Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar 4. febrúar 2025 09:32 „Mér þykir nefnilega lítið til þeirra spekinga koma sem kalla það botnlausa heimsku og blygðunarleysi þegar einhver hælir sjálfum sér. Mér er sama hvað slíkum mönnum finnst um sjálfshólið, svo fremi sem þeir viðurkenna að það fari mér vel. Hvað er betur við hæfi en að heimskan frægi sjálfa sig og syngi sér dýrðaróð.“ Nei, þetta er ekki skrifað um Donald Trump. Á samt svo dæmalaust vel við hann. Textinn er úr Lofi heimskunnar, eftir Erasmus frá Rotterdam sem uppi var um siðaskiptin og horfði upp á ámóta heimsku og hroka og við horfum nú upp í Vesturvegi. Heimskulegt sjálfshól, hroki, hræsni, miskunnarleysi og lygi virðast vera efst á þeim lastalista sem þessi endurreisti forseti Bandaríkjanna hefur í hávegum. Að ekki sé minnst á gamaldags heimsvaldastefnu eins og grannar okkar Grænlendingar þurfa að glíma við. Og tilraun til valdaráns. Þó er hann miklu frekar einkenni en ástæða þeirra veiki sem fær stóran hluta Bandaríkjamanna til að kjósa hann. Bandaríski sagnfræðingurinn Will Durant sagði einu sinni um menningu Grikkja og Rómverja til forna, að sérhver þjóð risi í meinlæti en félli í munaði. Það virðist eiga við Bandaríki nútímans. Ofneysla og forheimskun heillar þjóðar og púkinn sem fitnar á fjósbitanum, dansar nú í Hvíta húsinu. Er ég var við nám í Bandaríkjunum fyrir 45 árum minnist ég svartrar vinkonu minnar sem horfði upp á krossbrennu fyrir framan heimili sitt. Næsti bær við háskólann minn hýsti einn helsta forkólf Kú Klúx Klan í landinu. Ég man líka áhyggjur lútherskra presta á uppgangi sjónvarpspredikara og bókstafstrúarfólks í landinu. Allar götur síðan hef ég fylgst með hnignun ýmissa þeirra grunngilda, s.s. mannréttinda sem gerðu þessa þjóð merkilega í upphafi, ekki síst með stjórnarskrá sem eftir krókaleiðum hafði áhrif á okkar eigin. Eitt það versta við þá þjóðfélagsþróun sem við höfum horft upp á í Bandaríkjunum áratugum saman er það hvernig heimskan hefur farið vaxandi – og lygin. Falsfréttir, afneitun vísinda og þekkingar og heiðarlegra skoðanaskipta. Helstu boðorð þeirra fjölmiðlafræða sem ég lagði stund á voru sannleikur og sanngirni (Truth and Fairness). Þessi gildi sem eru forsendur samræðu og lýðræðislegar upplýsingar, eru að verða undir aurskriðu falsfrétta og hreinnar lygi, að ekki sé minnst á forheimskandi þjóðernis-og trúarofstæki. Og auðmennirnir kynda undir. Auðmenn sem eru að gera okkur að þrælum í gegnum samfélagsmiðla sína. Áfangar á leið til fasisma. Í mínum huga er bandarískt samfélag orðið sjúkt af heimsku og lygi. Það verður fátt við því gert annað en að vara við smithættu til annarra landa, þ.á.m. til litla Íslands. Því miður hefur þeim systrum, heimsku og lygi sést bregða fyrir hér á landi í stjórnmálaflokkum hægra megin við heilbrigða skynsemi, svo sem í Miðflokknum. Besta dæmið er afneitun loftslagsbreytinga af mannavöldum. Margt af því fólki sem kaus þennan bandaríska lygamörð yfir sig og virðist eiga jábræður og -systur á Íslandi, nuddar sér utan í kristnina. Þess vegna langar mig að minna á sterkan tón í hinum gyðing-kristna arfi um að ástunda sannleik og miskunnsemi en hafna lygi. Hann er m.a. að finna í 119. Davíðssálmi: Lát veg lyginnar vera fjarri mér og kenn mér af gæsku þinni. Ég hef valið veg sannleikans og hef ákvæði þín fyrir augum. Höfundur er f.v. blaðamaður, forsetaritari og prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
„Mér þykir nefnilega lítið til þeirra spekinga koma sem kalla það botnlausa heimsku og blygðunarleysi þegar einhver hælir sjálfum sér. Mér er sama hvað slíkum mönnum finnst um sjálfshólið, svo fremi sem þeir viðurkenna að það fari mér vel. Hvað er betur við hæfi en að heimskan frægi sjálfa sig og syngi sér dýrðaróð.“ Nei, þetta er ekki skrifað um Donald Trump. Á samt svo dæmalaust vel við hann. Textinn er úr Lofi heimskunnar, eftir Erasmus frá Rotterdam sem uppi var um siðaskiptin og horfði upp á ámóta heimsku og hroka og við horfum nú upp í Vesturvegi. Heimskulegt sjálfshól, hroki, hræsni, miskunnarleysi og lygi virðast vera efst á þeim lastalista sem þessi endurreisti forseti Bandaríkjanna hefur í hávegum. Að ekki sé minnst á gamaldags heimsvaldastefnu eins og grannar okkar Grænlendingar þurfa að glíma við. Og tilraun til valdaráns. Þó er hann miklu frekar einkenni en ástæða þeirra veiki sem fær stóran hluta Bandaríkjamanna til að kjósa hann. Bandaríski sagnfræðingurinn Will Durant sagði einu sinni um menningu Grikkja og Rómverja til forna, að sérhver þjóð risi í meinlæti en félli í munaði. Það virðist eiga við Bandaríki nútímans. Ofneysla og forheimskun heillar þjóðar og púkinn sem fitnar á fjósbitanum, dansar nú í Hvíta húsinu. Er ég var við nám í Bandaríkjunum fyrir 45 árum minnist ég svartrar vinkonu minnar sem horfði upp á krossbrennu fyrir framan heimili sitt. Næsti bær við háskólann minn hýsti einn helsta forkólf Kú Klúx Klan í landinu. Ég man líka áhyggjur lútherskra presta á uppgangi sjónvarpspredikara og bókstafstrúarfólks í landinu. Allar götur síðan hef ég fylgst með hnignun ýmissa þeirra grunngilda, s.s. mannréttinda sem gerðu þessa þjóð merkilega í upphafi, ekki síst með stjórnarskrá sem eftir krókaleiðum hafði áhrif á okkar eigin. Eitt það versta við þá þjóðfélagsþróun sem við höfum horft upp á í Bandaríkjunum áratugum saman er það hvernig heimskan hefur farið vaxandi – og lygin. Falsfréttir, afneitun vísinda og þekkingar og heiðarlegra skoðanaskipta. Helstu boðorð þeirra fjölmiðlafræða sem ég lagði stund á voru sannleikur og sanngirni (Truth and Fairness). Þessi gildi sem eru forsendur samræðu og lýðræðislegar upplýsingar, eru að verða undir aurskriðu falsfrétta og hreinnar lygi, að ekki sé minnst á forheimskandi þjóðernis-og trúarofstæki. Og auðmennirnir kynda undir. Auðmenn sem eru að gera okkur að þrælum í gegnum samfélagsmiðla sína. Áfangar á leið til fasisma. Í mínum huga er bandarískt samfélag orðið sjúkt af heimsku og lygi. Það verður fátt við því gert annað en að vara við smithættu til annarra landa, þ.á.m. til litla Íslands. Því miður hefur þeim systrum, heimsku og lygi sést bregða fyrir hér á landi í stjórnmálaflokkum hægra megin við heilbrigða skynsemi, svo sem í Miðflokknum. Besta dæmið er afneitun loftslagsbreytinga af mannavöldum. Margt af því fólki sem kaus þennan bandaríska lygamörð yfir sig og virðist eiga jábræður og -systur á Íslandi, nuddar sér utan í kristnina. Þess vegna langar mig að minna á sterkan tón í hinum gyðing-kristna arfi um að ástunda sannleik og miskunnsemi en hafna lygi. Hann er m.a. að finna í 119. Davíðssálmi: Lát veg lyginnar vera fjarri mér og kenn mér af gæsku þinni. Ég hef valið veg sannleikans og hef ákvæði þín fyrir augum. Höfundur er f.v. blaðamaður, forsetaritari og prestur.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun