Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2025 15:04 Mathias Gidsel hefur verið frábær með Dönum á HM en hér fagnar hann með liðsfélaga sínum Lukasi Jörgensen. Getty/Soeren Stache Mathias Gidsel er núverandi besti handboltamaður heims og á góðri leið með að bæta við fleiri viðurkenningum eftir frábæra framgöngu á heimsmeistaramótinu í handbolta. Danir eru komnir í undanúrslit á HM þar sem þeir mæta Portúgölum í kvöld. Gidsel er markahæsti maður mótsins með 55 mörk í sjö leikjum. Margir eru hissa á hversu öflugir Portúgalar eru orðnir í handboltanum en Gidsel telur að þeir séu komnir til að vera í hópi bestu landsliða heims. „Þeir geta gert marga hluti vel og spila með miklu sjálfstrausti og sköpunargleði. Costa bræðurnir fara fyrir liðinu en þeir eru líka með marga hæfileikaríka leikmenn. Nú eru þeir líka að komast á þann aldur að þeir eru komnir með smá reynslu líka,“ sagði Gidsel við danska ríkisútvarpið. „Þetta er lið sem við getum farið að venjast að sjá berjast um sæti meðal bestu liða í heimi í mörg, mörg ár til viðbótar. Næstum allir þeirra eru á aldrinum 22 til 23 ára. Þeir eru komnir til að vera,“ sagði Gidsel. „Þetta verður mjög erfiður undanúrslitaleikur á móti liði sem hefur engu að tapa og er að spila um verðlaun í fyrsta sinn,“ sagði Gidsel. Portúgal vann eins marks sigur á Þýskalandi, 31-30, í framlengdum leik í átta liða úrslitunum en Danir unnu tólf marka sigur á Brasilíu, 33-21, í sínum leik í átta liða úrslitum. Portúgal og Brasilía voru saman í riðli og Portúgalar unnu leik liðanna með fjórum mörkum, 30-26. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Danir eru komnir í undanúrslit á HM þar sem þeir mæta Portúgölum í kvöld. Gidsel er markahæsti maður mótsins með 55 mörk í sjö leikjum. Margir eru hissa á hversu öflugir Portúgalar eru orðnir í handboltanum en Gidsel telur að þeir séu komnir til að vera í hópi bestu landsliða heims. „Þeir geta gert marga hluti vel og spila með miklu sjálfstrausti og sköpunargleði. Costa bræðurnir fara fyrir liðinu en þeir eru líka með marga hæfileikaríka leikmenn. Nú eru þeir líka að komast á þann aldur að þeir eru komnir með smá reynslu líka,“ sagði Gidsel við danska ríkisútvarpið. „Þetta er lið sem við getum farið að venjast að sjá berjast um sæti meðal bestu liða í heimi í mörg, mörg ár til viðbótar. Næstum allir þeirra eru á aldrinum 22 til 23 ára. Þeir eru komnir til að vera,“ sagði Gidsel. „Þetta verður mjög erfiður undanúrslitaleikur á móti liði sem hefur engu að tapa og er að spila um verðlaun í fyrsta sinn,“ sagði Gidsel. Portúgal vann eins marks sigur á Þýskalandi, 31-30, í framlengdum leik í átta liða úrslitunum en Danir unnu tólf marka sigur á Brasilíu, 33-21, í sínum leik í átta liða úrslitum. Portúgal og Brasilía voru saman í riðli og Portúgalar unnu leik liðanna með fjórum mörkum, 30-26.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira