. 29. janúar 2025 12:07